Þarf að taka hápólitískar ákvarðanir vegna Sundabrautar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. janúar 2025 14:01 Helga Jóna Jónasdóttir verkefnastjóri hjá Vegagerðinni. Vísir Framkvæmdir við Sundabraut verða boðnar út á Evrópska efnahagssvæðinu að sögn verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni. Ef allt gangi upp verði Sundabraut komin í gagnið árið 2032. Margir komi að ákvörðunartöku og mismunandi hagsmunir sem þurfi að taka tillit til í ferlinu Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur gefið út að hann ætlar að leggja áherslu á að framkvæmdir við Sundabraut hefjist sem fyrst. Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur sett Sundabraut í forgang. Ekki ólíklegt að verkefnið komi til umræðu á vinnufundi ríkisstjórnarinnar sem nú stendur yfir á Þingvöllum.Vísir/Rax Stærsta samgönguverkefni Vegagerðarinnar Vegagerðin hefur í samvinnu við Reykjavík, unnið að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Fram kemur á vef stofnunarinnar að markmið framkvæmdarinnar sé að bæta samgöngur og auka umferðaröryggi. Áætlað sé að framkvæmdir fari fram á árunum 2026-2031. Helga Jóna Jónasdóttir verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni segir að nú sé unnið að mati á umhverfisáhrifum. „Það hyllir undir lok þessarar vinnu á vormánuðum. Afraksturinn verður þá kynntur í formi umhverfismatsskýrslu og drögum að aðalskipulagi Reykjavíkurborgar,“ segir Helga. Sundarbraut merkt með gulri og rauðri línu.Vísir Umhverfismatsskýrslan verði síðan auglýst og ljúki með niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Verið sé að horfa til tveggja valkosta. „Stærðargráðan er um og yfir hundrað milljarða króna. Þetta er stærsta einstaka samgönguverkefni sem Vegagerðin hefur ráðist í. Framkvæmdin verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu. Verkefnið verður boðið út sem samvinnuverkefni. Þar sem einkaaðili tekur að sér fjármögnun, framkvæmd, hönnun og rekstur til einhverra áratuga. Hann þiggur fyrir það endurgjald í formi veggjalda. Við erum að kanna að þvera Klettsvík, sem er svæðið milli Sundahafnar og Gufuness, með brú eða jarðgöngum,“ segir hún. Þurfi víðtækt samráð Helga segir að framkvæmdir geti mögulega hafist á næsta eða þarnæsta ári og ljúki mögulega árið 2032. Helga segir verkefnið hafa áhrif víða og margir komi að flókinni ákvörðunartöku. „Það eru margir snertifletir við íbúa og hagsmunaðila þannig að það þarf að vanda alla ákvörðunartöku. Það er alveg ljóst að hagsmunir aðila fara ekki alltaf saman. Það eru hápólitískar ákvarðanir sem ríki, borg og sveitarfélög þurfa að taka í framhaldinu í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila,“ segir Helga. Sundabraut Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Vegagerð Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira
Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur gefið út að hann ætlar að leggja áherslu á að framkvæmdir við Sundabraut hefjist sem fyrst. Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur sett Sundabraut í forgang. Ekki ólíklegt að verkefnið komi til umræðu á vinnufundi ríkisstjórnarinnar sem nú stendur yfir á Þingvöllum.Vísir/Rax Stærsta samgönguverkefni Vegagerðarinnar Vegagerðin hefur í samvinnu við Reykjavík, unnið að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Fram kemur á vef stofnunarinnar að markmið framkvæmdarinnar sé að bæta samgöngur og auka umferðaröryggi. Áætlað sé að framkvæmdir fari fram á árunum 2026-2031. Helga Jóna Jónasdóttir verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni segir að nú sé unnið að mati á umhverfisáhrifum. „Það hyllir undir lok þessarar vinnu á vormánuðum. Afraksturinn verður þá kynntur í formi umhverfismatsskýrslu og drögum að aðalskipulagi Reykjavíkurborgar,“ segir Helga. Sundarbraut merkt með gulri og rauðri línu.Vísir Umhverfismatsskýrslan verði síðan auglýst og ljúki með niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Verið sé að horfa til tveggja valkosta. „Stærðargráðan er um og yfir hundrað milljarða króna. Þetta er stærsta einstaka samgönguverkefni sem Vegagerðin hefur ráðist í. Framkvæmdin verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu. Verkefnið verður boðið út sem samvinnuverkefni. Þar sem einkaaðili tekur að sér fjármögnun, framkvæmd, hönnun og rekstur til einhverra áratuga. Hann þiggur fyrir það endurgjald í formi veggjalda. Við erum að kanna að þvera Klettsvík, sem er svæðið milli Sundahafnar og Gufuness, með brú eða jarðgöngum,“ segir hún. Þurfi víðtækt samráð Helga segir að framkvæmdir geti mögulega hafist á næsta eða þarnæsta ári og ljúki mögulega árið 2032. Helga segir verkefnið hafa áhrif víða og margir komi að flókinni ákvörðunartöku. „Það eru margir snertifletir við íbúa og hagsmunaðila þannig að það þarf að vanda alla ákvörðunartöku. Það er alveg ljóst að hagsmunir aðila fara ekki alltaf saman. Það eru hápólitískar ákvarðanir sem ríki, borg og sveitarfélög þurfa að taka í framhaldinu í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila,“ segir Helga.
Sundabraut Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Vegagerð Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira