„Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2025 10:02 Lamine Yamal sýndi flott tilþrf í stórleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi EPA/Alejandro Garcia Lamine Yamal kom aftur inn í Barcelona liðið í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og var fljótur að minna á sig. Meistaradeildarmessan ræddi þennan unga en magnaða leikmann sem er ekki enn orðin nítján ára gamall. „Talandi um Lamine Yamal. Við erum búnir að horfa á hann springa út og feta sig á þessu stóra sviði. Kornungur ennþá. Hvað er hægt að segja um svona hæfileikamann og hvernig hann kemur inn í leikinn,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson í Meistaradeildarmessunni. Algjörlega geggjaður „Fyrsti hálftíminn hjá honum var náttúrulega bara sýning. Hann var algjörlega geggjaður. Strax eftir níutíu sekúndur var hann farinn að búa til eitthvað sem við sjáum ekki oft inn á fótboltavellinum,“ sagði Atli Viðar Björnsson. Klippa: Ræddu frammistöðu Lamine Yamal í Messunni „Þarna fer hann af stað með boltann og það sem við erum að sjá þarna er mjög einstakt,“ sagði Atli og á sama tíma voru sýnd ótrúleg tilþrif Yamal í upphafi leiks þegar hann dansaði í gegnum vörn Paris Saint Germain. Fór framhjá stjörnunum Kjartan taldi upp á stjörnuleikmenn Parísarliðsins sem hann var þarna að fara framhjá. „Þetta er Barcola, þetta er Vitinha, þetta er Nuno Mendes. Hann er ekki bara að fara á eitthvað lið sem álpaðist inn í Meistaradeildina,“ sagði Kjartan. „Nei hann er að fara á vörnina hjá PSG og það eru býsna vel þjálfaðir menn þarna margir hverjir. Það er eins og það sé ekkert sem hann hræðist,“ sagði Atli. „Mér fannst ég sjá á Yamal í kvöld að hann er að koma til baka úr meiðslum. Hann hefur ekki byrjað leik síðan fyrir síðasta landsleikjahlé. Þetta var hálftími þar sem hann var geggjaður. Svo dró af honum og á sama tíma dró af Barclona liðinu,“ sagði Atli. „Lamine Yamal varð í öðru sæti í kosningunni um Gullknöttinn á dögunum. Er hann bara kominn upp í efstu hilluna yfir bestu fótboltamenn í heimi,“ spurði Kjartan. Mjúku hraðabreytingarnar „Það er alltaf matsatriði hver sé bestur. Ég myndi segja að hann sé betri en Dembele. Mér finnst hann bestur. Það vita allir að hann ætlar að reyna að leika á þá og það þarf ekki að koma neinum á óvart. Hann leikur samt á þá,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Hann er með þetta element að þetta lítur svo auðveldlega út hjá honum,“ sagði Kjartan. „Já það eru þessar mjúku hreyfingar og mjúku hraðabreytingar sem er svo gaman að horfa á. Þetta er demantur,“ sagði Atli en það má horfa á umfjöllunina um Lamine Yamal hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
„Talandi um Lamine Yamal. Við erum búnir að horfa á hann springa út og feta sig á þessu stóra sviði. Kornungur ennþá. Hvað er hægt að segja um svona hæfileikamann og hvernig hann kemur inn í leikinn,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson í Meistaradeildarmessunni. Algjörlega geggjaður „Fyrsti hálftíminn hjá honum var náttúrulega bara sýning. Hann var algjörlega geggjaður. Strax eftir níutíu sekúndur var hann farinn að búa til eitthvað sem við sjáum ekki oft inn á fótboltavellinum,“ sagði Atli Viðar Björnsson. Klippa: Ræddu frammistöðu Lamine Yamal í Messunni „Þarna fer hann af stað með boltann og það sem við erum að sjá þarna er mjög einstakt,“ sagði Atli og á sama tíma voru sýnd ótrúleg tilþrif Yamal í upphafi leiks þegar hann dansaði í gegnum vörn Paris Saint Germain. Fór framhjá stjörnunum Kjartan taldi upp á stjörnuleikmenn Parísarliðsins sem hann var þarna að fara framhjá. „Þetta er Barcola, þetta er Vitinha, þetta er Nuno Mendes. Hann er ekki bara að fara á eitthvað lið sem álpaðist inn í Meistaradeildina,“ sagði Kjartan. „Nei hann er að fara á vörnina hjá PSG og það eru býsna vel þjálfaðir menn þarna margir hverjir. Það er eins og það sé ekkert sem hann hræðist,“ sagði Atli. „Mér fannst ég sjá á Yamal í kvöld að hann er að koma til baka úr meiðslum. Hann hefur ekki byrjað leik síðan fyrir síðasta landsleikjahlé. Þetta var hálftími þar sem hann var geggjaður. Svo dró af honum og á sama tíma dró af Barclona liðinu,“ sagði Atli. „Lamine Yamal varð í öðru sæti í kosningunni um Gullknöttinn á dögunum. Er hann bara kominn upp í efstu hilluna yfir bestu fótboltamenn í heimi,“ spurði Kjartan. Mjúku hraðabreytingarnar „Það er alltaf matsatriði hver sé bestur. Ég myndi segja að hann sé betri en Dembele. Mér finnst hann bestur. Það vita allir að hann ætlar að reyna að leika á þá og það þarf ekki að koma neinum á óvart. Hann leikur samt á þá,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Hann er með þetta element að þetta lítur svo auðveldlega út hjá honum,“ sagði Kjartan. „Já það eru þessar mjúku hreyfingar og mjúku hraðabreytingar sem er svo gaman að horfa á. Þetta er demantur,“ sagði Atli en það má horfa á umfjöllunina um Lamine Yamal hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira