Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2025 16:32 Albert Guðmundsson skoraði úr þessari vítaspyrnu. Getty/Gabriele Maltinti Albert Guðmundsson skoraði úr vítaspyrnu fyrir Fiorentina í dag en það dugði ekki til að koma liðinu úr fallsæti í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Niðustaðan varð 2-2 jafntefli í dramatískum leik við Bologna. Bologna komst í 2-0 snemma í seinni hálfleiknum og útlitið var því dökkt þegar Albert tók vítaspyrnu á 73. mínútu. Spyrna hans var afar öruggt, neðst í hornið. Bologna missti svo Emil Holm af velli með rautt spjald á 83. mínútu og heimamenn reyndu hvað þeir gátu að jafna metin. Það tókst að lokum, þegar Moise Kean nældi í vítaspyrnu í uppbótartímanum. Í þetta sinn vildi Kean fá að taka spyrnuna, sem hann og gerði og skoraði jöfnunarmarkið. Þá var enn tími til að skora sigurmark en það tókst ekki og er Fiorentina því enn í fallsæti, með aðeins fjögur stig eftir átta leiki. Bologna er í 5. sæti með 14 stig. Ítalski boltinn
Albert Guðmundsson skoraði úr vítaspyrnu fyrir Fiorentina í dag en það dugði ekki til að koma liðinu úr fallsæti í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Niðustaðan varð 2-2 jafntefli í dramatískum leik við Bologna. Bologna komst í 2-0 snemma í seinni hálfleiknum og útlitið var því dökkt þegar Albert tók vítaspyrnu á 73. mínútu. Spyrna hans var afar öruggt, neðst í hornið. Bologna missti svo Emil Holm af velli með rautt spjald á 83. mínútu og heimamenn reyndu hvað þeir gátu að jafna metin. Það tókst að lokum, þegar Moise Kean nældi í vítaspyrnu í uppbótartímanum. Í þetta sinn vildi Kean fá að taka spyrnuna, sem hann og gerði og skoraði jöfnunarmarkið. Þá var enn tími til að skora sigurmark en það tókst ekki og er Fiorentina því enn í fallsæti, með aðeins fjögur stig eftir átta leiki. Bologna er í 5. sæti með 14 stig.