Fótbolti

Cecilía og Karó­lína komnar inn um dyrnar

Sindri Sverrisson skrifar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir hélt marki Inter hreinu í kvöld.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir hélt marki Inter hreinu í kvöld. vísir/Anton

Það er alveg hægt að segja að Inter, lið Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sé komið inn í Evrópubikarinn í fótbolta þó að liðið eigi eftir seinni leik sinn við albanska liðið Vllaznia. Fyrri leikurinn fór 7-0 á Ítalíu í kvöld.

Evrópubikarinn er ný Evrópukeppni og nú er í raun ljóst að Inter verður eitt liðanna sem spila þar á fyrstu leiktíðinni.

Cecilía stóð í marki Inter í kvöld en hafði talsvert minna að gera en kollegi sinn á hinum enda vallarins. Karólína er hins vegar enn frá keppni og var ekki í leikmannahópi Inter í kvöld.

Mun meiri spenna er í einvígi danska liðsins Köge og skoska liðsins Glasgow City, eftir 2-1 sigur Köge í Danmörku í dag.

Emilía Óskarsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Köge á 72. mínútu.

Breiðablik er svo í baráttu um að komast inn í keppnina en þarf þá að vinna einvígi sitt við Spartak Spartak Subotica sem hófst á Kópavogsvelli klukkan 18.

Seinni leikirnir í einvígunum verða spilaðir í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×