Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni 2. október 2025 18:55 Özer ver eina af þremur vítaspyrnunum sem teknar voru með skömmu millibili. Image Photo Agency/Getty Images Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson skoraði sigurmark Lille þegar það sótti Roma heim til Rómarborgar í Evrópudeildinni í fótbolta. Berke Özer, markvörður Lille, stelur þó fyrirsögnunum víðast hvar en hann varði þrjár vítaspyrnur í leiknum og sá til þess að Lille er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Leikurinn var aðeins sex mínútna gamall þegar Hákon Arnar fékk sendingu frá Félix Correia og smellti boltanum upp í markhornið hægra megin. Líkt og svo oft áður var Skagamaðurinn potturinn og pannan í sóknarleik Lille. Hákon Arnar fagnar marki sínu.Claudio Pasquazi/Getty Images Eins og áður sagði dugði mark hans til sigurs en ótrúleg atburðarás í síðari hálfleik stal senunni. Fyrst má segja að dæmd hafi verið heldur ósanngjörn vítaspyrna á Lille þar sem gestirnir hefðu átt að fá aukaspyrnu í aðdragandanum. Ofan á það spjaldið dómarinn rangan mann skömmu áður og hefði leikmaður Lille átt að fá sitt annað gula spjald í kringum vítaspyrnudóminn. Þar er þó aðeins hálf sagan sögð. Artem Dovbyk, framherji frá Úkraínu, tók fyrstu vítaspyrnuna. Hún var með ólíkindum slök, niðri til hægri frá Dovbyk séð, og varði Berke Özer spyrnuna nokkuð auðveldlega. Það þurfti hins vegar að taka spyrnuna aftur þar sem Özer var farinn af línunni. Dovbyk tók nákvæmlega sömu spyrnu, aftur varði Özer örugglega og aftur var markvörðurinn kominn af línu sinni þegar Dovbyk skaut. Því þurfti að taka spyrnuna í þriðja skiptið. Að þessu sinni var það ekki Dovbyk sem stillti boltanum upp heldur Argentínumaðurinn Matías Soulé. Hann skaut í öfugt horn við Dovbyk en það dugði ekki til, aftur varði (!) Berke. Sló þetta öll vopn úr höndum Rómverja og lauk leiknum með sigri gestanna. Evrópudeild UEFA
Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson skoraði sigurmark Lille þegar það sótti Roma heim til Rómarborgar í Evrópudeildinni í fótbolta. Berke Özer, markvörður Lille, stelur þó fyrirsögnunum víðast hvar en hann varði þrjár vítaspyrnur í leiknum og sá til þess að Lille er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Leikurinn var aðeins sex mínútna gamall þegar Hákon Arnar fékk sendingu frá Félix Correia og smellti boltanum upp í markhornið hægra megin. Líkt og svo oft áður var Skagamaðurinn potturinn og pannan í sóknarleik Lille. Hákon Arnar fagnar marki sínu.Claudio Pasquazi/Getty Images Eins og áður sagði dugði mark hans til sigurs en ótrúleg atburðarás í síðari hálfleik stal senunni. Fyrst má segja að dæmd hafi verið heldur ósanngjörn vítaspyrna á Lille þar sem gestirnir hefðu átt að fá aukaspyrnu í aðdragandanum. Ofan á það spjaldið dómarinn rangan mann skömmu áður og hefði leikmaður Lille átt að fá sitt annað gula spjald í kringum vítaspyrnudóminn. Þar er þó aðeins hálf sagan sögð. Artem Dovbyk, framherji frá Úkraínu, tók fyrstu vítaspyrnuna. Hún var með ólíkindum slök, niðri til hægri frá Dovbyk séð, og varði Berke Özer spyrnuna nokkuð auðveldlega. Það þurfti hins vegar að taka spyrnuna aftur þar sem Özer var farinn af línunni. Dovbyk tók nákvæmlega sömu spyrnu, aftur varði Özer örugglega og aftur var markvörðurinn kominn af línu sinni þegar Dovbyk skaut. Því þurfti að taka spyrnuna í þriðja skiptið. Að þessu sinni var það ekki Dovbyk sem stillti boltanum upp heldur Argentínumaðurinn Matías Soulé. Hann skaut í öfugt horn við Dovbyk en það dugði ekki til, aftur varði (!) Berke. Sló þetta öll vopn úr höndum Rómverja og lauk leiknum með sigri gestanna.