Liverpool með fullt hús stiga

Siggeir Ævarsson skrifar
Hugo Ekitike fagnar marki sínu í dag sem reyndist sigurmarkið
Hugo Ekitike fagnar marki sínu í dag sem reyndist sigurmarkið EPA/ADAM VAUGHAN

Liverpool vann slaginn um Bítlaborgina í dag þegar liðið lagði Everton 2-1 og er því með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir fimm umferðir.

Heimamenn ákváðu að breyta út af vananum og í stað þess að vinna leikinn í blálokin lögðu þeir grunninn strax í byrjun. Liverpool byrjaði leikinn afar sannfærandi en Ryan Gravenberch kom liðinu yfir strax á 10. mínút og lagði svo upp mark fyrir Hugo Ekitike á 29. mínútu.

Liverpool var með öll tök á leiknum fyrsta hálftímann og gestirnir virkuðu hræddir og ragir í sínum aðgerðum. Þeir náðu þó að þétta raðirnar í hálfleik og Idrissa Gueye minnkaði muninn með glæsilegu marki á 58. mínútu.

Það reyndist þó síðasta mark leiksins og David Moyes þarf enn að bíða eftir sigri á Anfield.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira