Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. október 2025 15:48 Myndin sýnir ásýnd mögulegrar þrjátíu metra hárrar brúar um Kleppsvík séð frá Gufuneshöfða. Efla verkfræðistofa Vegagerðin telur að markmið um bættar samgöngur fyrir alla ferðamáta með lagningu Sundabrautar náist að mestu með því að byggja brú yfir Kleppsvík, jarðgöng nái síður að uppfylla þau markmið, þau útiloki samgöngumöguleika hjólandi og gangandi. Í undirbúningi séu opnir kynningarfundir vegna væntanlegrar umhverfismatsskýrslu um brautina, sem von er á í samráðsgátt Skipulagsstofnunar í næstu viku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Segir þar að markmið verkefnisins sé að stytta vegalengdir og bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta á norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, létta umferðarþunga á núverandi leiðum, tengja Vestur- og Norðurland betur við höfuðborgarsvæðið og auka hagræði fyrir atvinnubíla. Auk þess séu markmið um að bæta tengingar Grafarvogs við svæðið vestan Elliðaáa. Þá er Sundabraut ætlað að auka samfélagslegan ábata, meðal annars með auknu umferðaröryggi, styttri ferðatíma og minni akstri, útblæstri og mengun. Við þverun Kleppsvíkur, frá Sæbraut við Sundahöfn yfir í Gufunes, séu til skoðunar tveir meginvalkostir; brú eða göng. Á öðrum hlutum leiðarinnar, frá Gufunesi að Kjalarnesi, verða víkur, vogar og firðir þveruð með fyllingum og brúm. Segja göng umfangsmikil og kostnaðarsöm Vegagerðin segir að kostir jarðgangalausnarinnar séu þau að áhrif ásýndar séu minni og viðhaldi betri samfellu milli byggðar í Grafarvogi. Einnig verði íbúar næst brautinni fyrir minni áhrifum þar sem umferðin sé neðanjarðar. „Jarðgangahönnun í þéttbýli þarf að taka mið af því að gangamunnar tengist þeim samgöngumannvirkjum sem fyrir eru á yfirborði. Gangamunnar þurfa mikið rými, sem takmarkar möguleika á að tengja þá fyrirliggjandi mannvirkjum,“ segir Vegagerðin. Sundabraut merkt með gulri og rauðri línu.Vísir Til þess að tryggja öryggi jarðganga þurfi þau að vera um fjörutíu metrum undir föstum sjávarbotni. Sundagöng undir Kleppsvík yrðu því á um 80 metra dýpi undir sjávarmáli þar sem þau fara dýpst. Til þess að tryggja öryggi vegfarenda mega jarðgöng ekki vera of brött, meðal annars vegna brunahættu. Fyrir hverja tuttugu metra sem niður er farið lengist göngin því um að lágmarki fjögurhundruð metra í báða enda miðað við lárétt yfirborð. „Jarðgöng í þéttbýli eru ekki bara beinar línur á milli tveggja eða fleiri punkta á yfirborði, heldur dýr og flókin mannvirki sem lúta ströngum öryggiskröfum. Jarðgöng frá Sæbraut að Kjalarnesi með tengingum við núverandi byggð og mögulega framtíðarbyggð á höfuðborgarsvæðinu eru umtalsvert kostnaðarsamari framkvæmd en þeir valkostir sem unnið hefur verið að í mati á umhverfisáhrifum. Auk þess má leiða líkum að því að slík framkvæmd myndi síður uppfylla markmið verkefnisins um að dreifa umferð á höfuðborgarsvæðinu betur en nú er.