Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2025 21:14 Þessi mynd frá Flóttamannaráði Noregs sýnir börn frá El Fasher að leik í flóttamannabúðum í Súdan. AP/Sarah Vuylsteke Saksóknarar við Alþjóðasakamáladómstólinn (ICC) segja ódæði vígamanna hóps sem kallast Rapid Support Forces eða (RSF) í borginni El Fasher í Súdan mögulega vera stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyni. Unnið sé að því að varðveita sönnunargögn, eins og myndbönd sem vígamennirnir birtu sjálfir, og ræða við vitni. Þeir segja enn fremur að ódæðin í borginni séu hluti af stærra samhengi sambærilegs ofbeldis í Darfur-héraði í Súdan. Alþjóðlegu samtökin Integrated Food Security Phase Classification eða IPC, segja hungursneyð ríkja í El Fasher. Sérfræðingar samtakanna, sem skilgreina hvenær hungursneyð ríkir, segja slíka neyð ríkja í tveimur héruðum Súdan um þessar mundir en fjölmargir hlutar landsins séu í hættu. Þeir segja vannæringu vera orðna mjög almenna í landinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. El Fasher féll á dögunum í hendur RSF eftir um átján mánaða umsátur. Borgin var stærsta byggðin sem stjórnarher Súdan hélt í Darfur-héraði og féll eftir um fimm hundrað daga umsátur RSF. Strax í kjölfarið fóru að berast fregnir af miklum ódæðum í borginni og í mörgum tilfellum birtu RSF-liðar sjálfir á netinu myndbönd af því þegar þeir myrtu óbreytta borgara í massavís. Gervihnattamyndir af El Fasher bentu einnig til mikilla blóðsúthellinga þar. Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sagði að 460 sjúklingar og fólk tengt þeim hafi verið myrt á fæðingarspítala í borginni. Fregnir af svæðinu eru þó enn sem komið er takmarkaðar og umfang ódæðanna því ekki mjög skýrt. Reyna að koma á vopnahléi Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast reyna að miðla málum milli beggja fylkinga í Súdan svo hægt sé að koma á vopnahléi, í það minnsta tímabundnu, og aðstoða fólk á svæðinu. Massad Boulos, sem starfar sem ráðgjafi Hvíta hússins varðandi Afríku, sagði í samtali við AP í dag að þessi vinna hefði staðið yfir í nokkra daga. Hún gengi út á að koma á þriggja mánaða vopnahléi. Þar á eftir kæmi níu mánaða tímabil þar sem reynt yrði að leysa deilurnar með viðræðum. Bandaríkjamenn hafa unnið lengi að því að koma á friði í Súdan í samvinnu við yfirvöld í Sádi-Arabíu, Egyptalandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Furstadæmin hafa staðið þétt við bakið á RSF og eru hergagnasendingar og annars konar aðstoð ríkisins við vígamennina sagðar hafa spilað stóra rullu í að stöðva framsókn stjórnarhersins gegn hópnum fyrr á árinu. Sjá einnig: Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandaríkjamenn hafa aldrei gagnrýnt furstadæmin opinberlega vegna stuðningsins við RSF en hafa þess í stað gagnrýnt alla utanaðkomandi aðila fyrir að senda vopn til Súdan. Átökin bitna verulega á almenningi Abdel Fattah Al Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarherinn sótti svo verulega á í fyrra og í upphafi þessa árs. Herinn rak vígamenn RSF frá Khartoum, höfuðborg Súdan, í mars. RSF hefur notið stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna og hafa að minnsta kosti 150 þúsund fallið vegna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að tugir milljóna þurfi aðstoð. Súdan Erlend sakamál Mannréttindi Hernaður Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Sjá meira
Þeir segja enn fremur að ódæðin í borginni séu hluti af stærra samhengi sambærilegs ofbeldis í Darfur-héraði í Súdan. Alþjóðlegu samtökin Integrated Food Security Phase Classification eða IPC, segja hungursneyð ríkja í El Fasher. Sérfræðingar samtakanna, sem skilgreina hvenær hungursneyð ríkir, segja slíka neyð ríkja í tveimur héruðum Súdan um þessar mundir en fjölmargir hlutar landsins séu í hættu. Þeir segja vannæringu vera orðna mjög almenna í landinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. El Fasher féll á dögunum í hendur RSF eftir um átján mánaða umsátur. Borgin var stærsta byggðin sem stjórnarher Súdan hélt í Darfur-héraði og féll eftir um fimm hundrað daga umsátur RSF. Strax í kjölfarið fóru að berast fregnir af miklum ódæðum í borginni og í mörgum tilfellum birtu RSF-liðar sjálfir á netinu myndbönd af því þegar þeir myrtu óbreytta borgara í massavís. Gervihnattamyndir af El Fasher bentu einnig til mikilla blóðsúthellinga þar. Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sagði að 460 sjúklingar og fólk tengt þeim hafi verið myrt á fæðingarspítala í borginni. Fregnir af svæðinu eru þó enn sem komið er takmarkaðar og umfang ódæðanna því ekki mjög skýrt. Reyna að koma á vopnahléi Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast reyna að miðla málum milli beggja fylkinga í Súdan svo hægt sé að koma á vopnahléi, í það minnsta tímabundnu, og aðstoða fólk á svæðinu. Massad Boulos, sem starfar sem ráðgjafi Hvíta hússins varðandi Afríku, sagði í samtali við AP í dag að þessi vinna hefði staðið yfir í nokkra daga. Hún gengi út á að koma á þriggja mánaða vopnahléi. Þar á eftir kæmi níu mánaða tímabil þar sem reynt yrði að leysa deilurnar með viðræðum. Bandaríkjamenn hafa unnið lengi að því að koma á friði í Súdan í samvinnu við yfirvöld í Sádi-Arabíu, Egyptalandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Furstadæmin hafa staðið þétt við bakið á RSF og eru hergagnasendingar og annars konar aðstoð ríkisins við vígamennina sagðar hafa spilað stóra rullu í að stöðva framsókn stjórnarhersins gegn hópnum fyrr á árinu. Sjá einnig: Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandaríkjamenn hafa aldrei gagnrýnt furstadæmin opinberlega vegna stuðningsins við RSF en hafa þess í stað gagnrýnt alla utanaðkomandi aðila fyrir að senda vopn til Súdan. Átökin bitna verulega á almenningi Abdel Fattah Al Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarherinn sótti svo verulega á í fyrra og í upphafi þessa árs. Herinn rak vígamenn RSF frá Khartoum, höfuðborg Súdan, í mars. RSF hefur notið stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna og hafa að minnsta kosti 150 þúsund fallið vegna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að tugir milljóna þurfi aðstoð.
Súdan Erlend sakamál Mannréttindi Hernaður Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Sjá meira