Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Bjarki Sigurðsson skrifar 6. september 2025 19:58 Sævar Þór Sveinsson er viðskiptafræðingur og ritstjóri miðilsins Utan vallar. Vísir/@ghinfocus Viðskiptafræðingur veltir því fyrir sér hvort núverandi starfsumhverfi veðmálafyrirtækja valdi því að íslensk íþróttafélög verði af milljörðum króna. Flest íþróttafélaga landsins lepji nánast dauðann úr skel. Á Íslandi mega eingöngu fyrirtæki með sérleyfi frá stjórnvöldum bjóða upp á fjárhættuspil, svo sem spilakassa, happdrætti og íþróttaveðmál. Fyrirtækin þurfa að uppfylla ýmis skilyrði, þar á meðal má eingöngu afla fjár til almannaheillar hér á landi. Einungis átta prósent hlutdeild Íslensk getspá er þannig eina félagið sem býður upp á íþróttaveðmál og rennur ágóði til íþróttahreyfingarinnar hér á landi. Þeir sem veðja geta valið sér íþróttafélag til að heita á og fær viðkomandi félag greiðslur fyrir. Á síðasta ári fengu félögin 318 milljónir fyrir. „Átta prósent af spilatekjum úr íþróttaveðmálum renna til Íslenskra getrauna. Með öðrum orðum, 92 prósent spilatekna renna úr landi til veðmálafyrirtækja sem hafa ekki leyfi til að starfa á Íslandi,“ segir Sævar Þór Sveinsson, ritstjóri miðilsins Utan vallar, þar sem hann fjallar um allt sem við kemur fjármálum í heimi íþróttanna. Taki upp starfsleyfi Hann veltir því fyrir sér hvort þarna séu íslensku félögin að verða af gríðarlegum tekjum. „Ég setti upp ímyndaðan raunveruleika þar sem ég gaf mér þær forsendur að við hættum með þetta sérleyfiskerfi og tækjum upp starfsleyfi. Þá gætu öll veðmálafyrirtæki starfað hér á landi samkvæmt lögum. Þessi starfsleyfi yrðu með því skilyrði að þau væru með sama áheitakerfi og lengjan er með. Miðað við þær forsendur, þá erum við að tala um tæpa fjóra milljarða króna sem hefðu mögulega geta runnið til íslenskra íþróttafélaga,“ segir Sævar. Mikið hark Starfsleyfisfyrirkomulagið hefur lengi verið til umræðu, en það fyrirkomulag tíðkast á hinum Norðurlöndunum, fyrir utan í Noregi. Með því væri hægt að sækja auknar skatttekjur, og mögulega greiðslur til íþróttafélaganna. „Það er mikið hark í rekstrinum hjá langflestum íþróttafélögum á Íslandi. Þú þarft alveg að telja hverja einustu krónu. Ég held að íþróttafélögin væru alls ekki á móti því að fá meiri pening,“ segir Sævar. Fjárhættuspil Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Á Íslandi mega eingöngu fyrirtæki með sérleyfi frá stjórnvöldum bjóða upp á fjárhættuspil, svo sem spilakassa, happdrætti og íþróttaveðmál. Fyrirtækin þurfa að uppfylla ýmis skilyrði, þar á meðal má eingöngu afla fjár til almannaheillar hér á landi. Einungis átta prósent hlutdeild Íslensk getspá er þannig eina félagið sem býður upp á íþróttaveðmál og rennur ágóði til íþróttahreyfingarinnar hér á landi. Þeir sem veðja geta valið sér íþróttafélag til að heita á og fær viðkomandi félag greiðslur fyrir. Á síðasta ári fengu félögin 318 milljónir fyrir. „Átta prósent af spilatekjum úr íþróttaveðmálum renna til Íslenskra getrauna. Með öðrum orðum, 92 prósent spilatekna renna úr landi til veðmálafyrirtækja sem hafa ekki leyfi til að starfa á Íslandi,“ segir Sævar Þór Sveinsson, ritstjóri miðilsins Utan vallar, þar sem hann fjallar um allt sem við kemur fjármálum í heimi íþróttanna. Taki upp starfsleyfi Hann veltir því fyrir sér hvort þarna séu íslensku félögin að verða af gríðarlegum tekjum. „Ég setti upp ímyndaðan raunveruleika þar sem ég gaf mér þær forsendur að við hættum með þetta sérleyfiskerfi og tækjum upp starfsleyfi. Þá gætu öll veðmálafyrirtæki starfað hér á landi samkvæmt lögum. Þessi starfsleyfi yrðu með því skilyrði að þau væru með sama áheitakerfi og lengjan er með. Miðað við þær forsendur, þá erum við að tala um tæpa fjóra milljarða króna sem hefðu mögulega geta runnið til íslenskra íþróttafélaga,“ segir Sævar. Mikið hark Starfsleyfisfyrirkomulagið hefur lengi verið til umræðu, en það fyrirkomulag tíðkast á hinum Norðurlöndunum, fyrir utan í Noregi. Með því væri hægt að sækja auknar skatttekjur, og mögulega greiðslur til íþróttafélaganna. „Það er mikið hark í rekstrinum hjá langflestum íþróttafélögum á Íslandi. Þú þarft alveg að telja hverja einustu krónu. Ég held að íþróttafélögin væru alls ekki á móti því að fá meiri pening,“ segir Sævar.
Fjárhættuspil Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira