Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálf­leik í tapi

Árni Jóhannsson skrifar
ACF Fiorentina v FC Polissya Zhytomyr - UEFA Conference League REGGIO NELL'EMILIA, ITALY - AUGUST 28: Albert Gudmundsson of Fiorentina looks on during the UEFA Conference League match between ACF Fiorentina and FC Polissya Zhytomyr at Mapei Stadium - Citta' del Tricolore on August 28, 2025 in Reggio nell'Emilia, Italy. (Photo by Emmanuele Ciancaglini/Ciancaphoto Studio/Getty Images)
ACF Fiorentina v FC Polissya Zhytomyr - UEFA Conference League REGGIO NELL'EMILIA, ITALY - AUGUST 28: Albert Gudmundsson of Fiorentina looks on during the UEFA Conference League match between ACF Fiorentina and FC Polissya Zhytomyr at Mapei Stadium - Citta' del Tricolore on August 28, 2025 in Reggio nell'Emilia, Italy. (Photo by Emmanuele Ciancaglini/Ciancaphoto Studio/Getty Images)

Moise Kean kom heimamönnum í Fiorentina á 14. mínútu en Rómverjar voru ekki lengi að jafna og svo komast yfir. Á 22. mínútu skoraði Matias Soulé fyrir Róma og Bryan Cristante kom gestunum svo yfir á 30. mínútu.

Albert Guðmundsson sem byrjaði leikinn var tekinn út af í hálfleik en það fylgdi ekki sögunni afhverju svo væri. Íslenski landsliðsmaðurinn nældi sér í gult spjald á markamínútunni og kom ekki meira við sögu. 

Albert var valinn í landsliðshópinn sem kemur saman síðar í vikunni en mínútunum hefur þó farið fjölgandi eftir að hann meiddist gegn Aserbaídjan í síðasta landsliðsglugga. Albert var meðal bestu manna í leiknum en þurfti frá að hverfa vegna meiðsla eftir að hafa skorað og lagt upp mark.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira