Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2025 11:22 Lögregluþjónar að störfum við húsið sem um ræðir. AP/WRTV Saksóknarar skoða hvort ákæra eigi mann sem skaut hreingerningakonu sem hafði farið húsavillt til bana. Konan var ásamt eiginmanni sínum að þrífa hús í Whitestown í Indianapolis Í Bandaríkjunum í síðustu viku, þegar þau fóru húsavillt og var hún skotin í gegnum útidyr sem hún var að reyna að opna með röngum lykli. Maria Florinda Rios Perez var 32 ára gömul, fjögurra barna móðir, og höfðu hún og eiginmaður hennar verið að þrífa hús í Whitestown í um sjö mánuði. Þau stóðu á palli húss sem þau héldu að þau hefðu verið ráðin til að þrífa á og höfðu reynt að komast þar inn með lyklum þegar hún fékk skot í höfuðið. Þetta var á miðvikudaginn í síðustu viku. Í samtali við héraðsmiðilinn WRTV segir eiginmaður hennar að hann hafi ekki áttað sig á því að um byssuskot hafi verið að ræða fyrr en hún féll í arma hans, öll blóðug. Hann hefur kallað eftir réttlæti vegna dauða Mariu og segir að enginn sem sé mennskur geti banað fólki með þessum hætti. „Nú er ég einn með börnin mín og hann situr glaður heima hjá sér.“ Lögreglan sagði á föstudaginn að rannsókn málsins væri lokið og að það væri nú á höndum saksóknara að ákveða hvort eigandi hússins, sem hefur ekki verið nafngreindur, yrði ákærður eða ekki. AP fréttaveitan hefur eftir æðsta saksóknara sýslunnar að sú ákvörðun sé flókin. Í Indiana, og fjölmörgum öðrum ríkjum Bandaríkjanna, eru lög sem segja til um að heimiliseigendur megi beita hæfilegu valdi, og þar með töldu banvænu, til að stöðva það sem þeir telja vera tilraun til að brjótast inn á heimili þeirra. Mauricio Velasquez, ekkill Mariu Florindu Rios Perez.AP/WRTV Kent Eastwood, áðurnefndur saksóknari, segist þurfa að kafa djúpt í gögn málsins til að skilja nákvæmlega hvað gerðist og hvernig. „Þú þarft að vita alla málavexti svo þú skiljir hvað gerðist og hvað sé hæfilegt,“ hefur AP eftir saksóknaranum. „Eitt það erfiðasta í þessum heimi í dag er að sammælast um hvað sé hæfilegt. Sem saksóknari er það meðal þess sem maður þarf að eiga við.“ Eastwoord hefur sagt að ákvörðun muni líklega liggja fyrir í vikunni. Íbúar kalla eftir ákæru Í sambærilegum málum annars staðar í Bandaríkjunum hefur saksóknurum tekist að lögsækja fólk. Meðal annars þegar 86 ára maður skaut þeldökkan táning sem fór húsavillt. Þá var maður sakfelldur fyrir morð eftir að hann skaut konu sem hafði keyrt fyrir mistök inn á innkeyrslu við hús hans. Margir íbúar Whitestown hafa komið eiginmanni Mariu til aðstoðar og hafa einnig kallað eftir því að sá sem skaut hana til bana verði ákærður. Í samtali við WRTV segir önnur kona sem rekur hreingerningarþjónustu að allir hafi einhvern tímann farið húsavillt. Óhugnanlegt sé að vita til þess að hætta sé á því að vera skotinn í slíkum tilfellum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Maria Florinda Rios Perez var 32 ára gömul, fjögurra barna móðir, og höfðu hún og eiginmaður hennar verið að þrífa hús í Whitestown í um sjö mánuði. Þau stóðu á palli húss sem þau héldu að þau hefðu verið ráðin til að þrífa á og höfðu reynt að komast þar inn með lyklum þegar hún fékk skot í höfuðið. Þetta var á miðvikudaginn í síðustu viku. Í samtali við héraðsmiðilinn WRTV segir eiginmaður hennar að hann hafi ekki áttað sig á því að um byssuskot hafi verið að ræða fyrr en hún féll í arma hans, öll blóðug. Hann hefur kallað eftir réttlæti vegna dauða Mariu og segir að enginn sem sé mennskur geti banað fólki með þessum hætti. „Nú er ég einn með börnin mín og hann situr glaður heima hjá sér.“ Lögreglan sagði á föstudaginn að rannsókn málsins væri lokið og að það væri nú á höndum saksóknara að ákveða hvort eigandi hússins, sem hefur ekki verið nafngreindur, yrði ákærður eða ekki. AP fréttaveitan hefur eftir æðsta saksóknara sýslunnar að sú ákvörðun sé flókin. Í Indiana, og fjölmörgum öðrum ríkjum Bandaríkjanna, eru lög sem segja til um að heimiliseigendur megi beita hæfilegu valdi, og þar með töldu banvænu, til að stöðva það sem þeir telja vera tilraun til að brjótast inn á heimili þeirra. Mauricio Velasquez, ekkill Mariu Florindu Rios Perez.AP/WRTV Kent Eastwood, áðurnefndur saksóknari, segist þurfa að kafa djúpt í gögn málsins til að skilja nákvæmlega hvað gerðist og hvernig. „Þú þarft að vita alla málavexti svo þú skiljir hvað gerðist og hvað sé hæfilegt,“ hefur AP eftir saksóknaranum. „Eitt það erfiðasta í þessum heimi í dag er að sammælast um hvað sé hæfilegt. Sem saksóknari er það meðal þess sem maður þarf að eiga við.“ Eastwoord hefur sagt að ákvörðun muni líklega liggja fyrir í vikunni. Íbúar kalla eftir ákæru Í sambærilegum málum annars staðar í Bandaríkjunum hefur saksóknurum tekist að lögsækja fólk. Meðal annars þegar 86 ára maður skaut þeldökkan táning sem fór húsavillt. Þá var maður sakfelldur fyrir morð eftir að hann skaut konu sem hafði keyrt fyrir mistök inn á innkeyrslu við hús hans. Margir íbúar Whitestown hafa komið eiginmanni Mariu til aðstoðar og hafa einnig kallað eftir því að sá sem skaut hana til bana verði ákærður. Í samtali við WRTV segir önnur kona sem rekur hreingerningarþjónustu að allir hafi einhvern tímann farið húsavillt. Óhugnanlegt sé að vita til þess að hætta sé á því að vera skotinn í slíkum tilfellum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira