Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. september 2025 12:01 Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir mikilvægt að lögregla hafi brugðist við af festu. Vísir/Vilhelm Hells Angels hafa aukið umsvif sín og sýnileika hér á landi að undanförnu að sögn lögreglu og hafa fengið heimsóknir frá meðlimum systursamtaka erlendis frá. Því hafi verið nauðsynlegt að bregðast við af festu á laugardag þegar samtökin boðuðu til hittings á ensku. Lögregla hafi ríkar heimildir til að tryggja almannaöryggi. Lögreglan auk sérsveitar réðist í umfangsmiklar aðgerðir á laugardagskvöld í Auðbrekku í Kópavogi þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Götunni var lokað, dróni nýttur til að vakta húsnæðið og grímuklæddir lögreglumenn leituðu á gestum. Þrír voru handteknir og svo sleppt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var einn handtekinn fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum, annar hafi verið grunaður um að vera hérlendis í ólöglegri dvöl og sá þriðji handtekinn vegna þess að hann hafi verið með eggvopn. Færð ekki að vera fullgildur nema hafa sannað þig Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir að full þörf hafi verið á aðgerðum lögreglu. „Þetta eru samtök sem viðurkenna ekki lög og reglur landsins og lifa ekki samkvæmt þeim. Þessi samtök á heimsvísu eru þekkt fyrir skipulagða brotastarfsemi, mansal, vændi, ofbeldi, kúganir, fíkniefnaframleiðslu og fíkniefnasölu.“ Meðlimir samtakanna hafa borið sig aumlega og sagt um vinahitting að ræða. „Hells Angels vörumerkið er þannig að þú færð ekkert að vera fullgildur með kafla á Íslandi nema þú sért búinn að sanna þig á einhvern hátt, að þú eigir erindi inn í þetta mynstur,“ segir Ásgeir. Samtökin hafi áður fengið erlenda gesti Það sé alveg ljóst að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. „Og þegar það kemur ofan á það að Hells Angels kaflinn á Íslandi er búinn að vera að gera sig meira gildandi og er búinn að vera meira sýnilegur að undanförnu þá bregst lögregla að sjálfsögðu við þegar þeir auglýsa samkvæmi.“ Spurningar hafa vaknað um heimildir lögreglu til þess að loka götunni og leita á öllum gestum. Ásgeir segir að á grundvelli almannaöryggis hafi lögregla fullar heimildir til þessa. Plakat þar sem viðburðurinn var auglýstur var á ensku og vakti það sérstaka athygli lögreglu. Ljóst sé að samtökin hér á landi séu hluti af regnhlífarsamtökum Hells Angels á Norðurlöndunum. „Þetta eru ekki fyrstu afskipti okkar af þessum samtökum og sagan hefur verið þannig að hingað til hafa komið meðlimir systursamtaka bæði af Norðurlöndunum og jafnvel víðar.“ Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. 14. september 2025 13:52 Allir þrír lausir úr haldi Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. 14. september 2025 11:08 Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. 13. september 2025 23:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Lögreglan auk sérsveitar réðist í umfangsmiklar aðgerðir á laugardagskvöld í Auðbrekku í Kópavogi þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Götunni var lokað, dróni nýttur til að vakta húsnæðið og grímuklæddir lögreglumenn leituðu á gestum. Þrír voru handteknir og svo sleppt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var einn handtekinn fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum, annar hafi verið grunaður um að vera hérlendis í ólöglegri dvöl og sá þriðji handtekinn vegna þess að hann hafi verið með eggvopn. Færð ekki að vera fullgildur nema hafa sannað þig Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir að full þörf hafi verið á aðgerðum lögreglu. „Þetta eru samtök sem viðurkenna ekki lög og reglur landsins og lifa ekki samkvæmt þeim. Þessi samtök á heimsvísu eru þekkt fyrir skipulagða brotastarfsemi, mansal, vændi, ofbeldi, kúganir, fíkniefnaframleiðslu og fíkniefnasölu.“ Meðlimir samtakanna hafa borið sig aumlega og sagt um vinahitting að ræða. „Hells Angels vörumerkið er þannig að þú færð ekkert að vera fullgildur með kafla á Íslandi nema þú sért búinn að sanna þig á einhvern hátt, að þú eigir erindi inn í þetta mynstur,“ segir Ásgeir. Samtökin hafi áður fengið erlenda gesti Það sé alveg ljóst að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. „Og þegar það kemur ofan á það að Hells Angels kaflinn á Íslandi er búinn að vera að gera sig meira gildandi og er búinn að vera meira sýnilegur að undanförnu þá bregst lögregla að sjálfsögðu við þegar þeir auglýsa samkvæmi.“ Spurningar hafa vaknað um heimildir lögreglu til þess að loka götunni og leita á öllum gestum. Ásgeir segir að á grundvelli almannaöryggis hafi lögregla fullar heimildir til þessa. Plakat þar sem viðburðurinn var auglýstur var á ensku og vakti það sérstaka athygli lögreglu. Ljóst sé að samtökin hér á landi séu hluti af regnhlífarsamtökum Hells Angels á Norðurlöndunum. „Þetta eru ekki fyrstu afskipti okkar af þessum samtökum og sagan hefur verið þannig að hingað til hafa komið meðlimir systursamtaka bæði af Norðurlöndunum og jafnvel víðar.“
Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. 14. september 2025 13:52 Allir þrír lausir úr haldi Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. 14. september 2025 11:08 Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. 13. september 2025 23:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. 14. september 2025 13:52
Allir þrír lausir úr haldi Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. 14. september 2025 11:08
Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. 13. september 2025 23:41