Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Bjarki Sigurðsson skrifar 29. október 2025 13:00 Alfreð Tulinius er stjórnarformaður Vélfags. Axel Þórhallsson Starfsmenn Vélfags á Akureyri tóku yfir opinn fund Viðreisnar í gær. Kröfðu þeir þingmenn flokksins um svör vegna þvinganna sem fyrirtækið sætir. Stjórnarformaður segir mönnum hafa verið heitt í hamsi. Í gærkvöldi voru þrír þingmenn Viðreisnar með opinn fund á Akureyri. Fulltrúar tæknifyrirtækisins Vélfags mættu á fundinn og um langt skeið snerist hann eingöngu um málefni félagsins, en það hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla eiganda félagsins við stjórnvöld í Rússlandi. Alfreð Tulinius, stjórnarformaður Vélfags, segir erfitt að reka fyrirtækið í gegnum þetta. „Það er starfsemi en hún er undir mjög þröngri stjórn Utanríkisráðuneytisins. Bæði hvað varðar samninga sem við megum gera og hvað við megum borga fyrir. Þannig í rauninni er fyrirtækið rekið nánast af ráðuneytinu eins og er,“ segir Alfreð. Eiríkur Björn Björgvinsson, Sigmar Guðmundsson og Ingvar Þóroddsson, þingmenn Viðreisnar, voru til svara á fundinum.Axel Þórhallsson Segjast hafa svarað öllu Forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ítrekað óskað eftir upplýsingum um hvernig þeir losni undan þvingunum en fengið fá svör. „Það virðist eins og það hvíli svo mikil leynd yfir þessu að við sem rekum fyrirtækið fáum heldur engin svör. Við vitum ekki hvað vantar, við erum búin að senda öll gögn. Margsinnis. Það er búið að svara öllum fyrirspurnum,“ segir Alfreð. Starfsmönnum Vélfags var heitt í hamsi, þó svo að umræðurnar hafi verið afar málefnalegar að sögn þingmannanna sem ræddu við þá.Axel Þórhallsson Hitafundur, en málefnalegur Þeir hafi viljað vekja athygli á sinni stöðu, enda þingmennirnir í flokki utanríkisráðherra. Varð einhver hiti þarna á fundinum? „Já, við vorum frekar æstir. Við létum klárlega heyra í okkur,“ segir Alfreð. Vélfagsteymið sem sótti fundinn.Axel Þórhallsson Mér var bent á að þið hefðuð tekið yfir fundinn, gerðist það? „Já, við tókum yfir góðan tíma í byrjun. Ég hafði hugsað mér að taka allan fundinn en af tillitsemi við aðra fundargesti reyndum við að hemja okkur aðeins.“ Gott spjall við Vélfagsmenn Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, var á fundinum og segir í samtali við fréttastofu spjallið við Vélfagsmenn hafa verið gott. Þingmennirnir taki þetta til sín og skoði málið nánar, en bendir á að málið komi ekki til með að fara í gegnum þingið, heldur verður það innan ráðuneytisins. Séu stjórnvöld að brjóta lög verði það að fara í gegnum dómstóla, en félagið hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Akureyri Viðreisn Innrás Rússa í Úkraínu Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Tengdar fréttir Vélfag stefnir ríkinu Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka. 22. september 2025 15:50 Tengist ekki skuggaflota Rússlands Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. 23. júlí 2025 15:43 Eigandi Vélfags segir vinnubrögð ráðuneytisins ekki vera eðlilega stjórnsýslu Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni. 9. október 2025 15:51 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Í gærkvöldi voru þrír þingmenn Viðreisnar með opinn fund á Akureyri. Fulltrúar tæknifyrirtækisins Vélfags mættu á fundinn og um langt skeið snerist hann eingöngu um málefni félagsins, en það hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla eiganda félagsins við stjórnvöld í Rússlandi. Alfreð Tulinius, stjórnarformaður Vélfags, segir erfitt að reka fyrirtækið í gegnum þetta. „Það er starfsemi en hún er undir mjög þröngri stjórn Utanríkisráðuneytisins. Bæði hvað varðar samninga sem við megum gera og hvað við megum borga fyrir. Þannig í rauninni er fyrirtækið rekið nánast af ráðuneytinu eins og er,“ segir Alfreð. Eiríkur Björn Björgvinsson, Sigmar Guðmundsson og Ingvar Þóroddsson, þingmenn Viðreisnar, voru til svara á fundinum.Axel Þórhallsson Segjast hafa svarað öllu Forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ítrekað óskað eftir upplýsingum um hvernig þeir losni undan þvingunum en fengið fá svör. „Það virðist eins og það hvíli svo mikil leynd yfir þessu að við sem rekum fyrirtækið fáum heldur engin svör. Við vitum ekki hvað vantar, við erum búin að senda öll gögn. Margsinnis. Það er búið að svara öllum fyrirspurnum,“ segir Alfreð. Starfsmönnum Vélfags var heitt í hamsi, þó svo að umræðurnar hafi verið afar málefnalegar að sögn þingmannanna sem ræddu við þá.Axel Þórhallsson Hitafundur, en málefnalegur Þeir hafi viljað vekja athygli á sinni stöðu, enda þingmennirnir í flokki utanríkisráðherra. Varð einhver hiti þarna á fundinum? „Já, við vorum frekar æstir. Við létum klárlega heyra í okkur,“ segir Alfreð. Vélfagsteymið sem sótti fundinn.Axel Þórhallsson Mér var bent á að þið hefðuð tekið yfir fundinn, gerðist það? „Já, við tókum yfir góðan tíma í byrjun. Ég hafði hugsað mér að taka allan fundinn en af tillitsemi við aðra fundargesti reyndum við að hemja okkur aðeins.“ Gott spjall við Vélfagsmenn Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, var á fundinum og segir í samtali við fréttastofu spjallið við Vélfagsmenn hafa verið gott. Þingmennirnir taki þetta til sín og skoði málið nánar, en bendir á að málið komi ekki til með að fara í gegnum þingið, heldur verður það innan ráðuneytisins. Séu stjórnvöld að brjóta lög verði það að fara í gegnum dómstóla, en félagið hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu.
Akureyri Viðreisn Innrás Rússa í Úkraínu Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Tengdar fréttir Vélfag stefnir ríkinu Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka. 22. september 2025 15:50 Tengist ekki skuggaflota Rússlands Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. 23. júlí 2025 15:43 Eigandi Vélfags segir vinnubrögð ráðuneytisins ekki vera eðlilega stjórnsýslu Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni. 9. október 2025 15:51 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Vélfag stefnir ríkinu Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka. 22. september 2025 15:50
Tengist ekki skuggaflota Rússlands Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. 23. júlí 2025 15:43
Eigandi Vélfags segir vinnubrögð ráðuneytisins ekki vera eðlilega stjórnsýslu Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni. 9. október 2025 15:51