“ Myndi skilvirkt stofnvegakerfi Vegagerðin segir að Sundabraut sé hugsuð sem nýr stofnvegur sem tengi saman Norður- og Vesturland með markvissum hætti inn á höfuðborgarsvæðið. Í framtíðarsýn Vegagerðarinnar sé gert ráð fyrir að Reykjanesbraut, Sæbraut og Sundabraut myndi saman skilvirkt og vel tengt stofnvegakerfi sem tryggi gott umferðarflæði um meginleiðir höfuðborgarsvæðisins. Þessi sýn endurspeglist einnig í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins þar sem lögð sé áhersla á að styrkja tengingar milli helstu stofnæða samgangna og auka flæði milli byggðarkjarna. „Fullyrt hefur verið að Sæbrautin hafi ekki burði til að taka á móti þeirri viðbótarumferð sem muni fylgja Sundabraut. Því er mikilvægt að skoða samhengi annarra samgönguverkefna sem eru í undirbúningi. Í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eru þegar skilgreind verkefni sem miða að því að auka umferðargetu Sæbrautar og tryggja gott flæði um hana.“ Þar megi nefna bæði fyrirhugaðan Sæbrautarstokk og endurbætur á gatnamótum Reykjanesbrautar við Bústaðaveg. Þessi verkefni séu lykilforsenda þess að Sæbraut og Reykjanesbraut geti tekið við aukinni umferð, en í dag séu umferðartafir á þessum köflum á annatíma. Til að liðka fyrir umferð sé gert ráð fyrir að Sundabraut tengist Sæbraut ofan á stokki á Sæbraut sem nái frá Holtavegi og norður fyrir Sægarða. Brú betri fyrir Grafarvogsbúa „Við mat á mismunandi útfærslum Sundabrautar kemur fram að brúarlausnin býður upp á skilvirkari tengingar fyrir íbúa Grafarvogs en jarðgangakosturinn. Sundabrúin gerir ráð fyrir styttri og beinni tengingum við hverfið og býður þannig upp á fleiri aðkomuleiðir að Sundabrautinni. Með þessu styttist ferðatími Grafarvogsbúa og dregur úr umferð innan hverfisins, samanborið við jarðgangakostinn. Þá mun brúarlausnin létta meira á umferð um Gullinbrú en jarðgöng myndu gera, samkvæmt greiningum, og þar af leiðandi fremur létta á umferð á Höfðabakka en jarðgöng.“ Ekki sé gert ráð fyrir að breikka Hallsveg í tengslum við Sundabrú þar sem ekki sé fyrirséð að umferð úr öðrum hverfum leiti í gegnum Grafarvog til að komast yfir brúna. Þvert á móti sé gert ráð fyrir að tilfærsla umferðar Grafarvogsbúa yfir á Sundabraut skapi aukið rými á Gullinbrú, Höfðabakka og í Ártúnsbrekku fyrir aðra umferð. „Að lokum býður brúarlausnin upp á þann mikilvæga framtíðarmöguleika að þróa Hallsveg sem samgönguás með fjölbreyttum ferðamátum, þar á meðal almenningssamgöngum, hjólastígum og gangstígum. Slík þróun eykur valmöguleika íbúa Grafarvogs til að ferðast á hagkvæman og sjálfbæran hátt til vinnu og tómstunda, í takt við stefnu höfuðborgarsvæðisins um fjölbreyttar og vistvænar samgöngur.“ Kynning fram undan Þá segir Vegagerðin að hún vinni að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi í samstarfi við Reykjavíkurborg. Unnið sé í samræmi við niðurstöður verkefnis- og starfshópa á vegum ríkis og sveitarfélaga sem störfuðu á árunum 2018-2021 og yfirlýsingu þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjórans í Reykjavík frá árinu 2021. Undirbúningur miði að því að verkefnið verði boðið út sem samvinnuverkefni og fjármagnað með gjaldtöku af umferð í samræmi við lög. „Í undirbúningi eru opnir kynningarfundir vegna væntanlegrar umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar, auk þess sem drög að aðalskipulagsbreytingum í Reykjavík verða kynnt. Fundirnir verða haldnir í Reykjavík, Mosfellsbæ og á Akranesi í október og nóvember. Að auki verður morgunfundur í streymi frá húsakynnum Vegagerðarinnar. Fundirnir verða auglýstir innan tíðar og eru áhugasamir hvattir til að mæta til þess að fá réttar upplýsingar um verkefnið og framgang þess.