„Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 15:01 Jóhannes hyggst ekki snúa aftur. Vísir Jóhannes Jónsson, sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun, segist hafa reynt að leysa úr ófremdarástandi sem ríki innan veggja stofnunarinnar en það hafi ekki tekist. Þögn Alþingis sé óskiljanleg en þingmenn hafa völd til að vísa ríkisendurskoðanda úr embætti. Jóhannes er nú í veikindaleyfi og hyggst ekki snúa aftur vegna ástandsins. Jóhannes deildi sinni skoðun fyrst opinberlega í gær í pistli á Facebook þar sem hann sagðist vera í veikindaleyfi vegna alvarlegra svokallaðra EKKO-mála sem komið hafa upp á skrifstofu ríkisendurskoðanda. EKKO-mál varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreitni og ofbeldi. Nýlega var greint frá ófremdarástandi innan veggja ríkisendurskoðanda sem hófst í kjölfar þess að Guðmundur Björgvin Helgason tók við embættinu árið 2022. Sjálfur hefur hann fullyrt að starfsandi sé góður innan stofnunarinnar. Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali við Jóhannes en hann segist ekki hafa í hyggju að tjá sig frekar við fjölmiðla í nýrri yfirlýsingu í ljósi umfjöllunarinnar. „Ég sjálfur er ekki þolandi í þeim EKKO-málum sem upp hafa komið hjá Ríkisendurskoðun, en ég hef orðið vitni að slíkum málum oftar en ég kæri um. Mér hefur mislíkað verulega hvernig komið hefur verið fram við starfsfólk embættisins. Þetta ástand hefur viðgengst í allt of langan tíma,“ segir Jóhannes í yfirlýsingunni. Hann er í veikindaleyfi og segir það vera vegna ástandsins innan stofnunarinnar. Jóhannes hyggst ekki snúa aftur. Í veikindaleyfinu hafi runnið upp fyrir honum hve alvarlegt ástandið væri í raun. Það væri ekki hægt að láta bjóða sér hvað sem er. „Sem sviðsstjóri hjá embættinu, og sem hluti af framkvæmdastjórn þess, reyndi ég - ásamt öðrum sviðsstjórum - að hafa áhrif og stuðla að breytingum, en án árangurs. Þrír stjórnendur hafa farið í veikindaleyfi vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast,“ segir Jóhannes. Áður hefur verið greint frá að Guðmundur Björgvin lagði niður framkvæmdastjórn embættisins og sjái nú sjálfur um mannauðsmál sem komi upp líkt og EKKO-mál. Hann sagði í samtali við fréttastofu að engin slík mál væru uppi á borðum. Sé hægt að víkja Guðmundi úr embætti Jóhannes segir þögn Alþingis ærandi og illskiljanlega. Í starfsánægjukönnun sem var framkvæmd innan stofnunarinnar kemur fram að rúm fjörutíu prósent starfsmanna hafi orðið vitni að EKKO-málum og ellefu prósent hafi orðið fyrir slíku. „Allar þessar upplýsingar og gögn liggja fyrir hjá forseta Alþingis, sem hefur verið kunnugt um ástand mála hjá Ríkisendurskoðun í langan tíma. Þrátt fyrir það hefur forseti þingsins kosið að tjá sig ekki um þessi mál. Það má ekki gleymast í þessu samhengi að það er venjulegt fólk sem starfar hjá embætti ríkisendurskoðanda – fólk sem þarf áfram að búa við þetta ástand. Það er skelfileg tilhugsun,“ segir Jóhannes. Hann bendir á að njóti ríkisendurskoðandi ekki trausts geti Alþingi vikið honum úr embætti. Til þess þarf samþykki tveggja þriðju hluta þingmanna, en aldrei hefur áður verið gripið til slíkra aðgerða. „Ég velti því fyrir mér hvort ríkisendurskoðandi njóti enn trausts Alþingis - og hvað það segir um gildi og siðferðileg viðmið þingmanna.“ Ríkisendurskoðun Mannauðsmál Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Jóhannes deildi sinni skoðun fyrst opinberlega í gær í pistli á Facebook þar sem hann sagðist vera í veikindaleyfi vegna alvarlegra svokallaðra EKKO-mála sem komið hafa upp á skrifstofu ríkisendurskoðanda. EKKO-mál varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreitni og ofbeldi. Nýlega var greint frá ófremdarástandi innan veggja ríkisendurskoðanda sem hófst í kjölfar þess að Guðmundur Björgvin Helgason tók við embættinu árið 2022. Sjálfur hefur hann fullyrt að starfsandi sé góður innan stofnunarinnar. Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali við Jóhannes en hann segist ekki hafa í hyggju að tjá sig frekar við fjölmiðla í nýrri yfirlýsingu í ljósi umfjöllunarinnar. „Ég sjálfur er ekki þolandi í þeim EKKO-málum sem upp hafa komið hjá Ríkisendurskoðun, en ég hef orðið vitni að slíkum málum oftar en ég kæri um. Mér hefur mislíkað verulega hvernig komið hefur verið fram við starfsfólk embættisins. Þetta ástand hefur viðgengst í allt of langan tíma,“ segir Jóhannes í yfirlýsingunni. Hann er í veikindaleyfi og segir það vera vegna ástandsins innan stofnunarinnar. Jóhannes hyggst ekki snúa aftur. Í veikindaleyfinu hafi runnið upp fyrir honum hve alvarlegt ástandið væri í raun. Það væri ekki hægt að láta bjóða sér hvað sem er. „Sem sviðsstjóri hjá embættinu, og sem hluti af framkvæmdastjórn þess, reyndi ég - ásamt öðrum sviðsstjórum - að hafa áhrif og stuðla að breytingum, en án árangurs. Þrír stjórnendur hafa farið í veikindaleyfi vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast,“ segir Jóhannes. Áður hefur verið greint frá að Guðmundur Björgvin lagði niður framkvæmdastjórn embættisins og sjái nú sjálfur um mannauðsmál sem komi upp líkt og EKKO-mál. Hann sagði í samtali við fréttastofu að engin slík mál væru uppi á borðum. Sé hægt að víkja Guðmundi úr embætti Jóhannes segir þögn Alþingis ærandi og illskiljanlega. Í starfsánægjukönnun sem var framkvæmd innan stofnunarinnar kemur fram að rúm fjörutíu prósent starfsmanna hafi orðið vitni að EKKO-málum og ellefu prósent hafi orðið fyrir slíku. „Allar þessar upplýsingar og gögn liggja fyrir hjá forseta Alþingis, sem hefur verið kunnugt um ástand mála hjá Ríkisendurskoðun í langan tíma. Þrátt fyrir það hefur forseti þingsins kosið að tjá sig ekki um þessi mál. Það má ekki gleymast í þessu samhengi að það er venjulegt fólk sem starfar hjá embætti ríkisendurskoðanda – fólk sem þarf áfram að búa við þetta ástand. Það er skelfileg tilhugsun,“ segir Jóhannes. Hann bendir á að njóti ríkisendurskoðandi ekki trausts geti Alþingi vikið honum úr embætti. Til þess þarf samþykki tveggja þriðju hluta þingmanna, en aldrei hefur áður verið gripið til slíkra aðgerða. „Ég velti því fyrir mér hvort ríkisendurskoðandi njóti enn trausts Alþingis - og hvað það segir um gildi og siðferðileg viðmið þingmanna.“
Ríkisendurskoðun Mannauðsmál Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira