Vélfag stefnir ríkinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2025 15:50 Höfuðstöðvar Vélfags á Akureyri. Fyrirtækið selur ýmsan tæknibúnað sem tengist sjávarútvegi. Vélfag Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka. Viðskiptaþvinganirnar sem Vélfag sætir eru hluti af aðgerðum Íslands, Evrópusambandsins og Noregs gegn rússneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fyrri eigandi fyrirtækisins, rússneska fyrirtækið Norebo, er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa, flota skipa sem þeir nota til þess að komast í kringum refsiaðgerðir og fremja skemmdarverk gegn vestrænum ríkjum. Ivan Nicolai Kaufmann, sem á 82 prósenta hlut í Vélfagi í gegnum félag í Hong Kong, hefur gagnrýnt bæði utanríkisráðuneytið og Arion banka. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins á Akureyri hefur sagt starfi sínu lausu og níu starfsmönnum verið sagt upp störfum. „Síðasta fimmtudag var höfðað fyrsta málið gegn íslenska ríkinu í svokölluðu „Vélfagsmáli“ í Reykjavík. Gera má ráð fyrir frekari málshöfðunum bæði á Íslandi og í Lúxemborg (EFTA og EES),“ segir í fréttatilkynningu frá Vélfagi. „Á föstudaginn gaf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra, út nýja ákvörðun þar sem segir að Vélfag verði sent í gjaldþrot innan fjögurra vikna nema félagið leggi fram „afgerandi gögn eða upplýsingar“. Hins vegar hefur ráðuneytið ekki tilgreint hvaða gagna sé krafist. Á sama tíma var undanþáguramminn þrengdur enn frekar sem setur frekari hindranir á rekstur félagsins. Þessi ákvörðun stendur í beinni mótsögn við fyrri yfirlýsingu ráðherrans um að Vélfag sé „strategískt mikilvægt fyrir íslenskan sjávarútveg.““ Vélfag segir 84% af íslenskum frystitogurum búnir vélum frá Vélfagi. „Tækni félagsins er einnig í notkun í sumum af öflugustu landvinnslum Íslands. Afleiðingar nauðungarlokunar væru alvarlegar fyrir greinina í heild, þar sem yfir 20 störf á Akureyri væru í húfi og grundvallarstarfsemi íslensks sjávarútvegs væri raskað. Fulltrúar greinarinnar óttast að þessar aðgerðir séu ekki afleiðingar einfaldrar stjórnsýslulegrar vanrækslu heldur virðist hér vera um að ræða markvísa – og ólögmæta – tilraun til að brjóta niður að öllu leyti heilbrigt íslenskt fyrirtæki. Slíkar aðgerðir gætu leitt til umfangsmikilla málaferla vegna skaðabóta gegn íslenska ríkinu, sem að lokum myndi lenda á skattgreiðendum.“ Vélfag áréttar að hvorki Vitaly Orlov, Nikita Orlov né núverandi meirihlutaeigandi, fyrrnefndur Kaufmann, hafa nokkru sinni verið á viðurlagalista. „Einnig er engin tenging milli núverandi hluthafa og Norebo. Löggjöf Evrópusambandsins um viðurlög er skýr í þessu samhengi: Íslandi hefur hvorki verið falið né hefur rétt til að setja Vélfag eða hluthafa þess á lista. Ljóst er að evrópskur dómstóll muni taka skýra ákvörðun í þessu máli.“ Þegar Ríkisútvarpið fjallaði um aðgerðirnar gegn Vélfagi á dögunum kom fram að Kaufmann væri talinn samstarfsmaður eigenda Norebo. Morgunblaðið sagði að samkvæmt sínum heimildum væru kaup Kaufmann á Titania talin hafa verið til málamynda. Nafn Kaufmann þessa, sem Morgunblaðið segir að hafi fæðst í Liechtenstein en sé búsettur í Sviss, kom meðal annars fram í Panamaskjölunum svonefndu vegna aflandsfélags sem hann átti á Bresku Jómfrúareyjum. Aðgerðirnar sem nú séu reknar séu óhóflegar, byggðar á veikum lagagrundvelli og veki alvarlegar spurningar. „Fyrir hvern starfa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Arion banki með því að ryðja brautina fyrir gjaldþrot Vélfags?“ Arion banki Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Akureyri Sjávarútvegur Viðskiptaþvinganir Tækni Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Sjá meira