“ Vegagerðin segist að lokum gera ráð fyrir að umhverfismatsskýrslan verði birt í samráðsgátt Skipulagsstofnunar í næstu viku. Eru allir áhugasamir hvattir til að senda inn umsagnir og athugasemdir, í framhaldinu verður unnið úr öllum þeim athugasemdum sem koma inn. Áhrifasvæði Sundabrautar. Vegagerðin Sundabraut Reykjavík Vegagerð Samgöngur Mosfellsbær Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Segir þar að markmið verkefnisins sé að stytta vegalengdir og bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta á norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, létta umferðarþunga á núverandi leiðum, tengja Vestur- og Norðurland betur við höfuðborgarsvæðið og auka hagræði fyrir atvinnubíla. Auk þess séu markmið um að bæta tengingar Grafarvogs við svæðið vestan Elliðaáa. Þá er Sundabraut ætlað að auka samfélagslegan ábata, meðal annars með auknu umferðaröryggi, styttri ferðatíma og minni akstri, útblæstri og mengun. Við þverun Kleppsvíkur, frá Sæbraut við Sundahöfn yfir í Gufunes, séu til skoðunar tveir meginvalkostir; brú eða göng. Á öðrum hlutum leiðarinnar, frá Gufunesi að Kjalarnesi, verða víkur, vogar og firðir þveruð með fyllingum og brúm. Segja göng umfangsmikil og kostnaðarsöm Vegagerðin segir að kostir jarðgangalausnarinnar séu þau að áhrif ásýndar séu minni og viðhaldi betri samfellu milli byggðar í Grafarvogi. Einnig verði íbúar næst brautinni fyrir minni áhrifum þar sem umferðin sé neðanjarðar. „Jarðgangahönnun í þéttbýli þarf að taka mið af því að gangamunnar tengist þeim samgöngumannvirkjum sem fyrir eru á yfirborði. Gangamunnar þurfa mikið rými, sem takmarkar möguleika á að tengja þá fyrirliggjandi mannvirkjum,“ segir Vegagerðin. Sundabraut merkt með gulri og rauðri línu.Vísir Til þess að tryggja öryggi jarðganga þurfi þau að vera um fjörutíu metrum undir föstum sjávarbotni. Sundagöng undir Kleppsvík yrðu því á um 80 metra dýpi undir sjávarmáli þar sem þau fara dýpst. Til þess að tryggja öryggi vegfarenda mega jarðgöng ekki vera of brött, meðal annars vegna brunahættu. Fyrir hverja tuttugu metra sem niður er farið lengist göngin því um að lágmarki fjögurhundruð metra í báða enda miðað við lárétt yfirborð. „Jarðgöng í þéttbýli eru ekki bara beinar línur á milli tveggja eða fleiri punkta á yfirborði, heldur dýr og flókin mannvirki sem lúta ströngum öryggiskröfum. Jarðgöng frá Sæbraut að Kjalarnesi með tengingum við núverandi byggð og mögulega framtíðarbyggð á höfuðborgarsvæðinu eru umtalsvert kostnaðarsamari framkvæmd en þeir valkostir sem unnið hefur verið að í mati á umhverfisáhrifum. Auk þess má leiða líkum að því að slík framkvæmd myndi síður uppfylla markmið verkefnisins um að dreifa umferð á höfuðborgarsvæðinu betur en nú er.“ Myndi skilvirkt stofnvegakerfi Vegagerðin segir að Sundabraut sé hugsuð sem nýr stofnvegur sem tengi saman Norður- og Vesturland með markvissum hætti inn á höfuðborgarsvæðið. Í framtíðarsýn Vegagerðarinnar sé gert ráð fyrir að Reykjanesbraut, Sæbraut og Sundabraut myndi saman skilvirkt og vel tengt stofnvegakerfi sem tryggi gott umferðarflæði um meginleiðir höfuðborgarsvæðisins. Þessi sýn endurspeglist einnig í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins þar sem lögð sé áhersla á að styrkja tengingar milli helstu stofnæða samgangna og auka flæði milli byggðarkjarna. „Fullyrt hefur verið að Sæbrautin hafi ekki burði til að taka á móti þeirri viðbótarumferð sem muni fylgja Sundabraut. Því er mikilvægt að skoða samhengi annarra samgönguverkefna sem eru í undirbúningi. Í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eru þegar skilgreind verkefni sem miða að því að auka umferðargetu Sæbrautar og tryggja gott flæði um hana.