Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2025 14:41 Pappír sem er safnað í bláar flokkunartunnur við heimili er sendur erlendis til endurvinnslu. Undanfarin tvö ár hafa drykkjarfernur verið flokkaðar sérstaklega úr en því verður nú hætt tímabundið á meðan skilvirkari og umhverfisvænni leiðar er leitað. Vísir/Arnar SORPA ætlar að hætta að láta flokka drykkjarfernur sérstaklega frá pappír sem er sendur erlendis til endurvinnslu. Ástæðan er sögð sú að flokkunin skili afar litlum árangri, auki losun koltvísýrings og sé kostnaðarsöm. Pappírsumbúðir hafa verið sendar úr landi til þess að flokka drykkjarfernur sérstaklega frá öðrum pappírsumbúðum og senda þær í sérhæfða endurvinnslu undanfarin tvö ár. Hönnun fernanna þýðir að almennar endurvinnsluaðferðir fyrir pappa duga ekki á þær og fara þarf með þær í sérhæfða endurvinnslu. Gripið var til þess ráðs að láta flokka fernurnar eftir að í ljós kom að fyrirtækið sem tók við pappaúrgangi frá SORPU gat ekki ábyrgst að þær væru endurunnar. Fernurnar voru því brenndar í staðinn. Í tilkynningu frá SORPU um að ákveðið hafi verið að hætta að flokka pappírsúrgang sem flokkaður er við heimili og er sendur til endurvinnslu kemur fram að athuganir síðustu tvö ár hafi leitt í ljós að fyrirkomulagið skili litlum árangri, sé verra fyrir loftslagið og sé dýrt. Þannig skili þessi sérhæfða endurvinnsla aðeins um 0,5 prósent auknum heildarárangri í endurvinnslu pappírs, úr 90,3 prósentum í 90,8 prósent. Hagfræðistofnun hafi jafnframt bent á í skýrslu í síðasta mánuði að núverandi fyrirkomulagi fylgi meiri koltvísýringslosun en fyrra ferli. Sérflokkunin kosti þar að auki um sjötíu milljónir króna á ári. Í ljósi þess að Úrvinnslusjóður hafi hafnað kröfu SORPU um að greiða þann kostnað legðist hann ofan á sorphirðugjöld sem heimilin á höfuðborgarsvæðinu greiða. Standa sig vel í endurvinnslu SORPA segist nú leita að skilvirkari, umhverfisvænni og hagkvæmari leið til að safna og meðhöndla drykkjarfernur, meðal annars í samráði við framleiðendur drykkjarvara og smásölufyrirtækja. „Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarin ár staðið mjög sig vel í flokkun á öllum flokkum, sem er forsenda endurvinnslu. SORPA biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu því eftir sem áður að setja drykkjarfernur í tunnuna fyrir pappír við heimili meðan leitað er leiða til að koma þeim í sérhæfða endurvinnslu,“ segir í tilkynningunni. Sorpa Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Pappírsumbúðir hafa verið sendar úr landi til þess að flokka drykkjarfernur sérstaklega frá öðrum pappírsumbúðum og senda þær í sérhæfða endurvinnslu undanfarin tvö ár. Hönnun fernanna þýðir að almennar endurvinnsluaðferðir fyrir pappa duga ekki á þær og fara þarf með þær í sérhæfða endurvinnslu. Gripið var til þess ráðs að láta flokka fernurnar eftir að í ljós kom að fyrirtækið sem tók við pappaúrgangi frá SORPU gat ekki ábyrgst að þær væru endurunnar. Fernurnar voru því brenndar í staðinn. Í tilkynningu frá SORPU um að ákveðið hafi verið að hætta að flokka pappírsúrgang sem flokkaður er við heimili og er sendur til endurvinnslu kemur fram að athuganir síðustu tvö ár hafi leitt í ljós að fyrirkomulagið skili litlum árangri, sé verra fyrir loftslagið og sé dýrt. Þannig skili þessi sérhæfða endurvinnsla aðeins um 0,5 prósent auknum heildarárangri í endurvinnslu pappírs, úr 90,3 prósentum í 90,8 prósent. Hagfræðistofnun hafi jafnframt bent á í skýrslu í síðasta mánuði að núverandi fyrirkomulagi fylgi meiri koltvísýringslosun en fyrra ferli. Sérflokkunin kosti þar að auki um sjötíu milljónir króna á ári. Í ljósi þess að Úrvinnslusjóður hafi hafnað kröfu SORPU um að greiða þann kostnað legðist hann ofan á sorphirðugjöld sem heimilin á höfuðborgarsvæðinu greiða. Standa sig vel í endurvinnslu SORPA segist nú leita að skilvirkari, umhverfisvænni og hagkvæmari leið til að safna og meðhöndla drykkjarfernur, meðal annars í samráði við framleiðendur drykkjarvara og smásölufyrirtækja. „Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarin ár staðið mjög sig vel í flokkun á öllum flokkum, sem er forsenda endurvinnslu. SORPA biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu því eftir sem áður að setja drykkjarfernur í tunnuna fyrir pappír við heimili meðan leitað er leiða til að koma þeim í sérhæfða endurvinnslu,“ segir í tilkynningunni.
Sorpa Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira