Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2025 14:29 Úr umhverfismati verkfræðistofunnar EFLU með tilliti til Sundabrúr eða Sundaganga. Við lagningu Sundabrautar eru brúarkostir töluvert hagkvæmari í framkvæmd og rekstri en göng og uppfylla markmið framkvæmdarinnar betur. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýútkominni umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar. Vegagerðin og Reykjavíkurborg standa samanlagt að sex kynningarfundum vegna verkefnisins næstu vikurnar. Sundabraut er fyrirhuguð samgöngubót á höfuðborgarsvæðinu milli Sæbrautar og Kjalarness sem verið hefur í umræðu og undirbúningi allt frá árinu 1975. Í umhverfismatinu sem telur á fimmta hundrað blaðsíður eru bornir saman tveir meginvalkostir við þverun Kleppsvíkur: Sundabrú og Sundagöng, auk þriggja valkosta fyrir legu brautarinnar í Gufunesi. Samantekt á skýrslunni má lesa hér. Þá eru mismunandi valkostir fyrir hæð og lengd Sundabrúar til skoðunar auk þess sem áhrif eru metin af ólíkum valkostum fyrir útfærslu gatnamóta á Sæbraut. Skýrslan greinir áhrif ólíkra leiða á umhverfi, samfélag og náttúru og mun verða grundvöllur ákvörðunar um leiðarval. Vegagerðin segir muninn í hnotskurn þennan: Sundabrú er hagkvæmari kostur í framkvæmd og rekstri og styður betur við gangandi og hjólandi vegfarendur, sem og almenningssamgöngur. Hún hefur meiri sjónræn áhrif og takmarkar siglingar um Sundahöfn. Brú tengir Grafarvog og hafnarsvæðið betur inn á stofnvegi. Hærri brú hefur meiri áhrif á ásýnd en tryggir siglingar stærri skipa. Lægri brú er hagkvæmari en hefur meiri áhrif á starfsemi í Sundahöfn. Sundagöng hafa minni áhrif á ásýnd og hafnarstarfsemi, en eru dýrari í framkvæmd og rekstri. Þau styðja síður við fjölbreytta ferðamáta. Auk þess er þörf á aðgerðum til að draga úr loftmengun við gangamunna. Göng tengja Grafarvog og hafnarsvæðið síður inn á stofnvegi. „Umhverfismatsskýrsla og kynning hennar er mikilvægur áfangi í undirbúningi og vali á milli ólíkra leiða við lagningu Sundabrautar. Spilar þar saman mat á áhrifum og hagkvæmni framkvæmdarinnar. Við hlökkum til uppbyggilegrar umræðu um fyrirliggjandi kosti og að geta innan tíðar hafið formlegt útboðsferli við það sem er líklega umfangsmesta einstaka verkefni tengt samgöngubótum sem ráðist hefur verið í hér á landi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Veittur er sex vikna frestur til að skila inn umsögnum við umhverfismatsskýrslu. Samhliða því leitar Skipulagsstofnun umsagna frá lögbundnum umsagnaraðilum og leyfisveitendum. Á kynningartímabilinu mun Vegagerðin í samstarfi við Reykjavíkurborg kynna niðurstöður umhverfismatsins með opnum kynningarfundum, sem verða sem hér segir: 20. október kl. 18:00-19:30. Klébergsskóli, Kjalarnesi 21. október kl. 17:30-19:00. Hilton Reykjavík Nordica, Laugardal 22. október kl. 17:30-19:00. Borgaskóli, Grafarvogi Auk þess stendur Vegagerðin fyrir eftirfarandi kynningarfundum: 23. október kl. 17:30-19:00. Framhaldsskólinn Mosfellsbæ 24. október kl. 9:00-10:30. Vegagerðin, Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Fundurinn verður einnig í streymi. 4. nóvember kl. 19:30-21:00. Ráðhúsinu, Akranesi Reykjavík Samgöngur Sundabraut Umhverfismál Tengdar fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Formaður verkefnastjórnar hjá Vegagerðinni segir eitt af markmiðum Sundabrautar að auka ekki umferð í íbúagötum. Von er á umhverfismati vegna Sundabrautar á næstu dögum og mun Reykjavíkurborg í kjölfarið auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi þar sem fram kemur hvort göng eða brú yfir Kleppsvík verður fyrir valinu. 13. október 2025 12:15 Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Íbúar í Langholtshverfi í Laugardal í Reykjavík hafa áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum vegna Sundabrautar og tengingu við Holtaveg. Formaður íbúaráðs segir Vegagerðina hafa hlaupið á sig með yfirlýsingu um að brú væri fýsilegri kostur en göng, hún hafi tekið sér vald sem hún hafi ekki. Íbúar í hverfinu hafi oft upplifað sig hornreka vegna framkvæmdanna. 12. október 2025 16:01 „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Íbúasamtök Laugardals segja tilkynningu Vegagerðarinnar um Sundabraut vera pólitískt útspil og að stofnunin sé að reyna að hafa áhrif á umræðuna. Samtökin eru ekki sammála mati Vegagerðarinnar um að brú yfir Kleppsvík sé betri kostur en göng. 11. október 2025 19:09 Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Vegagerðin telur að markmið um bættar samgöngur fyrir alla ferðamáta með lagningu Sundabrautar náist að mestu með því að byggja brú yfir Kleppsvík, jarðgöng nái síður að uppfylla þau markmið, þau útiloki samgöngumöguleika hjólandi og gangandi. Í undirbúningi séu opnir kynningarfundir vegna væntanlegrar umhverfismatsskýrslu um brautina, sem von er á í samráðsgátt Skipulagsstofnunar í næstu viku. 9. október 2025 15:48 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Sundabraut er fyrirhuguð samgöngubót á höfuðborgarsvæðinu milli Sæbrautar og Kjalarness sem verið hefur í umræðu og undirbúningi allt frá árinu 1975. Í umhverfismatinu sem telur á fimmta hundrað blaðsíður eru bornir saman tveir meginvalkostir við þverun Kleppsvíkur: Sundabrú og Sundagöng, auk þriggja valkosta fyrir legu brautarinnar í Gufunesi. Samantekt á skýrslunni má lesa hér. Þá eru mismunandi valkostir fyrir hæð og lengd Sundabrúar til skoðunar auk þess sem áhrif eru metin af ólíkum valkostum fyrir útfærslu gatnamóta á Sæbraut. Skýrslan greinir áhrif ólíkra leiða á umhverfi, samfélag og náttúru og mun verða grundvöllur ákvörðunar um leiðarval. Vegagerðin segir muninn í hnotskurn þennan: Sundabrú er hagkvæmari kostur í framkvæmd og rekstri og styður betur við gangandi og hjólandi vegfarendur, sem og almenningssamgöngur. Hún hefur meiri sjónræn áhrif og takmarkar siglingar um Sundahöfn. Brú tengir Grafarvog og hafnarsvæðið betur inn á stofnvegi. Hærri brú hefur meiri áhrif á ásýnd en tryggir siglingar stærri skipa. Lægri brú er hagkvæmari en hefur meiri áhrif á starfsemi í Sundahöfn. Sundagöng hafa minni áhrif á ásýnd og hafnarstarfsemi, en eru dýrari í framkvæmd og rekstri. Þau styðja síður við fjölbreytta ferðamáta. Auk þess er þörf á aðgerðum til að draga úr loftmengun við gangamunna. Göng tengja Grafarvog og hafnarsvæðið síður inn á stofnvegi. „Umhverfismatsskýrsla og kynning hennar er mikilvægur áfangi í undirbúningi og vali á milli ólíkra leiða við lagningu Sundabrautar. Spilar þar saman mat á áhrifum og hagkvæmni framkvæmdarinnar. Við hlökkum til uppbyggilegrar umræðu um fyrirliggjandi kosti og að geta innan tíðar hafið formlegt útboðsferli við það sem er líklega umfangsmesta einstaka verkefni tengt samgöngubótum sem ráðist hefur verið í hér á landi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Veittur er sex vikna frestur til að skila inn umsögnum við umhverfismatsskýrslu. Samhliða því leitar Skipulagsstofnun umsagna frá lögbundnum umsagnaraðilum og leyfisveitendum. Á kynningartímabilinu mun Vegagerðin í samstarfi við Reykjavíkurborg kynna niðurstöður umhverfismatsins með opnum kynningarfundum, sem verða sem hér segir: 20. október kl. 18:00-19:30. Klébergsskóli, Kjalarnesi 21. október kl. 17:30-19:00. Hilton Reykjavík Nordica, Laugardal 22. október kl. 17:30-19:00. Borgaskóli, Grafarvogi Auk þess stendur Vegagerðin fyrir eftirfarandi kynningarfundum: 23. október kl. 17:30-19:00. Framhaldsskólinn Mosfellsbæ 24. október kl. 9:00-10:30. Vegagerðin, Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Fundurinn verður einnig í streymi. 4. nóvember kl. 19:30-21:00. Ráðhúsinu, Akranesi
