Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2025 14:17 Aryatara Shakya er ný gyðja sem bæði hindúar og búddistar í Nepal tilbiðja. AP/Niranjan Shrestha Nepalar völdu sér í gær nýja lifandi gyðju. Tveggja ára stúlka varð fyrir valinu og var hún borin frá heimili sínu í húsasundi í Katmandú, höfuðborg landsins, og flutt í hof. Þar mun hún búa þar til hún nær kynþroska. Hin tveggja ára og átta mánaða gamla Aryatara var valin ný Kumari, eða jómfrúargyðja, og leysir hina ellefu ára gömlu Trishna Shakya af hólmi. Trishna var borin úr hofinu í gær og var henni ekið um höfuðborgina við mikinn fögnuð þeirra tuga þúsunda sem börðu hana augum. Kumari eru valdar úr hópi ungra stúlkna sem tilheyra Newar samfélaginu í Nepal og eru þær tilbeðnar af bæði hindúum og búddistum þar í landi. Skilyrðin eru að þær séu á milli tveggja og fjögurra ára gamlar, með góða húð, hár, augu og tennur og þykir gott að þær séu ekki myrkfælnar. Þær yfirgefa hofið sem þær búa í mjög sjaldan og þegar það gerist mega fætur þeirra ekki snerta jörðina. Á meðan verið var að bera hana um götur Katmandú röðuðu trúaðir sér upp til að snerta fætur hennar með enni sínu og buðu henni blóm og peninga. „Hún var bara dóttir mín í gær en í dag er hún gyðja,“ sagði Ananta Shakya, faðir Aryatara, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði eiginkonu sínu hafa dreymt á meðgöngunni að dóttir þeirra yrði gyðja. Þau hafi alltaf vitað að hún væri sérstök. Fréttaveitan segir að jómfrúargyðjur lifi einangruðu lífi í gegnum árin. Eftir að þær hafa verið bornar út úr hofinu hafa margar þeirra átt erfitt með að aðlagast samfélaginu og fá menntun. Margar þeirra eiga einnig erfitt með að finna sér eiginmann, þar sem nepalskar þjóðsögur segi til um að eiginmenn þeirra deyi ungir. Nepal Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira
Hin tveggja ára og átta mánaða gamla Aryatara var valin ný Kumari, eða jómfrúargyðja, og leysir hina ellefu ára gömlu Trishna Shakya af hólmi. Trishna var borin úr hofinu í gær og var henni ekið um höfuðborgina við mikinn fögnuð þeirra tuga þúsunda sem börðu hana augum. Kumari eru valdar úr hópi ungra stúlkna sem tilheyra Newar samfélaginu í Nepal og eru þær tilbeðnar af bæði hindúum og búddistum þar í landi. Skilyrðin eru að þær séu á milli tveggja og fjögurra ára gamlar, með góða húð, hár, augu og tennur og þykir gott að þær séu ekki myrkfælnar. Þær yfirgefa hofið sem þær búa í mjög sjaldan og þegar það gerist mega fætur þeirra ekki snerta jörðina. Á meðan verið var að bera hana um götur Katmandú röðuðu trúaðir sér upp til að snerta fætur hennar með enni sínu og buðu henni blóm og peninga. „Hún var bara dóttir mín í gær en í dag er hún gyðja,“ sagði Ananta Shakya, faðir Aryatara, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði eiginkonu sínu hafa dreymt á meðgöngunni að dóttir þeirra yrði gyðja. Þau hafi alltaf vitað að hún væri sérstök. Fréttaveitan segir að jómfrúargyðjur lifi einangruðu lífi í gegnum árin. Eftir að þær hafa verið bornar út úr hofinu hafa margar þeirra átt erfitt með að aðlagast samfélaginu og fá menntun. Margar þeirra eiga einnig erfitt með að finna sér eiginmann, þar sem nepalskar þjóðsögur segi til um að eiginmenn þeirra deyi ungir.
Nepal Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira