Boðberi jólanna risinn á ný Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. október 2025 14:36 Að venju hefur verið sett upp girðing í kringum geitina. Vísir/Magnús Hlynur Ár hvert spyrja landsmenn sig hvenær það sé ásættanlegt að skreyta fyrirtæki og heimili fyrir jólin. Nú má gera ráð fyrir að fólk keppist við að klára að útbúa jólaauglýsingar og skreytingar því boðberinn sjálfur er mættur. IKEA-geitin hefur risið á ný. Fyrir nokkrum vikum mátti sjá heilu staflana af piparkökum í verslunum Bónus og aðdáendur grænu jólakökunnar fögnuðu þegar tilkynning barst að framleiðsla hennar væri hafin á ný. Auglýsingar fyrir hina ýmsu jólatónleika hafa ómað í útvarpstækjunum í einhvern tíma. Að mati undirritaðrar má þó jólatíðin ekki hefjast fyrr en hin eina sanna geit rís í Kauptúninu. „Jólin byrja formlega hjá okkur á fimmtudaginn þannig við erum búin að vera á fullu að undirbúa bæði innan- og utanhúss,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, fjölmiðlafulltrúi IKEA. „Við ætlum að kveikja á henni á fimmtudag og hún er komin í sparigallann.“ IKEA-geitin varð landsmönnum kunnug vegna hinna ýmsu hrakfara sem hún hefur lent í. Árið 2011 fauk geitin og síðar kviknaði í geitinni út frá ljósaperu sem prýddi hana. Geitin hefur brunnið að minnsta kosti þrisvar sinnum, síðast árið 2016 þegar þrír brennuvargar lögðu eld að henni. Brennuvargarnir voru sóttir til saka og látnir greiða 150 þúsund krónur fyrir verknaðinn. Geitin hefur fengið að standa nú óáreitt síðan en girðingu er enn komið fyrir í kringum geitina. Árið 2015 tóku forsvarsmenn IKEA upp á því að vera með sólarhringsvakt í kringum hana til að stöðva brennuvarga. Guðný segir að sólarhringsvaktin verði áfram til staðar þetta árið. „Við pössum hana auðvitað mjög vel,“ segir Guðný. IKEA Jól Garðabær Tengdar fréttir Geitin er risin fyrr en nokkru sinni IKEA-geitin er risin í Kauptúni og er sérstaklega snemma á ferðinni. Hún hefur undanfarin ár verið tendruð um miðjan október en er nú komin á sinn stað nokkrum dögum fyrr. 9. október 2024 14:33 Ikea-geitin komin upp og bíður þess sem verða vill IKEA-geitin er eitt tákn þess að jólin séu á næsta leyti. Mörgum þykir þetta snemmt en nú hefur henni verið stillt fram í Kauptúni og ljós tendruð. 16. október 2023 14:55 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum mátti sjá heilu staflana af piparkökum í verslunum Bónus og aðdáendur grænu jólakökunnar fögnuðu þegar tilkynning barst að framleiðsla hennar væri hafin á ný. Auglýsingar fyrir hina ýmsu jólatónleika hafa ómað í útvarpstækjunum í einhvern tíma. Að mati undirritaðrar má þó jólatíðin ekki hefjast fyrr en hin eina sanna geit rís í Kauptúninu. „Jólin byrja formlega hjá okkur á fimmtudaginn þannig við erum búin að vera á fullu að undirbúa bæði innan- og utanhúss,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, fjölmiðlafulltrúi IKEA. „Við ætlum að kveikja á henni á fimmtudag og hún er komin í sparigallann.“ IKEA-geitin varð landsmönnum kunnug vegna hinna ýmsu hrakfara sem hún hefur lent í. Árið 2011 fauk geitin og síðar kviknaði í geitinni út frá ljósaperu sem prýddi hana. Geitin hefur brunnið að minnsta kosti þrisvar sinnum, síðast árið 2016 þegar þrír brennuvargar lögðu eld að henni. Brennuvargarnir voru sóttir til saka og látnir greiða 150 þúsund krónur fyrir verknaðinn. Geitin hefur fengið að standa nú óáreitt síðan en girðingu er enn komið fyrir í kringum geitina. Árið 2015 tóku forsvarsmenn IKEA upp á því að vera með sólarhringsvakt í kringum hana til að stöðva brennuvarga. Guðný segir að sólarhringsvaktin verði áfram til staðar þetta árið. „Við pössum hana auðvitað mjög vel,“ segir Guðný.
IKEA Jól Garðabær Tengdar fréttir Geitin er risin fyrr en nokkru sinni IKEA-geitin er risin í Kauptúni og er sérstaklega snemma á ferðinni. Hún hefur undanfarin ár verið tendruð um miðjan október en er nú komin á sinn stað nokkrum dögum fyrr. 9. október 2024 14:33 Ikea-geitin komin upp og bíður þess sem verða vill IKEA-geitin er eitt tákn þess að jólin séu á næsta leyti. Mörgum þykir þetta snemmt en nú hefur henni verið stillt fram í Kauptúni og ljós tendruð. 16. október 2023 14:55 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira
Geitin er risin fyrr en nokkru sinni IKEA-geitin er risin í Kauptúni og er sérstaklega snemma á ferðinni. Hún hefur undanfarin ár verið tendruð um miðjan október en er nú komin á sinn stað nokkrum dögum fyrr. 9. október 2024 14:33
Ikea-geitin komin upp og bíður þess sem verða vill IKEA-geitin er eitt tákn þess að jólin séu á næsta leyti. Mörgum þykir þetta snemmt en nú hefur henni verið stillt fram í Kauptúni og ljós tendruð. 16. október 2023 14:55