Kim féll Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. nóvember 2025 15:48 Kim ætlar sér að ná lögmannsréttindum sama hvað hún þarf oft að þreyta prófið. Getty Kim Kardashian féll nýverið á prófi til lögmannsréttinda í Kaliforníuríki. Hún hyggst þó ekki gefast upp enda þekkt fyrir þrautseigju eins og sýndi sig þegar hún náði prófi fyrsta árs laganema í fjórðu tilraun og kláraði lögfræðinám á sex árum. Kim greindi frá því á Instagram-hringrás sinni um helgina að hún hefði fallið á prófi til lögmannsréttinda í Kaliforníu sem hún tók síðastliðinn júlí. Hún hyggst reyna við það aftur. „Ég held áfram á fullu þar til ég næ prófinu. Ég ætla ekki að stytta mér leið eða gefast upp – bara halda áfram að læra og leggja hart að mér,“ sagði Kim. Sjá einnig: Kim náði lögfræðiprófinu í fjórðu tilraun Hún þakkaði öllum sem höfðu hvatt hana áfram síðustu ár og sagði niðurstöðuna einungis frekari hvatningu til dáða. „Ég var svo nálægt því að ná prófinu og það hvetur mig bara áfram,“ sagði hún jafnframt í myndbandinu og stefnir greinilega ótrauð áfram. Þekkir það að falla Lögmannsréttindum í Bandaríkjunum er háttað þannig að maður þarf að þreyta próf í hverju ríki fyrir sig til að geta starfað þar sem lögmaður. Próf í Kaliforníu þykir með þeim erfiðari, sem dæmi náðu aðeins 53.8 prósent þeirra sem tóku prófið í júlí 2024, sem var síðasta próf á undan þessu. Kim mun ekki geta reynt aftur við prófið fyrr en í febrúar 2026 og þar á eftir í júlí 2026. Niðurstöðurnar eru síðan birtar þremur mánuðum síðar, maí og nóvember. Þetta er í fyrsta skiptið sem Kim tekur prófið en hún náði svokölluðu „baby bar“-prófi, sem er í raun próf laganema á fyrsta ári, árið 2021 eftir að hafa fallið á því þrisvar á tveimur árum. Hún lauk síðan lögfræðinámi sínu í maí á þessu ári eftir sex ára nám. Hún fylgdi þar í fótspor föður síns, stjörnulögfræðingsins Robert Kardashian, sem er þekktastur fyrir að hafa verið lögmaður OJ Simpson í frægu dómsmáli hans. Fyrir utan lögfræðinámið leikur Kim um þessar mundir lögfræðinginn Allura Grant í sjónvarpsþáttunum All's Fair. Þættirnir voru nýverið sýndir á Disney+ og hafa fengið hörmungardóma hjá gagnrýnendum. Lögmennska Raunveruleikaþættir Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Losnar úr fangelsi eftir að Kim Kardashian talaði máli hennar við Trump Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur mildað lífstíðarfangelsisdóm yfir Alice Marie Johnson og mun hún losna úr fangelsi fljótlega. 6. júní 2018 18:06 Kim féll á prófinu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur verið í lögfræðinámi undanfarið ár en á dögunum greindi hún frá því í raunveruleikaþættinum Keeping Up With The Kardashian að hún hefði fallið á lögfræðiprófi sem gæfi henni ákveðin réttindi. 28. maí 2021 12:30 Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Sjá meira
Kim greindi frá því á Instagram-hringrás sinni um helgina að hún hefði fallið á prófi til lögmannsréttinda í Kaliforníu sem hún tók síðastliðinn júlí. Hún hyggst reyna við það aftur. „Ég held áfram á fullu þar til ég næ prófinu. Ég ætla ekki að stytta mér leið eða gefast upp – bara halda áfram að læra og leggja hart að mér,“ sagði Kim. Sjá einnig: Kim náði lögfræðiprófinu í fjórðu tilraun Hún þakkaði öllum sem höfðu hvatt hana áfram síðustu ár og sagði niðurstöðuna einungis frekari hvatningu til dáða. „Ég var svo nálægt því að ná prófinu og það hvetur mig bara áfram,“ sagði hún jafnframt í myndbandinu og stefnir greinilega ótrauð áfram. Þekkir það að falla Lögmannsréttindum í Bandaríkjunum er háttað þannig að maður þarf að þreyta próf í hverju ríki fyrir sig til að geta starfað þar sem lögmaður. Próf í Kaliforníu þykir með þeim erfiðari, sem dæmi náðu aðeins 53.8 prósent þeirra sem tóku prófið í júlí 2024, sem var síðasta próf á undan þessu. Kim mun ekki geta reynt aftur við prófið fyrr en í febrúar 2026 og þar á eftir í júlí 2026. Niðurstöðurnar eru síðan birtar þremur mánuðum síðar, maí og nóvember. Þetta er í fyrsta skiptið sem Kim tekur prófið en hún náði svokölluðu „baby bar“-prófi, sem er í raun próf laganema á fyrsta ári, árið 2021 eftir að hafa fallið á því þrisvar á tveimur árum. Hún lauk síðan lögfræðinámi sínu í maí á þessu ári eftir sex ára nám. Hún fylgdi þar í fótspor föður síns, stjörnulögfræðingsins Robert Kardashian, sem er þekktastur fyrir að hafa verið lögmaður OJ Simpson í frægu dómsmáli hans. Fyrir utan lögfræðinámið leikur Kim um þessar mundir lögfræðinginn Allura Grant í sjónvarpsþáttunum All's Fair. Þættirnir voru nýverið sýndir á Disney+ og hafa fengið hörmungardóma hjá gagnrýnendum.
Lögmennska Raunveruleikaþættir Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Losnar úr fangelsi eftir að Kim Kardashian talaði máli hennar við Trump Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur mildað lífstíðarfangelsisdóm yfir Alice Marie Johnson og mun hún losna úr fangelsi fljótlega. 6. júní 2018 18:06 Kim féll á prófinu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur verið í lögfræðinámi undanfarið ár en á dögunum greindi hún frá því í raunveruleikaþættinum Keeping Up With The Kardashian að hún hefði fallið á lögfræðiprófi sem gæfi henni ákveðin réttindi. 28. maí 2021 12:30 Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Sjá meira
Losnar úr fangelsi eftir að Kim Kardashian talaði máli hennar við Trump Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur mildað lífstíðarfangelsisdóm yfir Alice Marie Johnson og mun hún losna úr fangelsi fljótlega. 6. júní 2018 18:06
Kim féll á prófinu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur verið í lögfræðinámi undanfarið ár en á dögunum greindi hún frá því í raunveruleikaþættinum Keeping Up With The Kardashian að hún hefði fallið á lögfræðiprófi sem gæfi henni ákveðin réttindi. 28. maí 2021 12:30