Starfslokasamningur Haraldar upp á 57 milljónir Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2019 15:47 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Dómsmálaráðuneytið áætlar að kostnaðarmat starfslokasamnings Haraldar Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóra, hljóði upp á rúmar 47 milljónir króna án launatengdra gjalda. Með launatengdum gjöldum er kostnaðurinn hinsvegar 56,7 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fjárlaganefndar, sem greint var frá í morgun. Í svarinu er jafnframt tíundað til samanburðar að laun Haraldar út skipunartímann, þ.e. til 1. mars 2023, væru um 105 milljónir króna með launatengdum gjöldum. Haraldur lætur af störfum um næstu áramót. Dómsmálaráðuneytið segir að ekki sé gert ráð fyrir neinni sérstakri fjármögnun til að standa straum af starfslokasamningi Haraldar, hann rúmist innan fjárveitinga málaflokksins. Eins og fram kom í fréttum í gær mun Haraldur halda óskertum launum ríkislögreglustjóra í 24 mánuði; af því tímabili eru þrír mánuðir með vinnuskyldu, 15 mánuðir með „mögulegri vinnuskyldu“ og 6 mánuðir án nokkurrar vinnuskyldu sem biðlaun. Í svari ráðuneytisins er tiltekið að starfslok Haraldar verði að skoða „í ljósi allra aðstæðna,“ eins og það er orðað. Upp hafi verið komið erfið staða innan lögreglunnar og er þar vísað til vantraustsyfirlýsingarinnar sem undirrituð var af átta af níu lögreglustjórum landsins. Haraldur hafi þá „ákveðið að stíga fram og það frumkvæði er lykill að lausn þess vanda,“ segir í svarinu. Enginn annar grundvöllur hafi verið að starfslokum enda er embættismanni ekki vikið úr starfi „nema lögmætar og mjög ríkar ástæður séu fyrir hendi.“ Haraldur hafi ekki „brotið af sér með neinum þeim hætti að heimilt væri að víkja honum úr starfi,“ eins og í svarinu segir.Það má nálgast hér. Alþingi Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43 Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé 5. desember 2019 11:57 Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við starfslokasamning dómsmálaráðherra við ríkislögreglustjóra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. desember 2019 18:35 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið áætlar að kostnaðarmat starfslokasamnings Haraldar Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóra, hljóði upp á rúmar 47 milljónir króna án launatengdra gjalda. Með launatengdum gjöldum er kostnaðurinn hinsvegar 56,7 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fjárlaganefndar, sem greint var frá í morgun. Í svarinu er jafnframt tíundað til samanburðar að laun Haraldar út skipunartímann, þ.e. til 1. mars 2023, væru um 105 milljónir króna með launatengdum gjöldum. Haraldur lætur af störfum um næstu áramót. Dómsmálaráðuneytið segir að ekki sé gert ráð fyrir neinni sérstakri fjármögnun til að standa straum af starfslokasamningi Haraldar, hann rúmist innan fjárveitinga málaflokksins. Eins og fram kom í fréttum í gær mun Haraldur halda óskertum launum ríkislögreglustjóra í 24 mánuði; af því tímabili eru þrír mánuðir með vinnuskyldu, 15 mánuðir með „mögulegri vinnuskyldu“ og 6 mánuðir án nokkurrar vinnuskyldu sem biðlaun. Í svari ráðuneytisins er tiltekið að starfslok Haraldar verði að skoða „í ljósi allra aðstæðna,“ eins og það er orðað. Upp hafi verið komið erfið staða innan lögreglunnar og er þar vísað til vantraustsyfirlýsingarinnar sem undirrituð var af átta af níu lögreglustjórum landsins. Haraldur hafi þá „ákveðið að stíga fram og það frumkvæði er lykill að lausn þess vanda,“ segir í svarinu. Enginn annar grundvöllur hafi verið að starfslokum enda er embættismanni ekki vikið úr starfi „nema lögmætar og mjög ríkar ástæður séu fyrir hendi.“ Haraldur hafi ekki „brotið af sér með neinum þeim hætti að heimilt væri að víkja honum úr starfi,“ eins og í svarinu segir.Það má nálgast hér.
Alþingi Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43 Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé 5. desember 2019 11:57 Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við starfslokasamning dómsmálaráðherra við ríkislögreglustjóra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. desember 2019 18:35 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43
Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé 5. desember 2019 11:57
Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við starfslokasamning dómsmálaráðherra við ríkislögreglustjóra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. desember 2019 18:35