Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. október 2025 18:28 Sigmundur Davíð er allt annað en sáttur með fermingarfræðsluna á Akureyri. Á myndinni er turn Lindarkirkju, sem tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Ívar Fannar/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur stigið inn í umræðuna um kynfræðslu í fermingarfræðslunni í Glerárkirkju. Segir hann að Jesú, María mey, lærisveinarnir og María Magdalena séu svívirt í fræðslunni og gerð að persónum í klámsögu, en klámkennt kennsluefni af þessu tagi í fermingafræðslu sé slíkur yfirgangur að það stappi nærri sturlun. Greint var frá því á Akureyri.net í gær að ekki hafi öllum foreldrum staðið á sama eftir fræðslukvöld fermingarbarna í Glerárkirkju í nýliðinni viku, þar sem Sigga Dögg kynfræðingur var með fræðslu. Börnin frædd um mikilvægi sjálfsfróunar Ingþór Örn Valdimarsson greindi frá því að hann hefði sagt dóttur sína úr fermingarfræðslunni eftir fræðslukvöldið, eftir að hafa setið undir því sem hann kallaði Guðlast, undir hlátri og klappi presta kirkjunnar. Meðal annars hafi börnunum verið sagt frá mikilvægi sjálfsfróunar á köldum vetrarkvöldum og ágæti þess að skoða líkama hvert annars, með tilheyrandi glærum. Færsla Ingþórs. Sigga Dögg kynfræðingur svaraði fyrir sig í útvarpsviðtali í gær þar sem hún sagði kynfræðslu fara misvel í fólk. Hún vildi kenna börnum að Jesú fagnaði ástinni og þau megi gera það líka, markmið hennar væri að valdefla börnin. Hún hafi ekkert talað um Maríu mey í fyrirlestrinum. Auk þess hafi fjöldi foreldra og fermingarbarna sem sóttu fræðsluna verið ánægð með hana. „Kynfræðsla fer misvel í fólk, ég fer misvel í fólk. Svo fara kristin gildi misvel í fólk, það er alveg pláss fyrir það. Það er eðlilegt að hlutir fari misvel í fólk,“ sagði Sigga Dögg. Tólf ára börn hvött til tilraunastarfsemi í kynlífi Sigmundur Davíð segir í færslu á samfélagsmiðlum að frásagnirnar af fermingarfræðslunni á Akureyri séu því miður réttar. „...eins súrrealískt og galið það er að 12-13 ára börn í FERMINGARFRÆÐSLU séu þar hvött til hinnar ýmsu tilraunastarfsemi í kynlífi og það í kirkju.“ „Við höfum séð dæmi um ótrúlega klámkennt kennsluefni fyrir börn niður í 7 ára, m.a. í skólum í Reykjavík en það að blanda slíku í fermingarfræðslu er yfirgangur að því marki að það stappar nærri sturlun.“ Viðbrögð presta og annarra sem svara fyrir málið séu síst til þess fallin að bæta það. Þar birtist fyrst og fremst forherðing, skætingur og útúrsnúningar. Þjóðkirkjan þurfi að taka sér tak „Það er gott að við búum í frjálslyndu samfélagi þar sem kynlíf fólks varðar hvorki ríki né kirkju. Fullorðið fólk er og á að vera frjálst til að ræða þessi mál að vild og sinna hugðarefnum sínum svo framarlega sem það brýtur ekki á öðrum og blandar ekki börnum í málið,“ segir Sigmundur. Þjóðkirkjan þurfi hins vegar að fara taka sér tak og ná aftur tengingu við himin eða jörð, helst hvort tveggja. Þjóðkirkjan Trúmál Akureyri Miðflokkurinn Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Greint var frá því á Akureyri.net í gær að ekki hafi öllum foreldrum staðið á sama eftir fræðslukvöld fermingarbarna í Glerárkirkju í nýliðinni viku, þar sem Sigga Dögg kynfræðingur var með fræðslu. Börnin frædd um mikilvægi sjálfsfróunar Ingþór Örn Valdimarsson greindi frá því að hann hefði sagt dóttur sína úr fermingarfræðslunni eftir fræðslukvöldið, eftir að hafa setið undir því sem hann kallaði Guðlast, undir hlátri og klappi presta kirkjunnar. Meðal annars hafi börnunum verið sagt frá mikilvægi sjálfsfróunar á köldum vetrarkvöldum og ágæti þess að skoða líkama hvert annars, með tilheyrandi glærum. Færsla Ingþórs. Sigga Dögg kynfræðingur svaraði fyrir sig í útvarpsviðtali í gær þar sem hún sagði kynfræðslu fara misvel í fólk. Hún vildi kenna börnum að Jesú fagnaði ástinni og þau megi gera það líka, markmið hennar væri að valdefla börnin. Hún hafi ekkert talað um Maríu mey í fyrirlestrinum. Auk þess hafi fjöldi foreldra og fermingarbarna sem sóttu fræðsluna verið ánægð með hana. „Kynfræðsla fer misvel í fólk, ég fer misvel í fólk. Svo fara kristin gildi misvel í fólk, það er alveg pláss fyrir það. Það er eðlilegt að hlutir fari misvel í fólk,“ sagði Sigga Dögg. Tólf ára börn hvött til tilraunastarfsemi í kynlífi Sigmundur Davíð segir í færslu á samfélagsmiðlum að frásagnirnar af fermingarfræðslunni á Akureyri séu því miður réttar. „...eins súrrealískt og galið það er að 12-13 ára börn í FERMINGARFRÆÐSLU séu þar hvött til hinnar ýmsu tilraunastarfsemi í kynlífi og það í kirkju.“ „Við höfum séð dæmi um ótrúlega klámkennt kennsluefni fyrir börn niður í 7 ára, m.a. í skólum í Reykjavík en það að blanda slíku í fermingarfræðslu er yfirgangur að því marki að það stappar nærri sturlun.“ Viðbrögð presta og annarra sem svara fyrir málið séu síst til þess fallin að bæta það. Þar birtist fyrst og fremst forherðing, skætingur og útúrsnúningar. Þjóðkirkjan þurfi að taka sér tak „Það er gott að við búum í frjálslyndu samfélagi þar sem kynlíf fólks varðar hvorki ríki né kirkju. Fullorðið fólk er og á að vera frjálst til að ræða þessi mál að vild og sinna hugðarefnum sínum svo framarlega sem það brýtur ekki á öðrum og blandar ekki börnum í málið,“ segir Sigmundur. Þjóðkirkjan þurfi hins vegar að fara taka sér tak og ná aftur tengingu við himin eða jörð, helst hvort tveggja.
Þjóðkirkjan Trúmál Akureyri Miðflokkurinn Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira