Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Bjarki Sigurðsson skrifar 16. október 2025 23:02 Willum Þór Þórsson er forseti ÍSÍ. Vísir/Ívar Fannar Óbreytt ástand á veðmálamarkaði er óboðlegt að sögn forseta Íþrótta- og ólympíusambandsins. Hann skorar á stjórnvöld að ráðast í breytingar sem allra fyrst. Lög um fjárhættuspil hafa ekki tekið breytingum síðan árið 2011. Á þessum fjórtán árum hefur umhverfi veðmála tekið gífurlegum breytingum. Sí fleiri veðja og hlutdeild ólöglegra erlendra síðna hefur tvöfaldast. Íslendingar veðja fyrir tuttugu milljarða á ári. Stærstu sérleyfishafarnir á veðmálamarkaðinum eru Íslensk getspá og Íslenskar getraunir. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) á stærsta hlutann í báðum félögum og hefur stjórn sambandsins hingað til barist ötullega fyrir því að banna ólöglegu erlendu veðmálasíðurnar, enda verður sambandið af tekjum vegna þeirra. „Við erum í þeirri stöðu að verða að horfa heildstætt á þetta og finna leið bæði til að verja og huga að lýðheilsu þjóðar. En tryggja það að íþróttahreyfingin geti verið tæki til forvarnar og lýðheilsu,“ segir Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ. Er ÍSÍ til í að taka þátt í samræðu um breytingu á þessum lögum? Sama hvort aðhald verður aukið eða markaðurinn opnaður frekar, þá er ÍSÍ tilbúið að taka þátt í þessu? „Algjörlega og við erum þegar búin að hefja þetta samtal.“ Hann biðlar til stjórnvalda að taka málaflokkinn upp ásamt sambandinu og endurskoða löggjöfina. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af dómsmálaráðherra vegna þessara mála síðustu vikur, án árangurs. „Núverandi staða er ekki boðleg. Við þurfum að taka grunnafstöðuna út frá forvörnum og lýðheilsu og svo verðum við að finna þá leið sem er fær. Í nútímasamfélagi er þetta eilítið flóknara þegar þetta er farið að snúa um tækni. Þessi stóru veðmálafyrirtæki sem eru að vinna á alþjóðagrunni eru mikil tæknifyrirtæki,“ segir Willum. Fjárhættuspil Börn og uppeldi Íþróttir barna Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Lög um fjárhættuspil hafa ekki tekið breytingum síðan árið 2011. Á þessum fjórtán árum hefur umhverfi veðmála tekið gífurlegum breytingum. Sí fleiri veðja og hlutdeild ólöglegra erlendra síðna hefur tvöfaldast. Íslendingar veðja fyrir tuttugu milljarða á ári. Stærstu sérleyfishafarnir á veðmálamarkaðinum eru Íslensk getspá og Íslenskar getraunir. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) á stærsta hlutann í báðum félögum og hefur stjórn sambandsins hingað til barist ötullega fyrir því að banna ólöglegu erlendu veðmálasíðurnar, enda verður sambandið af tekjum vegna þeirra. „Við erum í þeirri stöðu að verða að horfa heildstætt á þetta og finna leið bæði til að verja og huga að lýðheilsu þjóðar. En tryggja það að íþróttahreyfingin geti verið tæki til forvarnar og lýðheilsu,“ segir Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ. Er ÍSÍ til í að taka þátt í samræðu um breytingu á þessum lögum? Sama hvort aðhald verður aukið eða markaðurinn opnaður frekar, þá er ÍSÍ tilbúið að taka þátt í þessu? „Algjörlega og við erum þegar búin að hefja þetta samtal.“ Hann biðlar til stjórnvalda að taka málaflokkinn upp ásamt sambandinu og endurskoða löggjöfina. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af dómsmálaráðherra vegna þessara mála síðustu vikur, án árangurs. „Núverandi staða er ekki boðleg. Við þurfum að taka grunnafstöðuna út frá forvörnum og lýðheilsu og svo verðum við að finna þá leið sem er fær. Í nútímasamfélagi er þetta eilítið flóknara þegar þetta er farið að snúa um tækni. Þessi stóru veðmálafyrirtæki sem eru að vinna á alþjóðagrunni eru mikil tæknifyrirtæki,“ segir Willum.
Fjárhættuspil Börn og uppeldi Íþróttir barna Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira