Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. nóvember 2025 16:55 Ásthildur Lóa er þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýndi lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtunum. Hún sagði lækkunin aumingjalega í samanburði við útgjöld sem Seðlabankinn fór í vegna breytinga á húsnæði þeirra. Í morgun greindi Seðlabanki Íslands frá að stýrivextir yrðu lækkaðir um 25 prósentustig, úr 7,5 prósentum í 7,25 prósent. Ásthildur Lóa segir lækkunina vera litla og aumingjalega. „0,25 prósenta lækkun þýðir að meginvextir Seðlabankans eru enn yfir sjö prósentum. Hversu lengi er hægt að ganga að heimilum landsins með þessum grimmilega hætti? Hvernig er hægt að réttlæta að láta heimilin sem minnst eiga og mest skulda sitja uppi með mörg hundruð þúsund króna aukinn kostnað vegna vaxta í hverjum einasta mánuði?“ spurði Ásthildur Lóa þegar hún tók til máls undir liðnum störf þingsins á Alþingi nú seinnipartinn. Hún gagnrýnir að Seðlabankinn kvarti yfir tásmyndum á Tene á meðan framlag bankans til að minnka þensluna sé ekkert. Íbúar landsins sem skuldi hvað mest í húsnæðislán greiði háar upphæðir, dragi úr útgjöldum en hafi samt sem áður ekkert eftir til að eyða. „[Bankinn] telur sig greinilega yfir það hafinn að draga úr eigin útgjöldum og eyðslu.“ Ásthildur Lóa bendir á að bankinn hafi staðið í breytingum á húsnæði sínu við Kalkofnsveg sem hafi nú þegar kostað 3,5 milljarða króna. Vísar hún þar í frétt Morgunblaðsins frá því í morgun þar sem kemur fram að upphaflega var kostnaðaráætlun 2,73 milljarðar en er nú kominn upp í 3,5 milljarða. Verkinu er ekki lokið. „Eftir höfðinu dansa limirnir er stundum sagt og fordæmi ráðamanna skipta máli. Hvernig í ósköpunum er það siðferðislega verjandi að Seðlabankinn setji kröfur á heimilin og fyrirtækin í landinu sem hann fer ekki einu sinni sjálfur eftir? Hversu mikilli þenslu hefur hann sjálfur valdið?“ spyr Ásthildur Lóa. Fagnar litla skrefinu Sigurjón Þórðarson, flokksbróðir Ásthildar Lóu, tók einnig vaxtalækkunina fyrir á þinginu. Hann sagðist fagna skerfinu en segir það þó í smæsta lagi. „Það hefur verið ákall eftir vaxtalækkun í samfélaginu. Það hefur komið frá Samtökum iðnaðarins og svo hefur nánast komið neyðaróp frá Hagsmunasamtökum heimilanna,“ segir Sigurjón. Hann segir verðbólguna hérlendis svipaða og þá í Litáen og Austurríki og jafnvel hærri í Eistlandi og Lettlandi. Hins vegar sé stýrivöxtum þar ekki háttað eins og hér heldur séu þeir um sjötíu prósent hærri en verðlagsþróun. „Það er nauðsynlegt að taka það til athugunar og kanna áhrif þessara ofurvaxta með opnum huga. Og kanna það: Er þessi yfirtrompun Seðlabankans að skila tilætluðum árangri? Það er ljóst að þessi fyrirtæki sem eru að greiða tólf prósenta vexti þurfa að velta kostnaðinum með einhverjum hætti út í verðlagið og það ýtir undir óstöðugleika og býr til óvissu um efnahagsþróun.“ Alþingi Flokkur fólksins Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Sjá meira
Í morgun greindi Seðlabanki Íslands frá að stýrivextir yrðu lækkaðir um 25 prósentustig, úr 7,5 prósentum í 7,25 prósent. Ásthildur Lóa segir lækkunina vera litla og aumingjalega. „0,25 prósenta lækkun þýðir að meginvextir Seðlabankans eru enn yfir sjö prósentum. Hversu lengi er hægt að ganga að heimilum landsins með þessum grimmilega hætti? Hvernig er hægt að réttlæta að láta heimilin sem minnst eiga og mest skulda sitja uppi með mörg hundruð þúsund króna aukinn kostnað vegna vaxta í hverjum einasta mánuði?“ spurði Ásthildur Lóa þegar hún tók til máls undir liðnum störf þingsins á Alþingi nú seinnipartinn. Hún gagnrýnir að Seðlabankinn kvarti yfir tásmyndum á Tene á meðan framlag bankans til að minnka þensluna sé ekkert. Íbúar landsins sem skuldi hvað mest í húsnæðislán greiði háar upphæðir, dragi úr útgjöldum en hafi samt sem áður ekkert eftir til að eyða. „[Bankinn] telur sig greinilega yfir það hafinn að draga úr eigin útgjöldum og eyðslu.“ Ásthildur Lóa bendir á að bankinn hafi staðið í breytingum á húsnæði sínu við Kalkofnsveg sem hafi nú þegar kostað 3,5 milljarða króna. Vísar hún þar í frétt Morgunblaðsins frá því í morgun þar sem kemur fram að upphaflega var kostnaðaráætlun 2,73 milljarðar en er nú kominn upp í 3,5 milljarða. Verkinu er ekki lokið. „Eftir höfðinu dansa limirnir er stundum sagt og fordæmi ráðamanna skipta máli. Hvernig í ósköpunum er það siðferðislega verjandi að Seðlabankinn setji kröfur á heimilin og fyrirtækin í landinu sem hann fer ekki einu sinni sjálfur eftir? Hversu mikilli þenslu hefur hann sjálfur valdið?“ spyr Ásthildur Lóa. Fagnar litla skrefinu Sigurjón Þórðarson, flokksbróðir Ásthildar Lóu, tók einnig vaxtalækkunina fyrir á þinginu. Hann sagðist fagna skerfinu en segir það þó í smæsta lagi. „Það hefur verið ákall eftir vaxtalækkun í samfélaginu. Það hefur komið frá Samtökum iðnaðarins og svo hefur nánast komið neyðaróp frá Hagsmunasamtökum heimilanna,“ segir Sigurjón. Hann segir verðbólguna hérlendis svipaða og þá í Litáen og Austurríki og jafnvel hærri í Eistlandi og Lettlandi. Hins vegar sé stýrivöxtum þar ekki háttað eins og hér heldur séu þeir um sjötíu prósent hærri en verðlagsþróun. „Það er nauðsynlegt að taka það til athugunar og kanna áhrif þessara ofurvaxta með opnum huga. Og kanna það: Er þessi yfirtrompun Seðlabankans að skila tilætluðum árangri? Það er ljóst að þessi fyrirtæki sem eru að greiða tólf prósenta vexti þurfa að velta kostnaðinum með einhverjum hætti út í verðlagið og það ýtir undir óstöðugleika og býr til óvissu um efnahagsþróun.“
Alþingi Flokkur fólksins Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Sjá meira