Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar 13. september 2025 16:01 Sýklasótt (sepsis) er lífshættulegt ástand sem myndast vegna blöndu áhrifa alvarlegrar sýkingar og viðbragða ónæmiskerfisins. Hún getur þróast hratt og valdið líffærabilun og dauða ef ekki er gripið hratt inn í. Rannsóknir sýna að með hverri klukkustund sem líður án viðeigandi meðferðar minnka lífslíkur sjúklings verulega. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að aðgengi að heilbrigðiskerfinu sé gott og að heilbrigðisstarfsfólk þekki einkenni sýklasóttar og bregðist skjótt við. En það sýnir okkur líka hversu háð við erum því að hafa árangursrík sýklalyf tiltæk. Án þeirra stöndum við berskjölduð bæði gagnvart sýklasótt en einnig gagnvart algengum sýkingum sem annars er auðvelt að meðhöndla. Þann 13. september ár hvert er haldinn alþjóðlegur vitundardagur um sýklasótt, World Sepsis Day. Dagurinn minnir okkur á þá alvarlegu staðreynd að sýklasótt er ein helsta orsök dauðsfalla af völdum sýkinga í heiminum í dag. Talið er að á heimsvísu verði um 50 milljónir tilfella á ári og að 11 milljónir manna deyi vegna sýklasóttar. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þessa dags. Á Íslandi erum við svo lánsöm að búa við öflugt heilbrigðiskerfi og frábært heilbrigðisstarfsfólk. En við erum ekki undanskilin þeirri vá sem sýklasótt og sýklalyfjaónæmi hafa í för með sér. Þess vegna er nauðsynlegt að við tökum virkan þátt í alþjóðlegri vitundarvakningu og tengjum hana við okkar eigin stefnumótun. Íslenskar rannsóknir sýna að tilfelli sýklasóttar hér á landi sem krefjast gjörgæslumeðferðar eru rúmlega 200 á hverju ári (0,55 til 0,75 á hverja 1000 íbúa) og að einn af hverjum fjórum í þeim hópi deyr á fyrstu 28 dögum og um 40% á einu ári. Sýklalyfjaónæmi – hægfara faraldur Sýklalyfjaónæmi er ein alvarlegasta heilbrigðisógn nútímans. Þegar bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum breytast þær úr því að vera viðráðanlegar í að valda lífshættulegum sýkingum sem engin lyf ráða við. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst sýklalyfjaónæmi sem einni af stærstu ógnunum við heilsu og lífsgæði heimsbyggðarinnar á 21. öldinni. Á Íslandi erum við enn sem komið er í betri stöðu en mörg önnur lönd, en nýleg gögn sýna að tilfellum ónæmra baktería hefur fjölgað og sýklalyfjanotkun aukist að nýju eftir heimsfaraldur COVID-19. Það kallar á tafarlausar og markvissar aðgerðir. Aðgerðaráætlun Íslands gegn sýklalyfjaónæmi Í fyrra staðfestu heilbrigðisráðherra, matvælaráðherra og umhverfisráðherra heildstæða aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi sem gildir til ársins 2029. Hún byggir á svokallaðri One Health nálgun, þar sem horft er til heilsu manna, dýra, matvælaframleiðslu og umhverfis í samhengi. Áætlunin felur í sér sex meginverkefni, 24 markmið og 75 tiltekin úrræði. Þar má nefna: að draga úr óþarfa sýklalyfjanotkun jafnt hjá mönnum og dýrum, að efla forvarnir og bólusetningar, að byggja upp vöktunarkerfi fyrir lyfjaónæmi, að styrkja fræðslu til almennings og heilbrigðisstarfsfólks, og að tryggja samráð og alþjóðlegt samstarf. Með þessu erum við að tryggja að við séum betur í stakk búin til að takast á við þann vanda sem sýklalyfjaónæmi er og þar með einnig að verja fólk gegn afleiðingum sýklasóttar. Samhengið við aðgerðaráætlunina Það er engin tilviljun að við tengjum saman dag vitundarvakningar um sýklasótt og aðgerðaáætlunina gegn sýklalyfjaónæmi. Dagurinn minnir okkur á lífshættulegar afleiðingar sýkinga. Aðgerðaráætlun okkar gegn sýklalyfjaónæmi tryggir að við höfum verkfærin til að bregðast við þegar sýkingar eiga sér stað. Við getum ímyndað okkur hvernig heimurinn liti út án virkra sýklalyfja. Sýklasótt sem nú er hægt að meðhöndla yrðu aftur að dauðadómi. Smáaðgerðir, keisaraskurðir og krabbameinslyfjameðferðir yrðu mun hættulegri. Með öðrum orðum – það sem við teljum sjálfsagt í dag gæti orðið ómögulegt á morgun. Því er baráttan gegn sýklalyfjaónæmi ekki aðeins tæknilegt verkefni innan heilbrigðiskerfisins. Hún er samfélagslegt verkefni sem snýst um líf, heilsu og framtíð komandi kynslóða. Að lokum Alþjóðalegur dagur vitundarvakningar um sýklasótt minnir okkur á mikilvægi þess að grípa snemma inn í þegar grunur leikur á sýklasótt. En hann minnir okkur einnig á að sýklasótt og sýklalyfjaónæmi tengjast órjúfanlegum böndum. Án virkra sýklalyfja getum við ekki bjargað lífi þeirra sem veikjast. Með samþykkt aðgerðaráætlunar Íslands gegn sýklalyfjaónæmi höfum við tekið stórt skref til að verja samfélag okkar. Með samstilltu átaki getum við tryggt að sýklalyf haldi áfram að vera eitt mikilvægasta vopn okkar gegn sýkingum og að líf sem annars myndu tapast verði bjargað. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Alma D. Möller Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Sýklasótt (sepsis) er lífshættulegt ástand sem myndast vegna blöndu áhrifa alvarlegrar sýkingar og viðbragða ónæmiskerfisins. Hún getur þróast hratt og valdið líffærabilun og dauða ef ekki er gripið hratt inn í. Rannsóknir sýna að með hverri klukkustund sem líður án viðeigandi meðferðar minnka lífslíkur sjúklings verulega. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að aðgengi að heilbrigðiskerfinu sé gott og að heilbrigðisstarfsfólk þekki einkenni sýklasóttar og bregðist skjótt við. En það sýnir okkur líka hversu háð við erum því að hafa árangursrík sýklalyf tiltæk. Án þeirra stöndum við berskjölduð bæði gagnvart sýklasótt en einnig gagnvart algengum sýkingum sem annars er auðvelt að meðhöndla. Þann 13. september ár hvert er haldinn alþjóðlegur vitundardagur um sýklasótt, World Sepsis Day. Dagurinn minnir okkur á þá alvarlegu staðreynd að sýklasótt er ein helsta orsök dauðsfalla af völdum sýkinga í heiminum í dag. Talið er að á heimsvísu verði um 50 milljónir tilfella á ári og að 11 milljónir manna deyi vegna sýklasóttar. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þessa dags. Á Íslandi erum við svo lánsöm að búa við öflugt heilbrigðiskerfi og frábært heilbrigðisstarfsfólk. En við erum ekki undanskilin þeirri vá sem sýklasótt og sýklalyfjaónæmi hafa í för með sér. Þess vegna er nauðsynlegt að við tökum virkan þátt í alþjóðlegri vitundarvakningu og tengjum hana við okkar eigin stefnumótun. Íslenskar rannsóknir sýna að tilfelli sýklasóttar hér á landi sem krefjast gjörgæslumeðferðar eru rúmlega 200 á hverju ári (0,55 til 0,75 á hverja 1000 íbúa) og að einn af hverjum fjórum í þeim hópi deyr á fyrstu 28 dögum og um 40% á einu ári. Sýklalyfjaónæmi – hægfara faraldur Sýklalyfjaónæmi er ein alvarlegasta heilbrigðisógn nútímans. Þegar bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum breytast þær úr því að vera viðráðanlegar í að valda lífshættulegum sýkingum sem engin lyf ráða við. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst sýklalyfjaónæmi sem einni af stærstu ógnunum við heilsu og lífsgæði heimsbyggðarinnar á 21. öldinni. Á Íslandi erum við enn sem komið er í betri stöðu en mörg önnur lönd, en nýleg gögn sýna að tilfellum ónæmra baktería hefur fjölgað og sýklalyfjanotkun aukist að nýju eftir heimsfaraldur COVID-19. Það kallar á tafarlausar og markvissar aðgerðir. Aðgerðaráætlun Íslands gegn sýklalyfjaónæmi Í fyrra staðfestu heilbrigðisráðherra, matvælaráðherra og umhverfisráðherra heildstæða aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi sem gildir til ársins 2029. Hún byggir á svokallaðri One Health nálgun, þar sem horft er til heilsu manna, dýra, matvælaframleiðslu og umhverfis í samhengi. Áætlunin felur í sér sex meginverkefni, 24 markmið og 75 tiltekin úrræði. Þar má nefna: að draga úr óþarfa sýklalyfjanotkun jafnt hjá mönnum og dýrum, að efla forvarnir og bólusetningar, að byggja upp vöktunarkerfi fyrir lyfjaónæmi, að styrkja fræðslu til almennings og heilbrigðisstarfsfólks, og að tryggja samráð og alþjóðlegt samstarf. Með þessu erum við að tryggja að við séum betur í stakk búin til að takast á við þann vanda sem sýklalyfjaónæmi er og þar með einnig að verja fólk gegn afleiðingum sýklasóttar. Samhengið við aðgerðaráætlunina Það er engin tilviljun að við tengjum saman dag vitundarvakningar um sýklasótt og aðgerðaáætlunina gegn sýklalyfjaónæmi. Dagurinn minnir okkur á lífshættulegar afleiðingar sýkinga. Aðgerðaráætlun okkar gegn sýklalyfjaónæmi tryggir að við höfum verkfærin til að bregðast við þegar sýkingar eiga sér stað. Við getum ímyndað okkur hvernig heimurinn liti út án virkra sýklalyfja. Sýklasótt sem nú er hægt að meðhöndla yrðu aftur að dauðadómi. Smáaðgerðir, keisaraskurðir og krabbameinslyfjameðferðir yrðu mun hættulegri. Með öðrum orðum – það sem við teljum sjálfsagt í dag gæti orðið ómögulegt á morgun. Því er baráttan gegn sýklalyfjaónæmi ekki aðeins tæknilegt verkefni innan heilbrigðiskerfisins. Hún er samfélagslegt verkefni sem snýst um líf, heilsu og framtíð komandi kynslóða. Að lokum Alþjóðalegur dagur vitundarvakningar um sýklasótt minnir okkur á mikilvægi þess að grípa snemma inn í þegar grunur leikur á sýklasótt. En hann minnir okkur einnig á að sýklasótt og sýklalyfjaónæmi tengjast órjúfanlegum böndum. Án virkra sýklalyfja getum við ekki bjargað lífi þeirra sem veikjast. Með samþykkt aðgerðaráætlunar Íslands gegn sýklalyfjaónæmi höfum við tekið stórt skref til að verja samfélag okkar. Með samstilltu átaki getum við tryggt að sýklalyf haldi áfram að vera eitt mikilvægasta vopn okkar gegn sýkingum og að líf sem annars myndu tapast verði bjargað. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun