Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 11:31 Cristiano Ronaldo er ekkert að fara hætta þótt hann sé kominn yfir fertugt. Getty Cristiano Ronaldo er ekkert að fara að hætta í fótbolta þrátt fyrir pressu frá fjölskyldu sinni. Hann ætlar sér að ná þúsund mörkum fyrstur allra í opinberum keppnisleikjum. Ronaldo ræðir um framtíðina í nýju viðtali þar sem kemur fram að hann telji sig enn eiga nóg eftir á tankinum og hafa ástríðu til að keppa við yngri leikmenn. Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu karlalandsliða með 141 mark í 223 leikjum fyrir Portúgal. Hinn fertugi Ronaldo hefur skorað fimm mörk í sex leikjum í öllum keppnum fyrir Al Nassr á þessu tímabili og varð nýlega jafnmarkahæsti leikmaður í sögu undankeppni HM þegar hann skoraði sitt 39. mark í sigri gegn Ungverjalandi. Það er kominn tími til að þú hættir „Fólk, og þá sérstaklega fjölskyldan mín, segir: ‚Það er kominn tími til að þú hættir. Þú hefur afrekað allt. Af hverju viltu skora þúsund mörk?‘“ sagði Ronaldo við Canal 11. „Ég er ekki á því máli. Ég tel mig enn vera að gera góða hluti, ég er að hjálpa félaginu mínu og landsliðinu, og af hverju ekki að halda áfram?“ ESPN segir frá. Cristiano Ronaldo isn't taking his family's advice to stop before he reaches 1000 goals 😅 pic.twitter.com/76DfbSOOMb— ESPN FC (@ESPNFC) October 8, 2025 „Ég er viss um að þegar ég hætti verð ég sáttur, því ég lagði allt í sölurnar. Ég veit að ég á ekki mörg ár eftir, en þeirra fáu sem ég á reyni ég að njóta til hins ýtrasta,“ sagði Ronaldo. Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Gullknöttinn og hann bætti enn einni einstaklingsviðurkenningunni við glæstan feril sinn þegar hann tók á móti heiðursverðlaunum á portúgölsku fótboltaverðlaunahátíðinni á þriðjudag. Viðurkenning fyrir margra ára erfiði „Þetta eru ekki verðlaun fyrir lok ferils,“ sagði hann. „Ég lít á þetta sem viðurkenningu fyrir margra ára erfiði, alúð og metnað. Mér finnst gaman að sigra, hjálpa yngri kynslóðunum og þær hjálpa mér líka að viðhalda mínu stigi og halda áfram að keppa. Það er það sem hvetur mig áfram: að keppa við þá yngri. Ég hef enn ástríðu fyrir þessu,“ sagði Ronaldo sem hefur skrifað undir nýjan samning við Al Nassr sem tryggir veru hans í sádiarabísku úrvalsdeildinni til júní 2027. Fyrrverandi stjarna Manchester United og Real Madrid hefur nú skorað 946 mörk í 1294 leikjum á ferlinum. „Ég segi oft við ykkur að ef ég gæti myndi ég aðeins spila fótbolta fyrir landsliðið, ég myndi ekki spila fyrir neitt annað félag því það er hápunktur og hátindur ferils fótboltamanns,“ sagði hann. Markmið okkar að fara á HM og vinna Heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar verður síðasta tækifæri Ronaldo til að vinna þann eina stóra titil sem hann á eftir en hann einbeitir sér aðeins að verkefninu sem er fram undan. Portúgal á enn eftir að tryggja sér HM-sætið þrátt fyrir að staðan sé góð. Ronaldo og Portúgal taka á móti Heimi Grímssyni og lærisveinum hans Írlandi í undankeppni HM á laugardag áður en þeir mæta Ungverjalandi 14. október. „Ég er viss um að næstu leikir munu ganga vel og að við munum komast á HM,“ sagði Ronaldo. „Markmið okkar er auðvitað að fara á HM og vinna, en við verðum að taka allt skref fyrir skref.“ HM 2026 í fótbolta Portúgalski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Ronaldo ræðir um framtíðina í nýju viðtali þar sem kemur fram að hann telji sig enn eiga nóg eftir á tankinum og hafa ástríðu til að keppa við yngri leikmenn. Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu karlalandsliða með 141 mark í 223 leikjum fyrir Portúgal. Hinn fertugi Ronaldo hefur skorað fimm mörk í sex leikjum í öllum keppnum fyrir Al Nassr á þessu tímabili og varð nýlega jafnmarkahæsti leikmaður í sögu undankeppni HM þegar hann skoraði sitt 39. mark í sigri gegn Ungverjalandi. Það er kominn tími til að þú hættir „Fólk, og þá sérstaklega fjölskyldan mín, segir: ‚Það er kominn tími til að þú hættir. Þú hefur afrekað allt. Af hverju viltu skora þúsund mörk?‘“ sagði Ronaldo við Canal 11. „Ég er ekki á því máli. Ég tel mig enn vera að gera góða hluti, ég er að hjálpa félaginu mínu og landsliðinu, og af hverju ekki að halda áfram?“ ESPN segir frá. Cristiano Ronaldo isn't taking his family's advice to stop before he reaches 1000 goals 😅 pic.twitter.com/76DfbSOOMb— ESPN FC (@ESPNFC) October 8, 2025 „Ég er viss um að þegar ég hætti verð ég sáttur, því ég lagði allt í sölurnar. Ég veit að ég á ekki mörg ár eftir, en þeirra fáu sem ég á reyni ég að njóta til hins ýtrasta,“ sagði Ronaldo. Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Gullknöttinn og hann bætti enn einni einstaklingsviðurkenningunni við glæstan feril sinn þegar hann tók á móti heiðursverðlaunum á portúgölsku fótboltaverðlaunahátíðinni á þriðjudag. Viðurkenning fyrir margra ára erfiði „Þetta eru ekki verðlaun fyrir lok ferils,“ sagði hann. „Ég lít á þetta sem viðurkenningu fyrir margra ára erfiði, alúð og metnað. Mér finnst gaman að sigra, hjálpa yngri kynslóðunum og þær hjálpa mér líka að viðhalda mínu stigi og halda áfram að keppa. Það er það sem hvetur mig áfram: að keppa við þá yngri. Ég hef enn ástríðu fyrir þessu,“ sagði Ronaldo sem hefur skrifað undir nýjan samning við Al Nassr sem tryggir veru hans í sádiarabísku úrvalsdeildinni til júní 2027. Fyrrverandi stjarna Manchester United og Real Madrid hefur nú skorað 946 mörk í 1294 leikjum á ferlinum. „Ég segi oft við ykkur að ef ég gæti myndi ég aðeins spila fótbolta fyrir landsliðið, ég myndi ekki spila fyrir neitt annað félag því það er hápunktur og hátindur ferils fótboltamanns,“ sagði hann. Markmið okkar að fara á HM og vinna Heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar verður síðasta tækifæri Ronaldo til að vinna þann eina stóra titil sem hann á eftir en hann einbeitir sér aðeins að verkefninu sem er fram undan. Portúgal á enn eftir að tryggja sér HM-sætið þrátt fyrir að staðan sé góð. Ronaldo og Portúgal taka á móti Heimi Grímssyni og lærisveinum hans Írlandi í undankeppni HM á laugardag áður en þeir mæta Ungverjalandi 14. október. „Ég er viss um að næstu leikir munu ganga vel og að við munum komast á HM,“ sagði Ronaldo. „Markmið okkar er auðvitað að fara á HM og vinna, en við verðum að taka allt skref fyrir skref.“
HM 2026 í fótbolta Portúgalski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira