Innlent

Hálka á höfuð­borgar­svæðinu og Hellis­heiði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Færðin nú í morgunsárið.
Færðin nú í morgunsárið. vegagerðin

Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Viðvörunin verður að óbreyttu í gildi til klukkan 11.

Samkvæmt umferdin.is er hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði, snjóþekja í Þrengslunum og hálkublettir umhverfis Akureyri. Ekki er vitað um ástand vega fyrir austan. Snjóþekja er á vegum austan við Selfoss og unnið að mokstri á Suðurlandi.

Veðurstofa spáir norðlægri átt, 5 til 13 m/s. Él um landið norðanvert, og snjókoma eða slydda á Suðausturlandi fyrri part dags, en bjart að mestu suðvestantil. Frost víða 0 til 7 stig yfir daginn.

Vestan 10-18 norðantil í fyrramálið og snjókoma með köflum, en dregur síðan úr vindi. Mun hægari og yfirleitt þurrt í öðrum landshlutum, en stöku él við ströndina. Áfram svalt.

Vaxandi norðaustanátt seint annað kvöld og hlýnar við austurströndina með dálítilli rigningu eða slyddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×