Viðskiptaþvinganirnar sem Vélfag sætir eru hluti af aðgerðum Íslands, Evrópusambandsins og Noregs gegn rússneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fyrri eigandi fyrirtækisins, rússneska fyrirtækið Norebo, er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa, flota skipa sem þeir nota til þess að komast í kringum refsiaðgerðir og fremja skemmdarverk gegn vestrænum ríkjum. Ivan Nicolai Kaufmann, sem á 82 prósenta hlut í Vélfagi í gegnum félag í Hong Kong, hefur gagnrýnt bæði utanríkisráðuneytið og Arion banka. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins á Akureyri hefur sagt starfi sínu lausu og níu starfsmönnum verið sagt upp störfum. „Síðasta fimmtudag var höfðað fyrsta málið gegn íslenska ríkinu í svokölluðu „Vélfagsmáli“ í Reykjavík. Gera má ráð fyrir frekari málshöfðunum bæði á Íslandi og í Lúxemborg (EFTA og EES),“ segir í fréttatilkynningu frá Vélfagi. „Á föstudaginn gaf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra, út nýja ákvörðun þar sem segir að Vélfag verði sent í gjaldþrot innan fjögurra vikna nema félagið leggi fram „afgerandi gögn eða upplýsingar“. Hins vegar hefur ráðuneytið ekki tilgreint hvaða gagna sé krafist. Á sama tíma var undanþáguramminn þrengdur enn frekar sem setur frekari hindranir á rekstur félagsins. Þessi ákvörðun stendur í beinni mótsögn við fyrri yfirlýsingu ráðherrans um að Vélfag sé „strategískt mikilvægt fyrir íslenskan sjávarútveg.““ Vélfag segir 84% af íslenskum frystitogurum búnir vélum frá Vélfagi. „Tækni félagsins er einnig í notkun í sumum af öflugustu landvinnslum Íslands. Afleiðingar nauðungarlokunar væru alvarlegar fyrir greinina í heild, þar sem yfir 20 störf á Akureyri væru í húfi og grundvallarstarfsemi íslensks sjávarútvegs væri raskað. Fulltrúar greinarinnar óttast að þessar aðgerðir séu ekki afleiðingar einfaldrar stjórnsýslulegrar vanrækslu heldur virðist hér vera um að ræða markvísa – og ólögmæta – tilraun til að brjóta niður að öllu leyti heilbrigt íslenskt fyrirtæki. Slíkar aðgerðir gætu leitt til umfangsmikilla málaferla vegna skaðabóta gegn íslenska ríkinu, sem að lokum myndi lenda á skattgreiðendum.“ Vélfag áréttar að hvorki Vitaly Orlov, Nikita Orlov né núverandi meirihlutaeigandi, fyrrnefndur Kaufmann, hafa nokkru sinni verið á viðurlagalista. „Einnig er engin tenging milli núverandi hluthafa og Norebo. Löggjöf Evrópusambandsins um viðurlög er skýr í þessu samhengi: Íslandi hefur hvorki verið falið né hefur rétt til að setja Vélfag eða hluthafa þess á lista. Ljóst er að evrópskur dómstóll muni taka skýra ákvörðun í þessu máli.“ Þegar Ríkisútvarpið fjallaði um aðgerðirnar gegn Vélfagi á dögunum kom fram að Kaufmann væri talinn samstarfsmaður eigenda Norebo. Morgunblaðið sagði að samkvæmt sínum heimildum væru kaup Kaufmann á Titania talin hafa verið til málamynda. Nafn Kaufmann þessa, sem Morgunblaðið segir að hafi fæðst í Liechtenstein en sé búsettur í Sviss, kom meðal annars fram í Panamaskjölunum svonefndu vegna aflandsfélags sem hann átti á Bresku Jómfrúareyjum. Aðgerðirnar sem nú séu reknar séu óhóflegar, byggðar á veikum lagagrundvelli og veki alvarlegar spurningar. „Fyrir hvern starfa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Arion banki með því að ryðja brautina fyrir gjaldþrot Vélfags?“
Arion banki Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Akureyri Sjávarútvegur Viðskiptaþvinganir Tækni Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Sjá meira