Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. september 2025 19:35 Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur segir greinilegt bakslag í mannréttindabaráttu hér. Hún segir umræðu um hvort kynin séu ekki bara tvö dæmi um hundaflaut sem ali á andúð. Vísir Ástæða er til þess að hafa miklar áhyggjur af bakslagi í allri mannréttindabaráttu að mati kynjafræðings. Það eigi sér helst stað í svokölluðu hundaflauti sem eigi að ná til þeirra sem nærist á ótta og fordómum. Hart hefur verið tekist á um um réttindi transfólks og fleiri jaðarsettra hópa síðustu vikur á ýmsum stöðum í samfélaginu eftir umdeilt viðtal við Snorra Másson þingmann Miðflokksins í Kastljósi á RÚV um málefni transfólks. Tilefnið þar var að velta fyrir sér hvort bakslag hefði orðið í réttindbaráttu transfólks. Noti hundaflaut til að ala á fordómunum Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Hún hefur vakið athygli á málinu á samfélagsmiðlum og er sannfærð um að bakslag hafi orðið í mannréttindabaráttu hér á landi. „Við sjáum að bakslagið sem hefur átt sér stað út í heimi er komið að fullum krafti til Íslands. Uppgangur haturs gagnvart minnihlutahópum á sér nú stað í formi sem kallast hundaflaut. Það felur í sér að fólk með vald og rödd í samfélaginu leyfir sér að tala þannig að andúð eykst gagnvart jaðarsettu fólki án þess að hægt sé að saka viðkomandi um hreinan rasisma, fötlunarfordóma eða hræðslu við hinsegin fólk,“ segir Sóley. Aðspurð um hvort hún telji að Snorri Másson þingmaður Miðflokkson hafi gerst sekur um hundaflaut í Kastljósi á dögunum þegar hann ræddi um málefni transfólks svarar Sóley að fólk verði sjálft að dæma um það. Hún nefnir hins vegar nokkur einkenni hundaflauts. „Í hundaflauti segir fólk næginlega skýrt að það sé á móti þessum tilteknu hópum en samt nægjanlega óskýrt til að ekki sé hægt að saka það um að vera andsnúið þeim. Raunverulegt hundaflaut virkar þannig að hundar heyra það en ekki menn, það sama á við um pólitískt hundaflaut. Það nær til fólks sem býr yfir einhvers konar fordómum eða ótta og elur á andúðinni gagnvart jaðarsettu fólki. Það eykur þannig á hatursorðræðu, hættulega hatursorðræðu bæði á samfélagsmiðlum og jafnvel í fjölmiðlum, þannig hefur t.d. athugasemdakerfi sumra fjölmiðla logað síðustu vikur. Ein aðferðin við að stunda hundaflaut er að spyrja spurninga í ákveðnum tilgangi. Þetta geta verið spurningar eins og: Eru til fleiri en tvö kyn? Á að vera jafnréttisfræðsla í grunnskólum? Þetta eru spurningar þar sem fólk leyfir sér að spyrja til að ala á andúð gagnvart jaðarsettum hópum,“ segir Sóley. „Gríðarlega hættulegt ástand“ Hún segir að þetta valdi jaðarsettufólki óöryggi, ótta og talsverðri vanlíðan. Þá sé greinilegt að hatursglæpum hafi fjölgað á síðustu árum. Samkvæmt skráningu Samtakanna’78 eru hatursglæpir eða alvarleg atvik nú þegar orðin 20 á þessu ári. Þau voru 27 allt árið í fyrra og 58 árið þar á undan. Sóley segir þetta grafalvarlegt. „Þetta er gríðarlega hættulegt ástand, auðvitað fyrst og fremst fyrir jaðarsett fólk. Þetta hefur líka áhrif á ástandið í heiminum þar sem víða eru samfélög í stríði eða á barmi styrjalda,“ segir Sóley að lokum. Í kvöldfréttum Sýnar kom fram að Sóley hefði gert þættina Hatur á Rúv, það er ekki rétt. Hún var viðmælandi í þáttunum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Jafnréttismál Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Hart hefur verið tekist á um um réttindi transfólks og fleiri jaðarsettra hópa síðustu vikur á ýmsum stöðum í samfélaginu eftir umdeilt viðtal við Snorra Másson þingmann Miðflokksins í Kastljósi á RÚV um málefni transfólks. Tilefnið þar var að velta fyrir sér hvort bakslag hefði orðið í réttindbaráttu transfólks. Noti hundaflaut til að ala á fordómunum Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Hún hefur vakið athygli á málinu á samfélagsmiðlum og er sannfærð um að bakslag hafi orðið í mannréttindabaráttu hér á landi. „Við sjáum að bakslagið sem hefur átt sér stað út í heimi er komið að fullum krafti til Íslands. Uppgangur haturs gagnvart minnihlutahópum á sér nú stað í formi sem kallast hundaflaut. Það felur í sér að fólk með vald og rödd í samfélaginu leyfir sér að tala þannig að andúð eykst gagnvart jaðarsettu fólki án þess að hægt sé að saka viðkomandi um hreinan rasisma, fötlunarfordóma eða hræðslu við hinsegin fólk,“ segir Sóley. Aðspurð um hvort hún telji að Snorri Másson þingmaður Miðflokkson hafi gerst sekur um hundaflaut í Kastljósi á dögunum þegar hann ræddi um málefni transfólks svarar Sóley að fólk verði sjálft að dæma um það. Hún nefnir hins vegar nokkur einkenni hundaflauts. „Í hundaflauti segir fólk næginlega skýrt að það sé á móti þessum tilteknu hópum en samt nægjanlega óskýrt til að ekki sé hægt að saka það um að vera andsnúið þeim. Raunverulegt hundaflaut virkar þannig að hundar heyra það en ekki menn, það sama á við um pólitískt hundaflaut. Það nær til fólks sem býr yfir einhvers konar fordómum eða ótta og elur á andúðinni gagnvart jaðarsettu fólki. Það eykur þannig á hatursorðræðu, hættulega hatursorðræðu bæði á samfélagsmiðlum og jafnvel í fjölmiðlum, þannig hefur t.d. athugasemdakerfi sumra fjölmiðla logað síðustu vikur. Ein aðferðin við að stunda hundaflaut er að spyrja spurninga í ákveðnum tilgangi. Þetta geta verið spurningar eins og: Eru til fleiri en tvö kyn? Á að vera jafnréttisfræðsla í grunnskólum? Þetta eru spurningar þar sem fólk leyfir sér að spyrja til að ala á andúð gagnvart jaðarsettum hópum,“ segir Sóley. „Gríðarlega hættulegt ástand“ Hún segir að þetta valdi jaðarsettufólki óöryggi, ótta og talsverðri vanlíðan. Þá sé greinilegt að hatursglæpum hafi fjölgað á síðustu árum. Samkvæmt skráningu Samtakanna’78 eru hatursglæpir eða alvarleg atvik nú þegar orðin 20 á þessu ári. Þau voru 27 allt árið í fyrra og 58 árið þar á undan. Sóley segir þetta grafalvarlegt. „Þetta er gríðarlega hættulegt ástand, auðvitað fyrst og fremst fyrir jaðarsett fólk. Þetta hefur líka áhrif á ástandið í heiminum þar sem víða eru samfélög í stríði eða á barmi styrjalda,“ segir Sóley að lokum. Í kvöldfréttum Sýnar kom fram að Sóley hefði gert þættina Hatur á Rúv, það er ekki rétt. Hún var viðmælandi í þáttunum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Jafnréttismál Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent