Fótbolti

Sjáðu ís­kaldan Kol­bein skora dýr­mætt mark

Sindri Sverrisson skrifar
Kolbeini Þórðarsyni var ákaft fagnað eftir markið sem hann skoraði í dag.
Kolbeini Þórðarsyni var ákaft fagnað eftir markið sem hann skoraði í dag. Skjáskot/HBO Max

Kolbeinn Þórðarson skoraði eitt marka IFK Gautaborgar þegar liðið vann afar mikilvælgan sigur gegn Halmstad og hélt sér í baráttunni um Evrópusæti, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Kolbeinn hefur verið í stóru hlutverki hjá Gautaborg á leiktíðinni og var það svo sannarlega í 3-0 sigrinum í dag.

Hann fiskaði aukaspyrnuna sem fyrsta markið kom úr og skoraði svo sjálfur annað markið snemma í seinni hálfleik, þegar hann sýndi afar mikla yfirvegun í teignum áður en hann skilaði boltanum í netið.

Markið má sjá hér að neðan.

Sigurinn þýðir að Gautaborg er í 4. sæti deildarinnar með 47 stig, aðeins stigi á eftir GAIS í baráttunni um Evrópusæti. Gautaborg á þó aðeins tvo leiki eftir og GAIS þrjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×