Reykjavík Samgöngur Sundabraut Umhverfismál Tengdar fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Formaður verkefnastjórnar hjá Vegagerðinni segir eitt af markmiðum Sundabrautar að auka ekki umferð í íbúagötum. Von er á umhverfismati vegna Sundabrautar á næstu dögum og mun Reykjavíkurborg í kjölfarið auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi þar sem fram kemur hvort göng eða brú yfir Kleppsvík verður fyrir valinu. 13. október 2025 12:15 Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Íbúar í Langholtshverfi í Laugardal í Reykjavík hafa áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum vegna Sundabrautar og tengingu við Holtaveg. Formaður íbúaráðs segir Vegagerðina hafa hlaupið á sig með yfirlýsingu um að brú væri fýsilegri kostur en göng, hún hafi tekið sér vald sem hún hafi ekki. Íbúar í hverfinu hafi oft upplifað sig hornreka vegna framkvæmdanna. 12. október 2025 16:01 „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Íbúasamtök Laugardals segja tilkynningu Vegagerðarinnar um Sundabraut vera pólitískt útspil og að stofnunin sé að reyna að hafa áhrif á umræðuna. Samtökin eru ekki sammála mati Vegagerðarinnar um að brú yfir Kleppsvík sé betri kostur en göng. 11. október 2025 19:09 Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Vegagerðin telur að markmið um bættar samgöngur fyrir alla ferðamáta með lagningu Sundabrautar náist að mestu með því að byggja brú yfir Kleppsvík, jarðgöng nái síður að uppfylla þau markmið, þau útiloki samgöngumöguleika hjólandi og gangandi. Í undirbúningi séu opnir kynningarfundir vegna væntanlegrar umhverfismatsskýrslu um brautina, sem von er á í samráðsgátt Skipulagsstofnunar í næstu viku. 9. október 2025 15:48 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Formaður verkefnastjórnar hjá Vegagerðinni segir eitt af markmiðum Sundabrautar að auka ekki umferð í íbúagötum. Von er á umhverfismati vegna Sundabrautar á næstu dögum og mun Reykjavíkurborg í kjölfarið auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi þar sem fram kemur hvort göng eða brú yfir Kleppsvík verður fyrir valinu. 13. október 2025 12:15
Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Íbúar í Langholtshverfi í Laugardal í Reykjavík hafa áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum vegna Sundabrautar og tengingu við Holtaveg. Formaður íbúaráðs segir Vegagerðina hafa hlaupið á sig með yfirlýsingu um að brú væri fýsilegri kostur en göng, hún hafi tekið sér vald sem hún hafi ekki. Íbúar í hverfinu hafi oft upplifað sig hornreka vegna framkvæmdanna. 12. október 2025 16:01
„Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Íbúasamtök Laugardals segja tilkynningu Vegagerðarinnar um Sundabraut vera pólitískt útspil og að stofnunin sé að reyna að hafa áhrif á umræðuna. Samtökin eru ekki sammála mati Vegagerðarinnar um að brú yfir Kleppsvík sé betri kostur en göng. 11. október 2025 19:09
Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Vegagerðin telur að markmið um bættar samgöngur fyrir alla ferðamáta með lagningu Sundabrautar náist að mestu með því að byggja brú yfir Kleppsvík, jarðgöng nái síður að uppfylla þau markmið, þau útiloki samgöngumöguleika hjólandi og gangandi. Í undirbúningi séu opnir kynningarfundir vegna væntanlegrar umhverfismatsskýrslu um brautina, sem von er á í samráðsgátt Skipulagsstofnunar í næstu viku. 9. október 2025 15:48