“ Þar megi nefna bæði fyrirhugaðan Sæbrautarstokk og endurbætur á gatnamótum Reykjanesbrautar við Bústaðaveg. Þessi verkefni séu lykilforsenda þess að Sæbraut og Reykjanesbraut geti tekið við aukinni umferð, en í dag séu umferðartafir á þessum köflum á annatíma. Til að liðka fyrir umferð sé gert ráð fyrir að Sundabraut tengist Sæbraut ofan á stokki á Sæbraut sem nái frá Holtavegi og norður fyrir Sægarða. Brú betri fyrir Grafarvogsbúa „Við mat á mismunandi útfærslum Sundabrautar kemur fram að brúarlausnin býður upp á skilvirkari tengingar fyrir íbúa Grafarvogs en jarðgangakosturinn. Sundabrúin gerir ráð fyrir styttri og beinni tengingum við hverfið og býður þannig upp á fleiri aðkomuleiðir að Sundabrautinni. Með þessu styttist ferðatími Grafarvogsbúa og dregur úr umferð innan hverfisins, samanborið við jarðgangakostinn. Þá mun brúarlausnin létta meira á umferð um Gullinbrú en jarðgöng myndu gera, samkvæmt greiningum, og þar af leiðandi fremur létta á umferð á Höfðabakka en jarðgöng.“ Ekki sé gert ráð fyrir að breikka Hallsveg í tengslum við Sundabrú þar sem ekki sé fyrirséð að umferð úr öðrum hverfum leiti í gegnum Grafarvog til að komast yfir brúna. Þvert á móti sé gert ráð fyrir að tilfærsla umferðar Grafarvogsbúa yfir á Sundabraut skapi aukið rými á Gullinbrú, Höfðabakka og í Ártúnsbrekku fyrir aðra umferð. „Að lokum býður brúarlausnin upp á þann mikilvæga framtíðarmöguleika að þróa Hallsveg sem samgönguás með fjölbreyttum ferðamátum, þar á meðal almenningssamgöngum, hjólastígum og gangstígum. Slík þróun eykur valmöguleika íbúa Grafarvogs til að ferðast á hagkvæman og sjálfbæran hátt til vinnu og tómstunda, í takt við stefnu höfuðborgarsvæðisins um fjölbreyttar og vistvænar samgöngur.“ Kynning fram undan Þá segir Vegagerðin að hún vinni að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi í samstarfi við Reykjavíkurborg. Unnið sé í samræmi við niðurstöður verkefnis- og starfshópa á vegum ríkis og sveitarfélaga sem störfuðu á árunum 2018-2021 og yfirlýsingu þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjórans í Reykjavík frá árinu 2021. Undirbúningur miði að því að verkefnið verði boðið út sem samvinnuverkefni og fjármagnað með gjaldtöku af umferð í samræmi við lög. „Í undirbúningi eru opnir kynningarfundir vegna væntanlegrar umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar, auk þess sem drög að aðalskipulagsbreytingum í Reykjavík verða kynnt. Fundirnir verða haldnir í Reykjavík, Mosfellsbæ og á Akranesi í október og nóvember. Að auki verður morgunfundur í streymi frá húsakynnum Vegagerðarinnar. Fundirnir verða auglýstir innan tíðar og eru áhugasamir hvattir til að mæta til þess að fá réttar upplýsingar um verkefnið og framgang þess.“ Vegagerðin segist að lokum gera ráð fyrir að umhverfismatsskýrslan verði birt í samráðsgátt Skipulagsstofnunar í næstu viku. Eru allir áhugasamir hvattir til að senda inn umsagnir og athugasemdir, í framhaldinu verður unnið úr öllum þeim athugasemdum sem koma inn. Áhrifasvæði Sundabrautar. Vegagerðin
Sundabraut Reykjavík Vegagerð Samgöngur Mosfellsbær Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira