Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 13:02 Laura Harvey er þjálfari Seattle Reign og hér er mikið í gangi hjá henni á hliðarlínunni. Getty/Alika Jenner Laura Harvey er einn sigursælasti þjálfari bandarísku kvennadeildarinnar í fótbolta undanfarin ár og hún er óhrædd við að nýta sér nýjustu tækni til að ná sem bestum árangri. Harvey, sem er aðalþjálfari Seattle Reign FC, sagðist hafa notað gervigreindarforritið ChatGPT til að fá ráðleggingar um leikaðferðir á síðasta undirbúningstímabili, sem að lokum leiddi til þess að hún og þjálfarateymi hennar prófuðu nýja uppstillingu með fimm varnarmönnum. Þrisvar unnið titilinn Harvey hefur þrisvar sinnum unnið NWSL-skjöldinn og þrisvar sinnum verið valin þjálfari ársins í NWSL. Hún talaði um nytsemi gervigreindarinnar í hlaðvarpinu „Soccerish Podcast“ Seattle Reign head coach Laura Harvey says she has leaned on ChatGPT to help inspire her tactics in the NWSL this season....and it worked! pic.twitter.com/fRUlC1qSD8— Match of the Day (@BBCMOTD) October 31, 2025 Hún hefði hvorki spilað með fimm manna varnarlínu áður né rannsakað hana ítarlega og var í fyrstu ekki hrifin af svari gervigreindarinnar um einkenni eigin liðs. Hún hélt þó áfram að spyrja almennari spurninga um NWSL-deildina. „Og svo sló ég inn: ‚Hvaða uppstillingu ætti maður að nota til að sigra lið í NWSL?‘“ sagði Harvey í viðtali við „Soccerish Podcast“ sem birt var á fimmtudaginn. „Og það taldi upp öll liðin í deildinni og hvaða uppstillingu maður ætti að nota. Ég er ekki að grínast Og fyrir tvö lið – ég ætla ekki að segja hver þau eru, því þá vita þau það – sagði það: ‚Þú ættir að spila með fimm manna varnarlínu.‘ Svo ég gerði það. Í alvöru, það var ástæðan fyrir því að ég gerði það. Ég hugsaði með mér: ‚Hmm, við skulum prófa.‘ Þetta var snemma á tímabilinu. Og ég sagði við þjálfarateymið: ‚Ég er ekki að grínast, þetta er það sem ég gerði.“ Og þau sögðu: „Ha, áhugavert.““ Þjálfarateymið rannsakaði uppstillinguna og kannaði hana ofan í kjölinn til að sjá hvernig hún gæti hentað liðinu. „Okkur leist vel á hana. Og hún virkaði – við unnum leikinn.“ Harvey vildi ekki gefa upp á móti hvaða andstæðingi hún var að prófa uppstillinguna, en svaraði spurningu um hvort það hefði verið Portland Thorns með því að segja að svo væri ekki, „heldur eitt af þeim liðum sem eru virkilega góð.“ Seattle er nú í fjórða sæti NWSL-deildarinnar og hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni fyrir síðustu umferð deildarkeppninnar á sunnudag. Á síðasta ári endaði Reign í 13. sæti af 14 liðum í deildinni. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Harvey, sem er aðalþjálfari Seattle Reign FC, sagðist hafa notað gervigreindarforritið ChatGPT til að fá ráðleggingar um leikaðferðir á síðasta undirbúningstímabili, sem að lokum leiddi til þess að hún og þjálfarateymi hennar prófuðu nýja uppstillingu með fimm varnarmönnum. Þrisvar unnið titilinn Harvey hefur þrisvar sinnum unnið NWSL-skjöldinn og þrisvar sinnum verið valin þjálfari ársins í NWSL. Hún talaði um nytsemi gervigreindarinnar í hlaðvarpinu „Soccerish Podcast“ Seattle Reign head coach Laura Harvey says she has leaned on ChatGPT to help inspire her tactics in the NWSL this season....and it worked! pic.twitter.com/fRUlC1qSD8— Match of the Day (@BBCMOTD) October 31, 2025 Hún hefði hvorki spilað með fimm manna varnarlínu áður né rannsakað hana ítarlega og var í fyrstu ekki hrifin af svari gervigreindarinnar um einkenni eigin liðs. Hún hélt þó áfram að spyrja almennari spurninga um NWSL-deildina. „Og svo sló ég inn: ‚Hvaða uppstillingu ætti maður að nota til að sigra lið í NWSL?‘“ sagði Harvey í viðtali við „Soccerish Podcast“ sem birt var á fimmtudaginn. „Og það taldi upp öll liðin í deildinni og hvaða uppstillingu maður ætti að nota. Ég er ekki að grínast Og fyrir tvö lið – ég ætla ekki að segja hver þau eru, því þá vita þau það – sagði það: ‚Þú ættir að spila með fimm manna varnarlínu.‘ Svo ég gerði það. Í alvöru, það var ástæðan fyrir því að ég gerði það. Ég hugsaði með mér: ‚Hmm, við skulum prófa.‘ Þetta var snemma á tímabilinu. Og ég sagði við þjálfarateymið: ‚Ég er ekki að grínast, þetta er það sem ég gerði.“ Og þau sögðu: „Ha, áhugavert.““ Þjálfarateymið rannsakaði uppstillinguna og kannaði hana ofan í kjölinn til að sjá hvernig hún gæti hentað liðinu. „Okkur leist vel á hana. Og hún virkaði – við unnum leikinn.“ Harvey vildi ekki gefa upp á móti hvaða andstæðingi hún var að prófa uppstillinguna, en svaraði spurningu um hvort það hefði verið Portland Thorns með því að segja að svo væri ekki, „heldur eitt af þeim liðum sem eru virkilega góð.“ Seattle er nú í fjórða sæti NWSL-deildarinnar og hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni fyrir síðustu umferð deildarkeppninnar á sunnudag. Á síðasta ári endaði Reign í 13. sæti af 14 liðum í deildinni. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira