Innlent

Einn fluttur á slysa­deild eftir á­rekstur í Garða­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð nærri Aktu taktu í Garðabæ um klukkan 13 í dag. Myndin er úr safni.
Slysið varð nærri Aktu taktu í Garðabæ um klukkan 13 í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir þriggja bíla árekstur á Hafnarfjarðarvegi nærri Aktu taktu í Garðabæ skömmu fyrir klukkan 13 í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var um aftanákeyrslu að ræða en bílarnir voru allir á leið til suðurs.

Sá sem fluttur var af vettvangi með sjúkrabíl er ekki talinn alvarlega slasaður.

Slökkvilið sendi tvo sjúkrabíla og einn dælubíl á vettvang eftir að tilkynning um slysið barst.

Veistu meira? Áttu myndir af vettvangi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×