Innlent

Svaf værum blundi í hengi­rúmi á safni í mið­borginni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sex gistu fangageymslur lögreglu í morgun.
Sex gistu fangageymslur lögreglu í morgun. Vísir/Einar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna einstaklings sem svaf í hengirúmi á safni í miðborginni.

Var viðkomandi vakinn og honum vísað á brott.

Lögregla kom einnig að málum eftir að tilkynnt var um mann og konu að stela úr verslun í miðborginni. Konan reyndist eftirlýst og var handtekin. Þá var einn handtekinn eftir að hann reyndi að brjóta sér leið inn á stofnun í miðbænum.

Annar var handtekinn vegna innbrots á veitingastað og einn til viðbótar eftir að tilkynnt var um yfirstandandi innbrot í bát. Sá var farinn þegar lögreglu bar að garði en fannst stuttu síðar.

Lögregla kom einnig að nágrannadeilum í Kópavogi, um lagningu bifreiða við hús. Var málið leyst með samtali. Þá var ökumaður bifreiðar handtekinn eftir að hafa hlaupið frá bílnum og falið sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×