Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 18:20 Daníel Þór Ólason er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í spilafíkn. Vísir/Einar Sífellt fleiri ungir karlmenn lenda í spilavanda eftir að hafa stundað veðmál á ólöglegum veðmálasíðum að sögn prófessors við Háskóla Íslands. Mikilvægt sé að stjórnvöld bregðist við og hætti að skella skolleyrum við vandanum. KSÍ og ÍSÍ hafa í sumar varað við vaxandi vinsældum veðmálasíða þar sem veðjað er á úrslit leika. Slíkt geti ógnað trúverðugleika íþróttanna og dregið úr ánægju þátttakenda. Ungir karlmenn séu langfjölmennastir spilara og því útsettir fyrir spilafíkn. Þrátt fyrir að erlendar veðmálasíður séu ólöglegar hér á landi starfi þær óáreittar. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Daníel Þór Ólason prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands hefur gert faraldsfræðilegar rannsóknir á peningaspilum síðustu 20 ár. Hann segir vandann hafa aukist mikið á örfáum árum. „Það eru sífellt fleiri og fleiri sem taka þátt í veðmálum á erlendum vefsíðum.Við sjáum að yngri aldurshóparnir eða 18-25 ára og 26-40 ára eru fjölmennastir og þar eru fyrst og fremst karlar að spila,“ segir Daníel. Hann segir að fyrir um 20 árum hafi afar fáir veðjað hér á landi á erlendum vefsíðum. En nú sé um og yfir þriðjungur 18-25 ára karla sem segist hafa veðjað á erlendum veðmálasíðum. Fyrst og fremst á fótboltaleiki. „Nú sjáum við það sérstaklega meðal ungra karlmanna að það sem helst spáir fyrir hvort þú lendir í vanda er hversu mikið þú spilar á erlendum vefsíðum,“ segir hann. Samfara aukinni þátttöku aukist spilavandinn. „Það eru fleiri ungir karlmenn að lenda í vanda vegna þátttöku sinnar á erlendum vefsíðum,“ segir Daníel. Hann nefnir nokkrar af stærstu erlendu veðmála síðunum sem séu umfangsmiklar hér á landi. En samkvæmt tveggja ára úttekt Viðskiptaráðs eyddu Íslendingar rúmum níu milljörðum á erlendum veðmálasíðum á ári hverju. „Veðmálasíðurnar Coobet og Betson eru áberandi hér á landi. Þær bjóða notendum sínum meira segja upp á íslensku,“ segir hann. Hann tekur undir með ÍSI og KSÍ um að stjórnvöld þurfi að bregðast við þessari þróun með lagasetningu. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki brugðist við með neinum hætti.Það eru til nokkrar leiðir til að bregðast við. Til að mynda er hægt að krefjast þess að fjármálastofnanir hér á landi eigi ekki viðskipti við síður af þessu tagi,“ segir Daníel. Fjárhættuspil Íþróttir barna Tengdar fréttir Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. 16. ágúst 2025 13:18 Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. 27. júlí 2025 23:29 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
KSÍ og ÍSÍ hafa í sumar varað við vaxandi vinsældum veðmálasíða þar sem veðjað er á úrslit leika. Slíkt geti ógnað trúverðugleika íþróttanna og dregið úr ánægju þátttakenda. Ungir karlmenn séu langfjölmennastir spilara og því útsettir fyrir spilafíkn. Þrátt fyrir að erlendar veðmálasíður séu ólöglegar hér á landi starfi þær óáreittar. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Daníel Þór Ólason prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands hefur gert faraldsfræðilegar rannsóknir á peningaspilum síðustu 20 ár. Hann segir vandann hafa aukist mikið á örfáum árum. „Það eru sífellt fleiri og fleiri sem taka þátt í veðmálum á erlendum vefsíðum.Við sjáum að yngri aldurshóparnir eða 18-25 ára og 26-40 ára eru fjölmennastir og þar eru fyrst og fremst karlar að spila,“ segir Daníel. Hann segir að fyrir um 20 árum hafi afar fáir veðjað hér á landi á erlendum vefsíðum. En nú sé um og yfir þriðjungur 18-25 ára karla sem segist hafa veðjað á erlendum veðmálasíðum. Fyrst og fremst á fótboltaleiki. „Nú sjáum við það sérstaklega meðal ungra karlmanna að það sem helst spáir fyrir hvort þú lendir í vanda er hversu mikið þú spilar á erlendum vefsíðum,“ segir hann. Samfara aukinni þátttöku aukist spilavandinn. „Það eru fleiri ungir karlmenn að lenda í vanda vegna þátttöku sinnar á erlendum vefsíðum,“ segir Daníel. Hann nefnir nokkrar af stærstu erlendu veðmála síðunum sem séu umfangsmiklar hér á landi. En samkvæmt tveggja ára úttekt Viðskiptaráðs eyddu Íslendingar rúmum níu milljörðum á erlendum veðmálasíðum á ári hverju. „Veðmálasíðurnar Coobet og Betson eru áberandi hér á landi. Þær bjóða notendum sínum meira segja upp á íslensku,“ segir hann. Hann tekur undir með ÍSI og KSÍ um að stjórnvöld þurfi að bregðast við þessari þróun með lagasetningu. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki brugðist við með neinum hætti.Það eru til nokkrar leiðir til að bregðast við. Til að mynda er hægt að krefjast þess að fjármálastofnanir hér á landi eigi ekki viðskipti við síður af þessu tagi,“ segir Daníel.
Fjárhættuspil Íþróttir barna Tengdar fréttir Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. 16. ágúst 2025 13:18 Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. 27. júlí 2025 23:29 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. 16. ágúst 2025 13:18
Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. 27. júlí 2025 23:29