Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 23:16 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur ræddi mál fráfarandi ríkislögreglustjóra í Reykjavík síðdegis. Samsett Stjórnsýslufræðingur segir tilfærslu fráfarandi ríkislögreglustjóra endurspegla samkomulag við dómsmálaráðherra fremur en formlega afsögn. Hann telur ákvörðunina fela í sér sterka yfirlýsingu um ábyrgð í einu valdamesta embætti ríkisins. Tilfærslan hefur sætt gagnrýni. Mikið hefur gengið á undanfarnar vikur eftir að greint var frá viðskiptum ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið Intra og í kjölfarið slæmri fjárhagsstöðu embættisins. Þann 10. nóvember var greint frá því á vefsíðu Stjórnarráðsins að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra varð við beiðni Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra um að hún læti af embætti. Sjá nánar: Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Í staðinn tekur Sigríður Björk við stöðu sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi. Hún verður áfram á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýja starfinu en sagði dómsmálaráðherra það betra, þar sem Sigríður eigi fjögur ár eftir af fimm ára skipunartímanum, að hún vinni fyrir launum í stað þess að sitja heima. Lögin séu skýr um að hún eigi rétt á fullum launum út skipunartímann. Sakar ráðherra um villandi málflutning Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir málflutning dómsmálaráðherra hafa verið villandi og rökstuðningurinn standi ekki. Ekki hafi verið um afsögn ríkislögreglustjóra að ræða heldur flutning á milli embætta. „Á þessu er stór munur en það var öllum ljóst sem sáu fréttir og lásu viðtöl við ráðherrann að það var ekki það sem var sagt í upphafi,“ sagði Guðlaugur við fréttastofu á mánudag. Þorbjörg Sigríður svaraði gagnrýni Guðlaugar Þórs í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag en hún segir hann einan um þessa gagnrýni. „Ég er einfaldlega að fylgja lögum en við getum svo haft allar skoðanir á því hvernig lögin ættu að vera en það er allt annað samtal,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Aðalatriðið er þetta, ríkislögreglustjóri gekk á fund dómsmálaráðherra og lýsir því þar yfir að hún ætlaði að hætta störfum sem ríkislögreglustjóri og við ræðum í kjölfarið þá hugmynd hennar að hún verði flutt í starf óbreytts sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu.“ Á undan Sigríði Björk var Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Hann sagði af sér í kjölfar vantraustyfirlýsingar sem átta af níu þáverandi lögreglustjórum landsins undirrituðu, þremur mánuðum eftir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók við sem dómsmálaráðherra. Haraldur hlaut óskert laun í 24 mánuði eftir starfslok, þar af voru þrír mánuðir með vinnuskyldu, fimmtán mánuðir með „mögulegri vinnuskyldu“ og sex mánuðir án vinnuskyldu sem biðlaun. Kostnaðurinn við starfslok hans voru 56,7 milljónir króna. Tilfærsla að frumkvæði Sigríðar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir hægt að heimfæra mál Sigríðar Bjarkar yfir á tvö lagaákvæði, annars vegar lög um starfsmenn ríkisins sem embættismenn og hins vegar ákvæði sem fjallar um alla opinbera starfsmenn. Hann telur að tilfærsla Sigríðar samræmist frekar því síðarnefnda. „Við getum sagt að það sem gerist, eftir því sem ég fæ séð, er að ríkislögreglustjóri kemur til dómsmálráðherra og gerir honum tilboð. Hún segist tilbúin að fara úr starfinu ef hún fær annað starf sem er mjög ákjósanlegt fyrir hana og hún hefur áhuga á, og dómsmálaráðherra tekur þessu,“ segir Haukur í Reykjavík síðdegis í dag en tekur fram að miðað við orð dómsmálaráðherra undanfarna daga lítur allt út fyrir að beiðnin hafi komið að frumkvæði Sigríðar Bjarkar. Ákveðnir valkostir hafi legið fyrir, meðal annars að veita henni lausn frá embætti og þá mögulega fá laun út skipunartímann. „Þannig að það liggja í loftinu allir þeir valkostir og ríkislögreglustjóri velur ákveðna valkosti, hún velur að fara frá starfinu sem krafa er í þjóðfélaginu um og hún velur lausn sem felur ekki í sér að hún fái samninginn greiddan í eingreiðslu og hún velur í þriðja lagi lausn þar sem hún fær að vinna að málefnum sem hún brennur fyrir,“ segir hann. „Hún velur að gera dómsmálaráðherra þetta tilboð og í svona samningum getur þú vikið frá ítrustu réttindum þínum og þú getur líka sótt þér aukin réttindi. Ef að ráðherrann samþykkir það er það samningur og þá er ekki hægt að heimfæra það á einhver lagaákvæði.“ Ákveðin yfirlýsing Haukur telur að með því að stíga úr svo valdamiklu embætti sé verið að gefa út eins konar yfirlýsingu. Ríkislögreglustjórinn fer með vald ríkisins og því sé það eitt mikilvægasta og öflugasta starf sem ríkið hefur upp á að bjóða. „Þegar þú hverfur frá því felst í því ákveðin yfirlýsing um að að stjórnsýsla hafi verið ábótavant. Það felst jafnvel í því yfirlýsing um að viðkomandi samþykki að eitthvað brot hafi átt sér stað,“ segir hann. „Það að stíga úr þessu embætti og fara í sérfræðistarf og taka að sér stefnumótun í málaflokki, það felur í sér mjög mikla yfirlýsingu. Það er ekki þannig að viðkomandi hafi skotist úr starfinu án þess að leggja neitt fram á móti.“ Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Bylgjan Reykjavík síðdegis Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Mikið hefur gengið á undanfarnar vikur eftir að greint var frá viðskiptum ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið Intra og í kjölfarið slæmri fjárhagsstöðu embættisins. Þann 10. nóvember var greint frá því á vefsíðu Stjórnarráðsins að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra varð við beiðni Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra um að hún læti af embætti. Sjá nánar: Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Í staðinn tekur Sigríður Björk við stöðu sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi. Hún verður áfram á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýja starfinu en sagði dómsmálaráðherra það betra, þar sem Sigríður eigi fjögur ár eftir af fimm ára skipunartímanum, að hún vinni fyrir launum í stað þess að sitja heima. Lögin séu skýr um að hún eigi rétt á fullum launum út skipunartímann. Sakar ráðherra um villandi málflutning Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir málflutning dómsmálaráðherra hafa verið villandi og rökstuðningurinn standi ekki. Ekki hafi verið um afsögn ríkislögreglustjóra að ræða heldur flutning á milli embætta. „Á þessu er stór munur en það var öllum ljóst sem sáu fréttir og lásu viðtöl við ráðherrann að það var ekki það sem var sagt í upphafi,“ sagði Guðlaugur við fréttastofu á mánudag. Þorbjörg Sigríður svaraði gagnrýni Guðlaugar Þórs í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag en hún segir hann einan um þessa gagnrýni. „Ég er einfaldlega að fylgja lögum en við getum svo haft allar skoðanir á því hvernig lögin ættu að vera en það er allt annað samtal,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Aðalatriðið er þetta, ríkislögreglustjóri gekk á fund dómsmálaráðherra og lýsir því þar yfir að hún ætlaði að hætta störfum sem ríkislögreglustjóri og við ræðum í kjölfarið þá hugmynd hennar að hún verði flutt í starf óbreytts sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu.“ Á undan Sigríði Björk var Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Hann sagði af sér í kjölfar vantraustyfirlýsingar sem átta af níu þáverandi lögreglustjórum landsins undirrituðu, þremur mánuðum eftir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók við sem dómsmálaráðherra. Haraldur hlaut óskert laun í 24 mánuði eftir starfslok, þar af voru þrír mánuðir með vinnuskyldu, fimmtán mánuðir með „mögulegri vinnuskyldu“ og sex mánuðir án vinnuskyldu sem biðlaun. Kostnaðurinn við starfslok hans voru 56,7 milljónir króna. Tilfærsla að frumkvæði Sigríðar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir hægt að heimfæra mál Sigríðar Bjarkar yfir á tvö lagaákvæði, annars vegar lög um starfsmenn ríkisins sem embættismenn og hins vegar ákvæði sem fjallar um alla opinbera starfsmenn. Hann telur að tilfærsla Sigríðar samræmist frekar því síðarnefnda. „Við getum sagt að það sem gerist, eftir því sem ég fæ séð, er að ríkislögreglustjóri kemur til dómsmálráðherra og gerir honum tilboð. Hún segist tilbúin að fara úr starfinu ef hún fær annað starf sem er mjög ákjósanlegt fyrir hana og hún hefur áhuga á, og dómsmálaráðherra tekur þessu,“ segir Haukur í Reykjavík síðdegis í dag en tekur fram að miðað við orð dómsmálaráðherra undanfarna daga lítur allt út fyrir að beiðnin hafi komið að frumkvæði Sigríðar Bjarkar. Ákveðnir valkostir hafi legið fyrir, meðal annars að veita henni lausn frá embætti og þá mögulega fá laun út skipunartímann. „Þannig að það liggja í loftinu allir þeir valkostir og ríkislögreglustjóri velur ákveðna valkosti, hún velur að fara frá starfinu sem krafa er í þjóðfélaginu um og hún velur lausn sem felur ekki í sér að hún fái samninginn greiddan í eingreiðslu og hún velur í þriðja lagi lausn þar sem hún fær að vinna að málefnum sem hún brennur fyrir,“ segir hann. „Hún velur að gera dómsmálaráðherra þetta tilboð og í svona samningum getur þú vikið frá ítrustu réttindum þínum og þú getur líka sótt þér aukin réttindi. Ef að ráðherrann samþykkir það er það samningur og þá er ekki hægt að heimfæra það á einhver lagaákvæði.“ Ákveðin yfirlýsing Haukur telur að með því að stíga úr svo valdamiklu embætti sé verið að gefa út eins konar yfirlýsingu. Ríkislögreglustjórinn fer með vald ríkisins og því sé það eitt mikilvægasta og öflugasta starf sem ríkið hefur upp á að bjóða. „Þegar þú hverfur frá því felst í því ákveðin yfirlýsing um að að stjórnsýsla hafi verið ábótavant. Það felst jafnvel í því yfirlýsing um að viðkomandi samþykki að eitthvað brot hafi átt sér stað,“ segir hann. „Það að stíga úr þessu embætti og fara í sérfræðistarf og taka að sér stefnumótun í málaflokki, það felur í sér mjög mikla yfirlýsingu. Það er ekki þannig að viðkomandi hafi skotist úr starfinu án þess að leggja neitt fram á móti.“
Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Bylgjan Reykjavík síðdegis Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira