Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 7. október 2025 13:33 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir stjórnvöld ekki geta aðstoðað þegar börnin eru komin utan landsteinanna. Vísir/Anton Brink Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki áfellisdóm yfir íslensku barnaverndar- og meðferðarkerfi að foreldrar leiti til Suður-Afríku með börn sín í meðferð vegna vímuefnavanda þeirra. Hann segir meðferðina í Suður-Afríku til skoðunar í ráðuneytinu. Tvær mæður lýstu miklu úrræðaleysi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjórtán ára synir þeirra hafi farið inn og út úr ólíkum meðferðarúrræðum en aldrei lagist vandinn. Þeir strjúki reglulega úr úrræðum og eftirliti sé verulega ábótavant. Guðmundur Ingi segir það val hverrar fjölskyldu að leita eftir aðstoð utan landsins en þegar barnið er komið þangað þá hafi íslensk stjórnvöld ekkert með það að gera lengur. Hann segir að eins og staðan er í dag sé engin biðlisti á Stuðlum og það sé búið að opna meðferðarheimilið að Blönduhlíð þar sem hægt sé að taka við fimm einstaklingum. Önnur móðirin lýsti því í viðtalinu að sonur hennar hefði ítrekað strokið úr báðum úrræðum. Guðmundur Ingi segir að auk þess verði meðferðarheimilið að Gunnarsholti opnað í desember og þar verði hægt að taka við átta einstaklingum. Flutningur stendur nú yfir á meðferðarheimilinu Lækjarbakka í Gunnarsholt frá Rangárþingi ytra þar sem það var rekið um árabil. Flytja þurfi meðferðarheimilið vegna þess að húsnæðið var ónýtt. Guðmundur segir að þegar þessum flutningi er lokið verði lokið við endurbætur á Stuðlum en þar varð bruni í fyrra með þeim afleiðingum að eitt barn lést. Fjölþættur vandi barna til ríkis um áramót „Þetta er á réttri leið,“ segir Guðmundur Ingi og að hann sé sömuleiðis að skoða í ráðuneytinu hvað er verið að bjóða upp á þarna erlendis, og á það væntanlega við í Suður-Afríku. Hann segist vonast til þess að hægt verði að bregðast frekar við fjölþættum vanda barna þegar ríkið tekur þann málaflokk formlega yfir um áramótin. Nú standi yfir vinna við að kortleggja vandann og hvernig sé best að bregðast við. Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Suður-Afríka Tengdar fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Ása Berglind Hjálmasdóttir þingkona Samfylkingarinnar segir bráðnauðsynlegt að ólík börn hafi ólíka valmöguleika sem gefi þeim færi til að blómstra. Harmsaga úr fjölskyldu hennar sé alls ekkert einsdæmi. 23. september 2025 14:26 „Áskorunin er úrræðaleysið“ Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. 26. júní 2025 19:57 Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár. 19. mars 2025 16:13 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Tvær mæður lýstu miklu úrræðaleysi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjórtán ára synir þeirra hafi farið inn og út úr ólíkum meðferðarúrræðum en aldrei lagist vandinn. Þeir strjúki reglulega úr úrræðum og eftirliti sé verulega ábótavant. Guðmundur Ingi segir það val hverrar fjölskyldu að leita eftir aðstoð utan landsins en þegar barnið er komið þangað þá hafi íslensk stjórnvöld ekkert með það að gera lengur. Hann segir að eins og staðan er í dag sé engin biðlisti á Stuðlum og það sé búið að opna meðferðarheimilið að Blönduhlíð þar sem hægt sé að taka við fimm einstaklingum. Önnur móðirin lýsti því í viðtalinu að sonur hennar hefði ítrekað strokið úr báðum úrræðum. Guðmundur Ingi segir að auk þess verði meðferðarheimilið að Gunnarsholti opnað í desember og þar verði hægt að taka við átta einstaklingum. Flutningur stendur nú yfir á meðferðarheimilinu Lækjarbakka í Gunnarsholt frá Rangárþingi ytra þar sem það var rekið um árabil. Flytja þurfi meðferðarheimilið vegna þess að húsnæðið var ónýtt. Guðmundur segir að þegar þessum flutningi er lokið verði lokið við endurbætur á Stuðlum en þar varð bruni í fyrra með þeim afleiðingum að eitt barn lést. Fjölþættur vandi barna til ríkis um áramót „Þetta er á réttri leið,“ segir Guðmundur Ingi og að hann sé sömuleiðis að skoða í ráðuneytinu hvað er verið að bjóða upp á þarna erlendis, og á það væntanlega við í Suður-Afríku. Hann segist vonast til þess að hægt verði að bregðast frekar við fjölþættum vanda barna þegar ríkið tekur þann málaflokk formlega yfir um áramótin. Nú standi yfir vinna við að kortleggja vandann og hvernig sé best að bregðast við.
Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Suður-Afríka Tengdar fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Ása Berglind Hjálmasdóttir þingkona Samfylkingarinnar segir bráðnauðsynlegt að ólík börn hafi ólíka valmöguleika sem gefi þeim færi til að blómstra. Harmsaga úr fjölskyldu hennar sé alls ekkert einsdæmi. 23. september 2025 14:26 „Áskorunin er úrræðaleysið“ Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. 26. júní 2025 19:57 Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár. 19. mars 2025 16:13 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Ása Berglind Hjálmasdóttir þingkona Samfylkingarinnar segir bráðnauðsynlegt að ólík börn hafi ólíka valmöguleika sem gefi þeim færi til að blómstra. Harmsaga úr fjölskyldu hennar sé alls ekkert einsdæmi. 23. september 2025 14:26
„Áskorunin er úrræðaleysið“ Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. 26. júní 2025 19:57
Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár. 19. mars 2025 16:13