Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. október 2025 15:39 Salka byrjaði að selja töskuna í byrjun júní. Aðsend Eiganda Valka design eyddi mörgum mánuðum í að hanna tösku og sá hana síðan nokkrum mánuðum síðar á vefsíðu fataverslunarinnar Weekday. Hún segir það leiðinlegt þegar stórfyrirtæki stela hönnun lítilla fyrirtækja og íhugar að leita réttar síns. Salka Þorra Svanhvítardóttir Holm stendur að baki Valka design sem byggir á hugmyndafræði um hæga tísku (slow fashion) þar sem til sölu eru töskur handunnar af Sölku sjálfri. Til sölu er meðal annars taskan Rökkur, svört taska með mél sem handfang. Salka birti fyrst auglýsingu fyrir töskuna þann 6. júní. Það var svo fyrir nokkrum dögum sem hún fékk senda mynd frá vinkonu sinni sem stödd var í Berlín af tösku í Weekday sem minnti ískyggilega mikið á hennar eigin hönnun. Salka fór beint á heimasíðu Weekday þar sem hún fann betri mynd af töskunni í dálki yfir nýkomnar vörur. Hún fór sjálf í rannsóknarvinnu og telur að taskan hafi verið sett á sölu í lok september. Taska til sölu á Weekday til vinstri og taska Valka design til hægri.Samsett „Það var sama lögun á töskunni, þetta er ekki bara það að þau noti mél sem handfang heldur líka lögunin og saumarnir á töskunni,“ segir Salka í samtali við fréttastofu. „Mér fannst þetta ótrúlega skrýtið, ég var ekki að meðtaka þetta fyrst. Svo fór ég í algjört uppnám, þetta var rosalegur rússíbani af tilfinningum.“ Íhugar að leita til lögfræðings Salka segir það sárt að sjá fyrirtæki af þessari stærðargráðu stela hönnun af litlum fyrirtækjum og fjöldaframleiða hana. Weekday er í eigu H&M Group sem á einnig meðal annars verslanir H&M, COS og & Other Stories. Ein Weekday-verslun er á Íslandi í Smáralind. „Þetta er hönnun sem ég er búin að vera að vinna að í marga mánuði, þetta var búið að vera lengi í bígerð,“ segir Salka. View this post on Instagram A post shared by Valka Design (@valkadesign_) Salka íhugar að leita réttar síns en hefur ekki tekið neina ákvörðun. Hún telur að tösku Weekday hafi verið breytt nægilega mikið til að ekki sé hægt að kæra þau. „Ég er búin að fá ábendingar og meðmæli frá lögfræðingum en ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að gera. Þetta er mestmegnis að svona fyrirtæki leyfi sér að gera þetta, gefa hönnuðum enga viðurkenningu á þeirra hönnun,“ segir Salka. „Að þau dirfist til þess að herma eftir og stela svona hönnun.“ Salka sækist eftir að gera hönnun að framtíðarstarfinu sínu og segir að jafnvel þótt það sé mjög leiðinlegt að lenda í slíku sé hún ekki búin að gefast upp. Tíska og hönnun Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Salka Þorra Svanhvítardóttir Holm stendur að baki Valka design sem byggir á hugmyndafræði um hæga tísku (slow fashion) þar sem til sölu eru töskur handunnar af Sölku sjálfri. Til sölu er meðal annars taskan Rökkur, svört taska með mél sem handfang. Salka birti fyrst auglýsingu fyrir töskuna þann 6. júní. Það var svo fyrir nokkrum dögum sem hún fékk senda mynd frá vinkonu sinni sem stödd var í Berlín af tösku í Weekday sem minnti ískyggilega mikið á hennar eigin hönnun. Salka fór beint á heimasíðu Weekday þar sem hún fann betri mynd af töskunni í dálki yfir nýkomnar vörur. Hún fór sjálf í rannsóknarvinnu og telur að taskan hafi verið sett á sölu í lok september. Taska til sölu á Weekday til vinstri og taska Valka design til hægri.Samsett „Það var sama lögun á töskunni, þetta er ekki bara það að þau noti mél sem handfang heldur líka lögunin og saumarnir á töskunni,“ segir Salka í samtali við fréttastofu. „Mér fannst þetta ótrúlega skrýtið, ég var ekki að meðtaka þetta fyrst. Svo fór ég í algjört uppnám, þetta var rosalegur rússíbani af tilfinningum.“ Íhugar að leita til lögfræðings Salka segir það sárt að sjá fyrirtæki af þessari stærðargráðu stela hönnun af litlum fyrirtækjum og fjöldaframleiða hana. Weekday er í eigu H&M Group sem á einnig meðal annars verslanir H&M, COS og & Other Stories. Ein Weekday-verslun er á Íslandi í Smáralind. „Þetta er hönnun sem ég er búin að vera að vinna að í marga mánuði, þetta var búið að vera lengi í bígerð,“ segir Salka. View this post on Instagram A post shared by Valka Design (@valkadesign_) Salka íhugar að leita réttar síns en hefur ekki tekið neina ákvörðun. Hún telur að tösku Weekday hafi verið breytt nægilega mikið til að ekki sé hægt að kæra þau. „Ég er búin að fá ábendingar og meðmæli frá lögfræðingum en ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að gera. Þetta er mestmegnis að svona fyrirtæki leyfi sér að gera þetta, gefa hönnuðum enga viðurkenningu á þeirra hönnun,“ segir Salka. „Að þau dirfist til þess að herma eftir og stela svona hönnun.“ Salka sækist eftir að gera hönnun að framtíðarstarfinu sínu og segir að jafnvel þótt það sé mjög leiðinlegt að lenda í slíku sé hún ekki búin að gefast upp.
Tíska og hönnun Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira