Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 12:00 Robin Olsen ætlar ekki að spila fleiri landsleiki fyrir Jon Dahl Tomasson. Getty/Armando Babani Eftir að Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfari Svía í fótbolta, tilkynnti Robin Olsen að hann yrði ekki aðalmarkvörður í komandi landsleikjum tilkynnti þessi 35 ára markvörður að hann væri hættur í landsliðinu. Að minnsta kosti á meðan Daninn væri enn þjálfari. Þetta tilkynnti Olsen í viðtali við Aftonbladet í gær en hinn íslenskættaði Tomasson segir ákvörðun markvarðarins einfaldlega svik við liðsfélagana. Svíar eru í harðri baráttu um sæti á HM næsta sumar og nú er allt útlit fyrir að Viktor Johansson standi í markinu gegn Sviss og Kósovó í þessum mánuði, eftir að Olsen fékk á sig tvö mörk bæði gegn Slóveníu (2-2) og Kósovó (2-0 tap) í síðasta mánuði. Móðgaður yfir að vera skipt út „Ég tók ákvörðunina fyrst og fremst vegna þess að við Jon Dahl Tomasson settumst niður í síðasta verkefni fyrir mánuði síðan og þar sagði hann að ég yrði aðalmarkvörður liðsins. Eins og allir vita gerði ég svo mistök gegn Slóveníu og það er aldrei gott. En síðan sagði hann mér í gær að hann ætlaði að skipta mér út og þá fann ég að hann væri þjálfari sem ég vildi ekki starfa fyrir. Þess vegna hef ég ákveðið að segja þetta gott, að minnsta kosti meðan Jon Dahl Tomasson er landsliðsþjálfari,“ sagði Olsen við Aftonbladet. Jon Dahl Tomasson átti íslenskan langafa. Hann hlaut mikla gagnrýni eftir byrjunina á undankeppni HM í þessum mánuði.Getty/Timothy Rogers Tomasson er skiljanlega vonsvikinn yfir viðbrögðum þessa reynslumikla markvarðar Malmö, sem á að baki 79 A-landsleiki og hefur varið mark liða á borð við Aston Villa, Everton og Roma. Kolröng skilaboð til liðsfélaga „Ég er vonsvikinn yfir vonbrigðum Robin. Hann hefur svikið liðsfélaga sína. Hann er að segja við liðsfélaga sinn að hann sé ekki nógu góður, hann er jafnmikið að keppast um stöðuna. Hann er að segja við liðsfélaga sem leggja hart að sér að þeir verðskuldi þetta ekki. Ég er búinn að vera mjög opinn, hreinskilinn og skýr, ég er það alltaf,“ sagði Tomasson og bætti við: „Ég segi alltaf hvað mér finnst. Ég hef stutt Robin allan tímann, hann hefur staðið sig vel fyrir landsliðið í mörg ár. Þess vegna hringdi ég í hann og útskýrði fyrir honum að hann yrði ekki í markinu gegn Sviss. Það er enginn frípassi í þessu. Mér finnst ekki got að hann bregðist svona við,“ sagði Tomasson. Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Þetta tilkynnti Olsen í viðtali við Aftonbladet í gær en hinn íslenskættaði Tomasson segir ákvörðun markvarðarins einfaldlega svik við liðsfélagana. Svíar eru í harðri baráttu um sæti á HM næsta sumar og nú er allt útlit fyrir að Viktor Johansson standi í markinu gegn Sviss og Kósovó í þessum mánuði, eftir að Olsen fékk á sig tvö mörk bæði gegn Slóveníu (2-2) og Kósovó (2-0 tap) í síðasta mánuði. Móðgaður yfir að vera skipt út „Ég tók ákvörðunina fyrst og fremst vegna þess að við Jon Dahl Tomasson settumst niður í síðasta verkefni fyrir mánuði síðan og þar sagði hann að ég yrði aðalmarkvörður liðsins. Eins og allir vita gerði ég svo mistök gegn Slóveníu og það er aldrei gott. En síðan sagði hann mér í gær að hann ætlaði að skipta mér út og þá fann ég að hann væri þjálfari sem ég vildi ekki starfa fyrir. Þess vegna hef ég ákveðið að segja þetta gott, að minnsta kosti meðan Jon Dahl Tomasson er landsliðsþjálfari,“ sagði Olsen við Aftonbladet. Jon Dahl Tomasson átti íslenskan langafa. Hann hlaut mikla gagnrýni eftir byrjunina á undankeppni HM í þessum mánuði.Getty/Timothy Rogers Tomasson er skiljanlega vonsvikinn yfir viðbrögðum þessa reynslumikla markvarðar Malmö, sem á að baki 79 A-landsleiki og hefur varið mark liða á borð við Aston Villa, Everton og Roma. Kolröng skilaboð til liðsfélaga „Ég er vonsvikinn yfir vonbrigðum Robin. Hann hefur svikið liðsfélaga sína. Hann er að segja við liðsfélaga sinn að hann sé ekki nógu góður, hann er jafnmikið að keppast um stöðuna. Hann er að segja við liðsfélaga sem leggja hart að sér að þeir verðskuldi þetta ekki. Ég er búinn að vera mjög opinn, hreinskilinn og skýr, ég er það alltaf,“ sagði Tomasson og bætti við: „Ég segi alltaf hvað mér finnst. Ég hef stutt Robin allan tímann, hann hefur staðið sig vel fyrir landsliðið í mörg ár. Þess vegna hringdi ég í hann og útskýrði fyrir honum að hann yrði ekki í markinu gegn Sviss. Það er enginn frípassi í þessu. Mér finnst ekki got að hann bregðist svona við,“ sagði Tomasson.
Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira