Fótbolti

Sandra María skoraði í svekkjandi leik

Valur Páll Eiríksson skrifar
Sandra María Jessen (t.h.) skoraði í leik kvöldsins.
Sandra María Jessen (t.h.) skoraði í leik kvöldsins. vísir/Anton

Sandra María Jessen skoraði eina markið er lið hennar Köln gerði 1-1 jafntefli við Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Sandra María kom Köln yfir á 25. mínútu leiksins sem fram fór í Frankfurt. 1-0 stóð í hálfleik og raunar allt fram í uppbótartíma.

Á 92. mínútu leiksins jafnaði Nicole Anyomi metin fyrir Frankfurt og 1-1 úrslitin.

Sandra María hefur skoraði fimm mörk í níu deildarleikjum fyrir Köln á leiktíðinni en liðið er í áttunda sæti af 14 liðum með 11 stig eftir níu leiki.

Frankfurt er með 16 stig í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×