Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 09:00 Robbie Keane var heldur betur kátur á bar í Búdapest eftir leikinn. Getty/Stephen McCarthy/Adam Pretty/ Öll írska þjóðin fagnaði í gær vel árangri karlalandsliðsins undir stjórn Heimis Hallgrímssonar og líka þeir sem eru með vinnu í Ungverjalandi. Írar enduðu HM-drauma heimamanna í Ungverjalandi með 3-2 endurkomusigri í Búdapest í gær. Írar tóku þar með annað sætið af Ungverjum og fara í umspilið um laus sæti á HM næsta sumar. Ungverjar voru í dauðafæri á að taka annað sætið í riðlinum en Heimir og lærisveinar Heimis unnu þrjá síðustu leiki sína. Ótrúleg endurkoma hjá liði og þjálfara sem höfðu fengið sinn væna skammt af gagnrýni allt þetta ár. Troy Parrott var hetja írska liðsins en hann skoraði tvisvar í sigri á Portúgal og svo öll þrjú mörkin í sigrinum á Ungverjalandi í gær. Robbie Keane skoraði sjálfur 68 mörk í 146 landsleikjum fyrir Íra en hann er núna þjálfari ungverska liðsins Ferencváros. Eftir leikinn var Keane mættur til að fagna sigri með stuðningsmönnum írska landsliðsins sem höfðu ferðast til Búdapest. Þar sást Keane fara upp á svið á bar í Búdapest og syngja sigursöngva við góðar undirtektir. Hann söng meðal annars einn til heiðurs umræddum Troy Parrott. Hann söng „There's Only Troy Parrott“ við jólalagið heimsfræga „Winter Wonderland“ eins og sjá má hér fyrir neðan. Það á síðan eftir að koma í ljós hvernig þetta fer í vinnuveitendur hans hjá Ferencváros, hvað þá leikmenn hans sem voru að spila með ungverska landsliðinu. Something great about the manager of the reigning champs in Hungary leading Gibney's in a rendition of 'There's Only Troy Parrott' pic.twitter.com/7xHMe0posD— Balls.ie (@ballsdotie) November 16, 2025 HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Írar enduðu HM-drauma heimamanna í Ungverjalandi með 3-2 endurkomusigri í Búdapest í gær. Írar tóku þar með annað sætið af Ungverjum og fara í umspilið um laus sæti á HM næsta sumar. Ungverjar voru í dauðafæri á að taka annað sætið í riðlinum en Heimir og lærisveinar Heimis unnu þrjá síðustu leiki sína. Ótrúleg endurkoma hjá liði og þjálfara sem höfðu fengið sinn væna skammt af gagnrýni allt þetta ár. Troy Parrott var hetja írska liðsins en hann skoraði tvisvar í sigri á Portúgal og svo öll þrjú mörkin í sigrinum á Ungverjalandi í gær. Robbie Keane skoraði sjálfur 68 mörk í 146 landsleikjum fyrir Íra en hann er núna þjálfari ungverska liðsins Ferencváros. Eftir leikinn var Keane mættur til að fagna sigri með stuðningsmönnum írska landsliðsins sem höfðu ferðast til Búdapest. Þar sást Keane fara upp á svið á bar í Búdapest og syngja sigursöngva við góðar undirtektir. Hann söng meðal annars einn til heiðurs umræddum Troy Parrott. Hann söng „There's Only Troy Parrott“ við jólalagið heimsfræga „Winter Wonderland“ eins og sjá má hér fyrir neðan. Það á síðan eftir að koma í ljós hvernig þetta fer í vinnuveitendur hans hjá Ferencváros, hvað þá leikmenn hans sem voru að spila með ungverska landsliðinu. Something great about the manager of the reigning champs in Hungary leading Gibney's in a rendition of 'There's Only Troy Parrott' pic.twitter.com/7xHMe0posD— Balls.ie (@ballsdotie) November 16, 2025
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira