Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Lovísa Arnardóttir skrifar 8. október 2025 09:06 Trausti segir breytingarnar leiða til kostnaðarauka á greinina og neytendur. Vísir/Anton Brink Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, segir bændur verulega ósátta við frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum. Þeim hafi verið brugðið að sjá tillöguna og telji breytingarnar sérstaklega hafa slæm áhrif á mjólkuriðnað í landinu. „Það talar ekki alltaf saman þetta frumvarp,“ segir Trausti sem fór yfir viðhorf bænda til breytinganna á lögunum í Bitinu á Bylgjunni. Á einum stað séu til dæmis í frumvarpinu undanþágur fyrir félög undir yfirráðum bænda en á öðrum stað sé það skrifað út. Það sé óskýrt. Þá segir Trausti hefð fyrir því að áður en frumvarp er kynnt séu kynnt um það áform og það fari í samráðsgátt og það hefði verið betri leið í þessu máli og eðlilegt fyrsta skref. Bændasamtökin hafi verið meðvituð um að breyta ætti ákvæði um kjötafurðarstöðvar en samtökin hafi ekki verið meðvituð um breytingar er varða mjólkurvörur. „Það sem kemur á óvart er það sem snýr að mjólkinni,“ segir hann og að það gangi ekki upp að segja að breytingarnar hafi engin áhrif. Kerfið virki þannig í dag að Auðhumla safni mjólkinni saman af öllu landinu frá kúabændum á sama gjaldi. Verði af breytingunum sem kynntar séu í frumvarpinu geri bændur ráð fyrir því að Auðhumla geti ekki safnað mjólk frá öllum bændum því ákvæði í lögunum fjalli um það frá hverjum megi safna mjólkinni og undir hvaða yfirráðum félögin eru. Gætu þurft að safna mjólkinni sjálf Trausti segir til dæmis samkomulag núna á milli Auðhumlu og KS í Skagafirði um söfnun mjólkur. Það sé verkaskipting þannig að ostar eru framleiddir á einum stað og aðrar mjólkurafurðir annars staðar. Það sé gert til að nýta fjárfestingu sem hafi verið farið í á síðustu árum. Minni fyrirtæki missi í þessu frumvarpi þjónustu Auðhumlu við að afhenda þeim mjólk og ef verði af því gætu þau þurft að safna mjólkinni sjálf fyrir vinnslu. „Það er kostnaðarauki á greinina, kostnaðarauki fyrir neytendur,“ segir Trausti og að bændum hafi brugðið að „fá þetta framan í sig“. Þá skjóti skökku við að segja að þessar breytingar hafi engin áhrif en gefa samt aðlögunarfrest til 2027 til að bregðast við breytingum. Bændum brugðið Hann segir Bændasamtökin hafa verið í þéttu og góðu samstarfi við stjórnvöld og hann telji það samstarf halda þannig áfram en þau verði samt að geta tekist á um hlutina. Það sé eðlilegt í lýðræðissamfélagi. Hann segir samtökin í samtali við stjórnvöld um búvörusamninga og starfsskilyrði landbúnaðarins og það skjóti skökku við að einstaka þættir úr starfsskilyrðum landbúnaðarins séu teknir úr sviga þegar það er samtal í gangi. Hann segir að síðasta vor hafi bændur farið góða hringferð með atvinnuvegaráðherra og því sé þeim brugðið að þetta sé gert með þessum hætti og ekki í neinu samráði við þá. Hann segist Bændasamtökin ekki hafa komið auga á þá hlið breytinganna að þær gætu skilað aukinni samkeppni og þannig skilað sér til neytenda í betra verði. Hann segir markaðinn á Íslandi afskaplega lítinn. Það séu um 400 bændur sem vinni með Auðhumlu og það sé búið að koma upp ákveðinni verkaskiptingu. Innflutningur á mjólkurvörum sé að aukast og það sé samkeppni sem bændur þurfi að takast á við. Hann segir Bændasamtökin hafa fundað með ráðuneytinu í gær og það verði áfram unnið með málið. Málið er í samráðsgátt til 17. október. Atvinnuvegaráðherra sagði í viðtali í gær það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. Landbúnaður Búvörusamningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samkeppnismál Matvælaframleiðsla Bítið Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
„Það talar ekki alltaf saman þetta frumvarp,“ segir Trausti sem fór yfir viðhorf bænda til breytinganna á lögunum í Bitinu á Bylgjunni. Á einum stað séu til dæmis í frumvarpinu undanþágur fyrir félög undir yfirráðum bænda en á öðrum stað sé það skrifað út. Það sé óskýrt. Þá segir Trausti hefð fyrir því að áður en frumvarp er kynnt séu kynnt um það áform og það fari í samráðsgátt og það hefði verið betri leið í þessu máli og eðlilegt fyrsta skref. Bændasamtökin hafi verið meðvituð um að breyta ætti ákvæði um kjötafurðarstöðvar en samtökin hafi ekki verið meðvituð um breytingar er varða mjólkurvörur. „Það sem kemur á óvart er það sem snýr að mjólkinni,“ segir hann og að það gangi ekki upp að segja að breytingarnar hafi engin áhrif. Kerfið virki þannig í dag að Auðhumla safni mjólkinni saman af öllu landinu frá kúabændum á sama gjaldi. Verði af breytingunum sem kynntar séu í frumvarpinu geri bændur ráð fyrir því að Auðhumla geti ekki safnað mjólk frá öllum bændum því ákvæði í lögunum fjalli um það frá hverjum megi safna mjólkinni og undir hvaða yfirráðum félögin eru. Gætu þurft að safna mjólkinni sjálf Trausti segir til dæmis samkomulag núna á milli Auðhumlu og KS í Skagafirði um söfnun mjólkur. Það sé verkaskipting þannig að ostar eru framleiddir á einum stað og aðrar mjólkurafurðir annars staðar. Það sé gert til að nýta fjárfestingu sem hafi verið farið í á síðustu árum. Minni fyrirtæki missi í þessu frumvarpi þjónustu Auðhumlu við að afhenda þeim mjólk og ef verði af því gætu þau þurft að safna mjólkinni sjálf fyrir vinnslu. „Það er kostnaðarauki á greinina, kostnaðarauki fyrir neytendur,“ segir Trausti og að bændum hafi brugðið að „fá þetta framan í sig“. Þá skjóti skökku við að segja að þessar breytingar hafi engin áhrif en gefa samt aðlögunarfrest til 2027 til að bregðast við breytingum. Bændum brugðið Hann segir Bændasamtökin hafa verið í þéttu og góðu samstarfi við stjórnvöld og hann telji það samstarf halda þannig áfram en þau verði samt að geta tekist á um hlutina. Það sé eðlilegt í lýðræðissamfélagi. Hann segir samtökin í samtali við stjórnvöld um búvörusamninga og starfsskilyrði landbúnaðarins og það skjóti skökku við að einstaka þættir úr starfsskilyrðum landbúnaðarins séu teknir úr sviga þegar það er samtal í gangi. Hann segir að síðasta vor hafi bændur farið góða hringferð með atvinnuvegaráðherra og því sé þeim brugðið að þetta sé gert með þessum hætti og ekki í neinu samráði við þá. Hann segist Bændasamtökin ekki hafa komið auga á þá hlið breytinganna að þær gætu skilað aukinni samkeppni og þannig skilað sér til neytenda í betra verði. Hann segir markaðinn á Íslandi afskaplega lítinn. Það séu um 400 bændur sem vinni með Auðhumlu og það sé búið að koma upp ákveðinni verkaskiptingu. Innflutningur á mjólkurvörum sé að aukast og það sé samkeppni sem bændur þurfi að takast á við. Hann segir Bændasamtökin hafa fundað með ráðuneytinu í gær og það verði áfram unnið með málið. Málið er í samráðsgátt til 17. október. Atvinnuvegaráðherra sagði í viðtali í gær það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða.
Landbúnaður Búvörusamningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samkeppnismál Matvælaframleiðsla Bítið Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira