Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2025 18:55 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Anton Brink Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill kanna hvort þingið geti aðhafst í máli Ríkisendurskoðanda. Hann hyggst funda með Þórunni Sveinbjarnardóttur forseta þingsins vegna málsins. Þetta kom fram í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Ófremdarástand er sagt ríkja innan veggja stofnunarinnar vegna hegðunar Guðmundar Björgvins Helgasonar ríkisendurskoðanda undanfarin ár. Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun hefur stigið fram, tjáð sig um málin í stofnuninni og sagst hafa orðið vitni að svokölluðum EKKO-málum sem varða einelti, kynferðislega og kynbundið áreitni og ofbeldi. Hann furðaði sig á þögn Alþingis í málinu en ríkisendurskoðandi er skipaður af Alþingi. Vill kanna málið „Ég sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar mun setjast niður með forseta þingsins og við munum ráða ráðum okkar,“ segir Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis. Hann segir vandasamt að kanna málið sökum stöðu stofnunarinnar. „Og það er það sem ég mun komast að, hvort það sé samt eitthvað sem við getum gert til að ganga lengra í þessu máli í minni nefnd. En það er ekkert augljóst í þessu út af stöðu hans og sjálfstæði. Þess vegna hefur þetta kannski ekki gengið eins hratt og fólk myndi halda.“ Áðurnefndur sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðanda hefur harðlega gagnrýnt forseta þingsins fyrir að hafa ekki tjáð sig um málið. Hann hefur sagt að tvennt sé í stöðunni fyrir Alþingi, kjósa nýjan ríkisendurskoðanda þegar kjörtímabilið rennur út, eða að 2/3 hluti þingheims víki honum til hliðar meðan það er enn í gangi. „Það er alveg rétt og þetta er kannski spurningin sem við þurfum að svara núna, því það er augljóst að það er einhver trúnaðarbrestur í gangi þarna,“ segir Vilhjálmur. Hann bendir á að í bígerð sé alþjóðleg úttekt á störfum Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist til embættisins frá starfsfólki um einelti, kynbundið eða kynferðislegt áreiti eða ofbeldi. Hann myndi taka á slíkum málum. Hann harmar að innri mál embættisins séu til umfjöllunar í fjölmiðlum og hefur ekki íhugað stöðu sína. 27. október 2025 19:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Þetta kom fram í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Ófremdarástand er sagt ríkja innan veggja stofnunarinnar vegna hegðunar Guðmundar Björgvins Helgasonar ríkisendurskoðanda undanfarin ár. Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun hefur stigið fram, tjáð sig um málin í stofnuninni og sagst hafa orðið vitni að svokölluðum EKKO-málum sem varða einelti, kynferðislega og kynbundið áreitni og ofbeldi. Hann furðaði sig á þögn Alþingis í málinu en ríkisendurskoðandi er skipaður af Alþingi. Vill kanna málið „Ég sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar mun setjast niður með forseta þingsins og við munum ráða ráðum okkar,“ segir Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis. Hann segir vandasamt að kanna málið sökum stöðu stofnunarinnar. „Og það er það sem ég mun komast að, hvort það sé samt eitthvað sem við getum gert til að ganga lengra í þessu máli í minni nefnd. En það er ekkert augljóst í þessu út af stöðu hans og sjálfstæði. Þess vegna hefur þetta kannski ekki gengið eins hratt og fólk myndi halda.“ Áðurnefndur sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðanda hefur harðlega gagnrýnt forseta þingsins fyrir að hafa ekki tjáð sig um málið. Hann hefur sagt að tvennt sé í stöðunni fyrir Alþingi, kjósa nýjan ríkisendurskoðanda þegar kjörtímabilið rennur út, eða að 2/3 hluti þingheims víki honum til hliðar meðan það er enn í gangi. „Það er alveg rétt og þetta er kannski spurningin sem við þurfum að svara núna, því það er augljóst að það er einhver trúnaðarbrestur í gangi þarna,“ segir Vilhjálmur. Hann bendir á að í bígerð sé alþjóðleg úttekt á störfum Ríkisendurskoðunar.
Ríkisendurskoðun Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist til embættisins frá starfsfólki um einelti, kynbundið eða kynferðislegt áreiti eða ofbeldi. Hann myndi taka á slíkum málum. Hann harmar að innri mál embættisins séu til umfjöllunar í fjölmiðlum og hefur ekki íhugað stöðu sína. 27. október 2025 19:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
„Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist til embættisins frá starfsfólki um einelti, kynbundið eða kynferðislegt áreiti eða ofbeldi. Hann myndi taka á slíkum málum. Hann harmar að innri mál embættisins séu til umfjöllunar í fjölmiðlum og hefur ekki íhugað stöðu sína. 27. október 2025 19:00