Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2025 19:13 Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir að breytingarnar sem snúa að mjólkurframleiðslu í drögum að nýjum búvörulögum hafi komið bændum í opna skjöldu. Vísir/lýður Mjólkurframleiðslu landsins er kollvarpað í drögum að breyttum búvörulögum að mati framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands. Fyrirhugaðar breytingar séu bændum mikið reiðarslag og réttast sé að drögin í heild sinni verði dregin til baka. Drögin voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir það hafa komið bændum í opna skjöldu að einnig stæði til að vinda ofan af undanþáguákvæði í mjólkuriðnaði. Í drögunum segir að Samkeppniseftirlitið hafi gagnrýnt að mjólkuriðnaður væri undanskilinn samkeppnislögum og að fyrirkomulagið hefði leitt til þess að íslenskur mjólkuriðnaður hefði mörg einkenni samráðshrings og valdið samþjöppun. Margrét segir að hún hafi heyrt fyrst af þessum þætti málsins í grein á Vísi. „Þetta var sem reiðarslag. Það er þungt hljóð í bændum vegna þessa. Þarna er verið að kollvarpa yfir 20 ára gömlu kerfi sem skilar ábata bæði fyrir bændur og neytendur í formi tveggja til þriggja milljarða króna á ári.“ Atvinnuvegaráðherra segir ekki verið að kollvarpa neinu. „Það sem við erum einfaldlega að gera er að tryggja stærri hlut bænda í þessari virðiskeðju sem felst í framleiðslu á landbúnaðarvörum með því að tryggja að þeir hafi sambærilegar heimildir til samvinnu og samstarfs og gildir í nágrannalöndum okkar.“ Margrét vill vita hvort ríkisstjórninni hafi vitað af áformunum fyrir birtingu þingmálaskrár. „Ég spyr vissi ríkisstjórn Kristrúnar frostadóttur af því að það ætti að kollvarpa kerfinu og fyrirkomulaginu eins og það er í dag í mjólkuriðnaðinum og í mjólkurframleiðslu hér á landi og hvernig það eigi að skila kúabændum ábata og hvað þá neytendum. Ég ætla bara að skilja þetta eftir þar.“ Margrét bendir á að á Íslandi séu 450 kúabú. Yfir 90% þeirra séu aðilar að Bændasamtökunum. „Að segja að það sé verið að vinna í þágu bænda án þess að tala við bændur það gengur ekki upp. Þar hefur ekkert innra samráð átt sér stað og nú er þetta strax komið í ytra samráð eins og fyrir almenningi.“ En þið ætlið að skila inn umsögn? „Við munum sannarlega senda inn umsögn og erum líka í samtali við ráðuneytið. Best væri ef þessi drög í heild sinni væru dregin til baka.“ Landbúnaður Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. 7. október 2025 12:07 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Drögin voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir það hafa komið bændum í opna skjöldu að einnig stæði til að vinda ofan af undanþáguákvæði í mjólkuriðnaði. Í drögunum segir að Samkeppniseftirlitið hafi gagnrýnt að mjólkuriðnaður væri undanskilinn samkeppnislögum og að fyrirkomulagið hefði leitt til þess að íslenskur mjólkuriðnaður hefði mörg einkenni samráðshrings og valdið samþjöppun. Margrét segir að hún hafi heyrt fyrst af þessum þætti málsins í grein á Vísi. „Þetta var sem reiðarslag. Það er þungt hljóð í bændum vegna þessa. Þarna er verið að kollvarpa yfir 20 ára gömlu kerfi sem skilar ábata bæði fyrir bændur og neytendur í formi tveggja til þriggja milljarða króna á ári.“ Atvinnuvegaráðherra segir ekki verið að kollvarpa neinu. „Það sem við erum einfaldlega að gera er að tryggja stærri hlut bænda í þessari virðiskeðju sem felst í framleiðslu á landbúnaðarvörum með því að tryggja að þeir hafi sambærilegar heimildir til samvinnu og samstarfs og gildir í nágrannalöndum okkar.“ Margrét vill vita hvort ríkisstjórninni hafi vitað af áformunum fyrir birtingu þingmálaskrár. „Ég spyr vissi ríkisstjórn Kristrúnar frostadóttur af því að það ætti að kollvarpa kerfinu og fyrirkomulaginu eins og það er í dag í mjólkuriðnaðinum og í mjólkurframleiðslu hér á landi og hvernig það eigi að skila kúabændum ábata og hvað þá neytendum. Ég ætla bara að skilja þetta eftir þar.“ Margrét bendir á að á Íslandi séu 450 kúabú. Yfir 90% þeirra séu aðilar að Bændasamtökunum. „Að segja að það sé verið að vinna í þágu bænda án þess að tala við bændur það gengur ekki upp. Þar hefur ekkert innra samráð átt sér stað og nú er þetta strax komið í ytra samráð eins og fyrir almenningi.“ En þið ætlið að skila inn umsögn? „Við munum sannarlega senda inn umsögn og erum líka í samtali við ráðuneytið. Best væri ef þessi drög í heild sinni væru dregin til baka.“
Landbúnaður Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. 7. október 2025 12:07 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. 7. október 2025 12:07