Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2025 23:52 Dóra Björt gleðst yfir því að sjá Pírata mælast inni á þingi, og þakkar það verkum starfandi sveitarstjórnafulltrúa. Píratar féllu af þingi í Alþingiskosningunum í nóvember á síðasta ári. Vísir/Arnar Píratar mælast inni á þingi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Oddvitinn í borginni telur kjósendur ánægða með verk flokksins, en gefur ekkert um um hvort hún sækist eftir nýstofnuðu formannsembætti. Fylgi flokkanna er nokkuð óbreytt frá síðustu mánuðum. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mælast enn stærst, en þar á eftir kemur Viðreisn sem tapar tæplega tveimur prósentustigum. Miðflokkur og Framsókn eru á sama róli og mánuðinn á undan, en Flokkur fólksins stendur í stað, og er langt frá kjörfylgi sínu. Hvorki Sósíalistaflokkurinn né Vinstri græn mælast inni á þingi, en það gera Píratar, sem féllu af þingi í nóvember, líkt og VG. Samfylkingin er enn langstærsti flokkurinn, samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn fylgja þar á eftir. Aðrir flokkar mælast undir tíu prósentum, sumir inni á þingi, en aðrir ekki.Vísir/Sara Telur kjósendur taka eftir góðum verkum Oddviti Pírata í Reykjavík, þar sem flokkurinn er í meirihluta og með þrjá borgarfulltrúa segir niðurstöðurnar ánægjulegar. „Það er gaman að sjá að það er tekið eftir góðum störfum þó starfandi kjörinna fulltrúa í þágu Pírata, íbúa og samfélagsins alls, og að við séum að gera góða hluti sem stöndum í stafni,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni. Ákall sé eftir umræðu um loftslagsmál, grænar samgöngur og viðkvæma hópa í samfélaginu. „Við höfum verið sterk rödd mannréttinda og jafnréttis, og ég held að fólk viti það.“ Gæti séð fyrir séð formannsframboð Á aðalfundi Pírata um helgina var ákveðið að taka upp formannsembætti, en flokkurinn hefur ekki haft formann til þessa. Hann verður kjörinn á aukaaðalfundi í haust, en enginn hefur gefið kost á sér enn sem komið er. Gætir þú séð fyrir þér að taka það að þér? „Ja, ég auðvitað ætti að vera tilbúin til þess ef fólk myndi treysta mér til þess. Ég held að það séu margir einstaklingar sem gætu gegnt því embætti innan okkar raða. Mér finnst kannski eðlilegt að þessir hlutir hangi saman, hvort ég hyggst bjóða mig aftur fram sem oddviti og þá væri kannski eðlilegt að ég myndi gefa kost á mér sem formaður. Við verðum kannski bara aðeins að sjá hvað verður í því,“ segir Dóra Björt. Síðastliðinn fimmtudag birtust fréttir þess efnis að Dóra hefði ákveðið að láta gott heita, og hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi sveitarstjórnakosningum í maí. Hún segir það ekki rétt. Hún hafi enga ákvörðun tekið um framhaldið. Píratar Skoðanakannanir Borgarstjórn Alþingi Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Fylgi flokkanna er nokkuð óbreytt frá síðustu mánuðum. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mælast enn stærst, en þar á eftir kemur Viðreisn sem tapar tæplega tveimur prósentustigum. Miðflokkur og Framsókn eru á sama róli og mánuðinn á undan, en Flokkur fólksins stendur í stað, og er langt frá kjörfylgi sínu. Hvorki Sósíalistaflokkurinn né Vinstri græn mælast inni á þingi, en það gera Píratar, sem féllu af þingi í nóvember, líkt og VG. Samfylkingin er enn langstærsti flokkurinn, samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn fylgja þar á eftir. Aðrir flokkar mælast undir tíu prósentum, sumir inni á þingi, en aðrir ekki.Vísir/Sara Telur kjósendur taka eftir góðum verkum Oddviti Pírata í Reykjavík, þar sem flokkurinn er í meirihluta og með þrjá borgarfulltrúa segir niðurstöðurnar ánægjulegar. „Það er gaman að sjá að það er tekið eftir góðum störfum þó starfandi kjörinna fulltrúa í þágu Pírata, íbúa og samfélagsins alls, og að við séum að gera góða hluti sem stöndum í stafni,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni. Ákall sé eftir umræðu um loftslagsmál, grænar samgöngur og viðkvæma hópa í samfélaginu. „Við höfum verið sterk rödd mannréttinda og jafnréttis, og ég held að fólk viti það.“ Gæti séð fyrir séð formannsframboð Á aðalfundi Pírata um helgina var ákveðið að taka upp formannsembætti, en flokkurinn hefur ekki haft formann til þessa. Hann verður kjörinn á aukaaðalfundi í haust, en enginn hefur gefið kost á sér enn sem komið er. Gætir þú séð fyrir þér að taka það að þér? „Ja, ég auðvitað ætti að vera tilbúin til þess ef fólk myndi treysta mér til þess. Ég held að það séu margir einstaklingar sem gætu gegnt því embætti innan okkar raða. Mér finnst kannski eðlilegt að þessir hlutir hangi saman, hvort ég hyggst bjóða mig aftur fram sem oddviti og þá væri kannski eðlilegt að ég myndi gefa kost á mér sem formaður. Við verðum kannski bara aðeins að sjá hvað verður í því,“ segir Dóra Björt. Síðastliðinn fimmtudag birtust fréttir þess efnis að Dóra hefði ákveðið að láta gott heita, og hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi sveitarstjórnakosningum í maí. Hún segir það ekki rétt. Hún hafi enga ákvörðun tekið um framhaldið.
Píratar Skoðanakannanir Borgarstjórn Alþingi Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira