Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. september 2025 08:27 Alma Möller er heilbrigðisráðherra og fyrrverandi landlæknir. Vísir/Anton Brink Áætlað er að um tvö hundruð manns á ári þurfi gjörgæslumeðferð á Íslandi vegna sýklasóttar. Sýkingin getur verið alvarleg og dánartíðni er há sem undirstrikar mikilvægi þess að berjast gegn sýklalyfjaónæmi að sögn heilbrigðisráðherra. Í tilefni af alþjóðlegum vitundarvakningardegi um sýklasótt á dögunum skrifaði Alma Möller heilbrigðisráðherra grein á Vísi um alvarleika sýkingarinnar og hvað sé til ráða til að grípa inn í. Alma var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er lífshættulegt ástand sem myndast af samspili sýkingar og vörnum líkamans. Fólk verður gríðarlega veikt og getur fengið líffærabilanir og það er há dánartíðni. Þannig að þetta er sem betur fer sjaldgæft og þeim mun auðvitað alvarlegri sjúkdómur og mikilvægt að hafa vitund um hann,“ segir Alma. Tölur á Íslandi bendi til þess að um tvö hundruð manns á ári þurfi gjörgæslumeðferð og þar af eru um 130 sem fá alvarleg einkenni, það er þegar blóðþrýstingur lækkar og fólk verður gríðarlega veikt. „Þetta var kallað blóðeitrun í gamla daga en við tengjum það svolítið húðsýkingum, þegar það kemur í sogæðakerfið svona strik, en Jóhann Heiðar Jóhannsson læknir sem var mjög snjall nýyrðasmiður hann stakk upp á þessu nafni sýklasótt og mér finnst það mjög gott,“ segir Alma. Um er að ræða bakteríusýkingu sem getur framkallað ofsafengin viðbrögð líkamans við sýkingunni. Ekki bara sýkingin sem slík heldur einnig viðbrögð líkamans við henni geta verið alvarleg og ógnað lífi. Þetta sé sjúkdómur sem oft fari fram hjá heilbrigðisstarfsfólki og geti reynst erfitt að greina að sögn Ölmu. Lúmsk einkenni og fjórðungur deyr innan 28 daga „Þetta er svo lúmskt og einkennin geta verið svo margskonar,“ segir Alma en einkennin geti verið tengd uppruna sýkingarinnar sem getur verið til dæmis í lungum, kviðarholi eða í þvagfærum. „Stundum finnst engin orsök. Þannig þú getur verið með einkenni frá þessum sýkingum en síðan er þetta hiti, og jafnvel getur þú verið með kulda og hroll, og síðan mikill slappleiki, meðvitundarskerðing og rugl og fólk er í alvöru mjög veikt. En þetta getur bara verið mjög lúmskt og erfitt að átta sig á.“ Ráðist var í vitundarvakningu árið 2004 sem bar fínan árangur að sögn Ölmu, en betur má ef duga skal. Dánartíðni er há í þeim alvarlegu tilfellum sem þó koma upp á ári hverju. „Það deyr fjórðungur innan 28 daga og 40% eru látin innan árs. En það skýrist af því að oft eru þetta veikari sjúklingar sem fá þetta,“ segir Alma. En það sé einnig ungt og frískt fólk sem geti sýkst. „Áhættuhópar eru náttúrlega fólk sem er veikt fyrir, sem eru kannski á ónæmisbælandi meðferð eða með langvinna sjúkdóma og meðalaldurinn hérlendis er um 65 ár, en svo getur þetta komið eins og þruma úr heiðskýru lofti hjá ungu og frísku fólki, og börnum,“ segir Alma. Undirstriki mikilvægi baráttu gegn sýklalyfjaónæmi Alma reifaði einnig hvaða leiðir til meðferðar eru hæfar, en þar geti hröð og viðeigandi sýklalyfjameðferð skipt sköpum upp á líf og dauða. Hún undirstrikar einnig það sem hún fjallar um í greininni hvað lýtur að virkni sýklalyfja og mikilvægi þess að draga úr sýklalyfjaónæmi á Íslandi. „Þetta undirstrikar mikilvægi þess að aðgengi að heilbrigðiskerfinu sé gott og að heilbrigðisstarfsfólk þekki einkenni sýklasóttar og bregðist skjótt við. En það sýnir okkur líka hversu háð við erum því að hafa árangursrík sýklalyf tiltæk. Án þeirra stöndum við berskjölduð bæði gagnvart sýklasótt en einnig gagnvart algengum sýkingum sem annars er auðvelt að meðhöndla, skrifar Alma í greininni. Í fyrra hafi stjórnvöld staðfest aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi til ársins 2029 sem felur meðal annars í sér sex meginverkefni, þar á meðal að draga úr óþarfa sýklalyfjanotkun jafnt hjá mönnum og dýrum, að efla forvarnir og bólusetningar, að byggja upp vöktunarkerfi fyrir lyfjaónæmi, að styrkja fræðslu til almennings og heilbrigðisstarfsfólks, og að tryggja samráð og alþjóðlegt samstarf. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lyf Bítið Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Í tilefni af alþjóðlegum vitundarvakningardegi um sýklasótt á dögunum skrifaði Alma Möller heilbrigðisráðherra grein á Vísi um alvarleika sýkingarinnar og hvað sé til ráða til að grípa inn í. Alma var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er lífshættulegt ástand sem myndast af samspili sýkingar og vörnum líkamans. Fólk verður gríðarlega veikt og getur fengið líffærabilanir og það er há dánartíðni. Þannig að þetta er sem betur fer sjaldgæft og þeim mun auðvitað alvarlegri sjúkdómur og mikilvægt að hafa vitund um hann,“ segir Alma. Tölur á Íslandi bendi til þess að um tvö hundruð manns á ári þurfi gjörgæslumeðferð og þar af eru um 130 sem fá alvarleg einkenni, það er þegar blóðþrýstingur lækkar og fólk verður gríðarlega veikt. „Þetta var kallað blóðeitrun í gamla daga en við tengjum það svolítið húðsýkingum, þegar það kemur í sogæðakerfið svona strik, en Jóhann Heiðar Jóhannsson læknir sem var mjög snjall nýyrðasmiður hann stakk upp á þessu nafni sýklasótt og mér finnst það mjög gott,“ segir Alma. Um er að ræða bakteríusýkingu sem getur framkallað ofsafengin viðbrögð líkamans við sýkingunni. Ekki bara sýkingin sem slík heldur einnig viðbrögð líkamans við henni geta verið alvarleg og ógnað lífi. Þetta sé sjúkdómur sem oft fari fram hjá heilbrigðisstarfsfólki og geti reynst erfitt að greina að sögn Ölmu. Lúmsk einkenni og fjórðungur deyr innan 28 daga „Þetta er svo lúmskt og einkennin geta verið svo margskonar,“ segir Alma en einkennin geti verið tengd uppruna sýkingarinnar sem getur verið til dæmis í lungum, kviðarholi eða í þvagfærum. „Stundum finnst engin orsök. Þannig þú getur verið með einkenni frá þessum sýkingum en síðan er þetta hiti, og jafnvel getur þú verið með kulda og hroll, og síðan mikill slappleiki, meðvitundarskerðing og rugl og fólk er í alvöru mjög veikt. En þetta getur bara verið mjög lúmskt og erfitt að átta sig á.“ Ráðist var í vitundarvakningu árið 2004 sem bar fínan árangur að sögn Ölmu, en betur má ef duga skal. Dánartíðni er há í þeim alvarlegu tilfellum sem þó koma upp á ári hverju. „Það deyr fjórðungur innan 28 daga og 40% eru látin innan árs. En það skýrist af því að oft eru þetta veikari sjúklingar sem fá þetta,“ segir Alma. En það sé einnig ungt og frískt fólk sem geti sýkst. „Áhættuhópar eru náttúrlega fólk sem er veikt fyrir, sem eru kannski á ónæmisbælandi meðferð eða með langvinna sjúkdóma og meðalaldurinn hérlendis er um 65 ár, en svo getur þetta komið eins og þruma úr heiðskýru lofti hjá ungu og frísku fólki, og börnum,“ segir Alma. Undirstriki mikilvægi baráttu gegn sýklalyfjaónæmi Alma reifaði einnig hvaða leiðir til meðferðar eru hæfar, en þar geti hröð og viðeigandi sýklalyfjameðferð skipt sköpum upp á líf og dauða. Hún undirstrikar einnig það sem hún fjallar um í greininni hvað lýtur að virkni sýklalyfja og mikilvægi þess að draga úr sýklalyfjaónæmi á Íslandi. „Þetta undirstrikar mikilvægi þess að aðgengi að heilbrigðiskerfinu sé gott og að heilbrigðisstarfsfólk þekki einkenni sýklasóttar og bregðist skjótt við. En það sýnir okkur líka hversu háð við erum því að hafa árangursrík sýklalyf tiltæk. Án þeirra stöndum við berskjölduð bæði gagnvart sýklasótt en einnig gagnvart algengum sýkingum sem annars er auðvelt að meðhöndla, skrifar Alma í greininni. Í fyrra hafi stjórnvöld staðfest aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi til ársins 2029 sem felur meðal annars í sér sex meginverkefni, þar á meðal að draga úr óþarfa sýklalyfjanotkun jafnt hjá mönnum og dýrum, að efla forvarnir og bólusetningar, að byggja upp vöktunarkerfi fyrir lyfjaónæmi, að styrkja fræðslu til almennings og heilbrigðisstarfsfólks, og að tryggja samráð og alþjóðlegt samstarf.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lyf Bítið Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira