Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2025 14:26 Ása Berglind nýtti eigin reynslu til að ræða vanda barna og unglinga hér á landi. Vísir/Arnar Ása Berglind Hjálmasdóttir þingkona Samfylkingarinnar segir bráðnauðsynlegt að ólík börn hafi ólíka valmöguleika sem gefi þeim færi til að blómstra. Harmsaga úr fjölskyldu hennar sé alls ekkert einsdæmi. Ása Berglind kvaddi sér hljóðs í störfum þingsins á Alþingi í dag. „Ég þekki hvernig það er að alast upp með bróður með fjölþættan vanda. Ég veit að þó það sé barnið sjálft sem á í mestum erfiðleikum þá þjáist öll fjölskyldan,“ sagði Ása Berglind. Kunnuglegt mynstur „Það er lamandi tilfinning að eiga barn sem þú upplifir að þú getir alls ekki hjálpað, að þú getir ekki sinnt þínum helsta tilgangi að vernda barnið þitt.“ Hún sagði ferlið langt og átakanlegt. Byrja snemma í grunnskólum með endurteknum árekstrum, fundum, góðum vilja en fáum úrræðum. „Í tilfelli bróður míns og svo margra annarra þróast vandinn yfir í neyslu, afbrot, fangelsisvist og ótímabært andlát.“ Klár og hæfileikarík eins og önnur börn Ása Berglind, sem hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna síðan í nóvember, spurðu hvers vegna Ísland væri enn á þessum stað. „Þetta er ekki bara saga hans og minnar fjölskyldu heldur ótal annarra í okkar ríka landi.“ Af hverju værum við ekki búin að finna leiðir til að mæta vanda þessara barna. „Af hverju erum við ekki búin að finna út úr því hvers konar jarðveg við þurfum að búa til svo þau börn sem þurfa annars konar ræktun fái líka að blómstra. Þau eru nefnilega klár, hæfileikarík og góð. Þau þurfa einfaldlega aðra nálgun svo þeirra góðu eiginleikar fái að njóta sín. Ef það tekst þá finna þessir krakkar að þau eru ekki gagnslaus, þau eru mikilvæg.“ Opnun, ekki þykjustuopnun Ása Berglind fagnar opnun stuðningsheimilisins Blönduhlíð í Mosfellsbæ í vikunni. „Sem fyrrum ráðherra þykjustuopnaði fyrir síðustu kosningar,“ sagði Ása Berglind og skaut á Ásmund Einar Daðason, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra úr röðum Framsóknar. Um áramótin verði svo meðferðarheimilið Gunnarsholti opnað með langtímameðferð fyrir drengi. Þetta séu góðar fréttir en betur megi ef duga skal. „Það verða að vera til úrræði fyrir börn sem eru ekki í neyslu en eru með skólaforðun eða erfiðleika í hefðbundnu skólaumhverfi. Ég tel að það hafi verið slæmt þegar ólíkum meðferðarheimilum var skellt í lás. Við þurfum ólíka valmöguleika fyrir ólík börn en að sjálfsögðu á faglegum forsendum. Við hreinlega verðum að finna leiðir til að byrgja þessa brunna áður en börnin detta ofan í þá, hratt og vel.“ Alþingi Samfylkingin Börn og uppeldi Fíkn Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Ása Berglind kvaddi sér hljóðs í störfum þingsins á Alþingi í dag. „Ég þekki hvernig það er að alast upp með bróður með fjölþættan vanda. Ég veit að þó það sé barnið sjálft sem á í mestum erfiðleikum þá þjáist öll fjölskyldan,“ sagði Ása Berglind. Kunnuglegt mynstur „Það er lamandi tilfinning að eiga barn sem þú upplifir að þú getir alls ekki hjálpað, að þú getir ekki sinnt þínum helsta tilgangi að vernda barnið þitt.“ Hún sagði ferlið langt og átakanlegt. Byrja snemma í grunnskólum með endurteknum árekstrum, fundum, góðum vilja en fáum úrræðum. „Í tilfelli bróður míns og svo margra annarra þróast vandinn yfir í neyslu, afbrot, fangelsisvist og ótímabært andlát.“ Klár og hæfileikarík eins og önnur börn Ása Berglind, sem hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna síðan í nóvember, spurðu hvers vegna Ísland væri enn á þessum stað. „Þetta er ekki bara saga hans og minnar fjölskyldu heldur ótal annarra í okkar ríka landi.“ Af hverju værum við ekki búin að finna leiðir til að mæta vanda þessara barna. „Af hverju erum við ekki búin að finna út úr því hvers konar jarðveg við þurfum að búa til svo þau börn sem þurfa annars konar ræktun fái líka að blómstra. Þau eru nefnilega klár, hæfileikarík og góð. Þau þurfa einfaldlega aðra nálgun svo þeirra góðu eiginleikar fái að njóta sín. Ef það tekst þá finna þessir krakkar að þau eru ekki gagnslaus, þau eru mikilvæg.“ Opnun, ekki þykjustuopnun Ása Berglind fagnar opnun stuðningsheimilisins Blönduhlíð í Mosfellsbæ í vikunni. „Sem fyrrum ráðherra þykjustuopnaði fyrir síðustu kosningar,“ sagði Ása Berglind og skaut á Ásmund Einar Daðason, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra úr röðum Framsóknar. Um áramótin verði svo meðferðarheimilið Gunnarsholti opnað með langtímameðferð fyrir drengi. Þetta séu góðar fréttir en betur megi ef duga skal. „Það verða að vera til úrræði fyrir börn sem eru ekki í neyslu en eru með skólaforðun eða erfiðleika í hefðbundnu skólaumhverfi. Ég tel að það hafi verið slæmt þegar ólíkum meðferðarheimilum var skellt í lás. Við þurfum ólíka valmöguleika fyrir ólík börn en að sjálfsögðu á faglegum forsendum. Við hreinlega verðum að finna leiðir til að byrgja þessa brunna áður en börnin detta ofan í þá, hratt og vel.“
Alþingi Samfylkingin Börn og uppeldi Fíkn Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira