Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2025 14:26 Ása Berglind nýtti eigin reynslu til að ræða vanda barna og unglinga hér á landi. Vísir/Arnar Ása Berglind Hjálmasdóttir þingkona Samfylkingarinnar segir bráðnauðsynlegt að ólík börn hafi ólíka valmöguleika sem gefi þeim færi til að blómstra. Harmsaga úr fjölskyldu hennar sé alls ekkert einsdæmi. Ása Berglind kvaddi sér hljóðs í störfum þingsins á Alþingi í dag. „Ég þekki hvernig það er að alast upp með bróður með fjölþættan vanda. Ég veit að þó það sé barnið sjálft sem á í mestum erfiðleikum þá þjáist öll fjölskyldan,“ sagði Ása Berglind. Kunnuglegt mynstur „Það er lamandi tilfinning að eiga barn sem þú upplifir að þú getir alls ekki hjálpað, að þú getir ekki sinnt þínum helsta tilgangi að vernda barnið þitt.“ Hún sagði ferlið langt og átakanlegt. Byrja snemma í grunnskólum með endurteknum árekstrum, fundum, góðum vilja en fáum úrræðum. „Í tilfelli bróður míns og svo margra annarra þróast vandinn yfir í neyslu, afbrot, fangelsisvist og ótímabært andlát.“ Klár og hæfileikarík eins og önnur börn Ása Berglind, sem hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna síðan í nóvember, spurðu hvers vegna Ísland væri enn á þessum stað. „Þetta er ekki bara saga hans og minnar fjölskyldu heldur ótal annarra í okkar ríka landi.“ Af hverju værum við ekki búin að finna leiðir til að mæta vanda þessara barna. „Af hverju erum við ekki búin að finna út úr því hvers konar jarðveg við þurfum að búa til svo þau börn sem þurfa annars konar ræktun fái líka að blómstra. Þau eru nefnilega klár, hæfileikarík og góð. Þau þurfa einfaldlega aðra nálgun svo þeirra góðu eiginleikar fái að njóta sín. Ef það tekst þá finna þessir krakkar að þau eru ekki gagnslaus, þau eru mikilvæg.“ Opnun, ekki þykjustuopnun Ása Berglind fagnar opnun stuðningsheimilisins Blönduhlíð í Mosfellsbæ í vikunni. „Sem fyrrum ráðherra þykjustuopnaði fyrir síðustu kosningar,“ sagði Ása Berglind og skaut á Ásmund Einar Daðason, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra úr röðum Framsóknar. Um áramótin verði svo meðferðarheimilið Gunnarsholti opnað með langtímameðferð fyrir drengi. Þetta séu góðar fréttir en betur megi ef duga skal. „Það verða að vera til úrræði fyrir börn sem eru ekki í neyslu en eru með skólaforðun eða erfiðleika í hefðbundnu skólaumhverfi. Ég tel að það hafi verið slæmt þegar ólíkum meðferðarheimilum var skellt í lás. Við þurfum ólíka valmöguleika fyrir ólík börn en að sjálfsögðu á faglegum forsendum. Við hreinlega verðum að finna leiðir til að byrgja þessa brunna áður en börnin detta ofan í þá, hratt og vel.“ Alþingi Samfylkingin Börn og uppeldi Fíkn Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Ása Berglind kvaddi sér hljóðs í störfum þingsins á Alþingi í dag. „Ég þekki hvernig það er að alast upp með bróður með fjölþættan vanda. Ég veit að þó það sé barnið sjálft sem á í mestum erfiðleikum þá þjáist öll fjölskyldan,“ sagði Ása Berglind. Kunnuglegt mynstur „Það er lamandi tilfinning að eiga barn sem þú upplifir að þú getir alls ekki hjálpað, að þú getir ekki sinnt þínum helsta tilgangi að vernda barnið þitt.“ Hún sagði ferlið langt og átakanlegt. Byrja snemma í grunnskólum með endurteknum árekstrum, fundum, góðum vilja en fáum úrræðum. „Í tilfelli bróður míns og svo margra annarra þróast vandinn yfir í neyslu, afbrot, fangelsisvist og ótímabært andlát.“ Klár og hæfileikarík eins og önnur börn Ása Berglind, sem hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna síðan í nóvember, spurðu hvers vegna Ísland væri enn á þessum stað. „Þetta er ekki bara saga hans og minnar fjölskyldu heldur ótal annarra í okkar ríka landi.“ Af hverju værum við ekki búin að finna leiðir til að mæta vanda þessara barna. „Af hverju erum við ekki búin að finna út úr því hvers konar jarðveg við þurfum að búa til svo þau börn sem þurfa annars konar ræktun fái líka að blómstra. Þau eru nefnilega klár, hæfileikarík og góð. Þau þurfa einfaldlega aðra nálgun svo þeirra góðu eiginleikar fái að njóta sín. Ef það tekst þá finna þessir krakkar að þau eru ekki gagnslaus, þau eru mikilvæg.“ Opnun, ekki þykjustuopnun Ása Berglind fagnar opnun stuðningsheimilisins Blönduhlíð í Mosfellsbæ í vikunni. „Sem fyrrum ráðherra þykjustuopnaði fyrir síðustu kosningar,“ sagði Ása Berglind og skaut á Ásmund Einar Daðason, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra úr röðum Framsóknar. Um áramótin verði svo meðferðarheimilið Gunnarsholti opnað með langtímameðferð fyrir drengi. Þetta séu góðar fréttir en betur megi ef duga skal. „Það verða að vera til úrræði fyrir börn sem eru ekki í neyslu en eru með skólaforðun eða erfiðleika í hefðbundnu skólaumhverfi. Ég tel að það hafi verið slæmt þegar ólíkum meðferðarheimilum var skellt í lás. Við þurfum ólíka valmöguleika fyrir ólík börn en að sjálfsögðu á faglegum forsendum. Við hreinlega verðum að finna leiðir til að byrgja þessa brunna áður en börnin detta ofan í þá, hratt og vel.“
Alþingi Samfylkingin Börn og uppeldi Fíkn Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira