Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2025 12:02 Lamine Yamal brosmildur í landsleiknum gegn Tyrklandi, sem Spánn vann 6-0. Getty/Ahmad Mora Hansi Flick, þjálfari Barcelona, er hundóánægður með meðferðina sem hinn ungi Lamine Yamal fékk hjá spænska landsliðinu í nýafstöðnu landsleikjahléi. Yamal var ekki með á æfingu Börsunga í dag vegna bakmeiðsla og Flick staðfesti svo á blaðamannafundi að þessi 18 ára stjörnuleikmaður yrði ekki með gegn Valencia á morgun. Mögulega missir hann einnig af fyrsta leiknum í Meistaradeild Evrópu, gegn Newcastle á fimmtudagskvöld. Flick kennir landsliðsþjálfara Spánverja, Luis de la Fuente, um stöðuna. Yamal átti samtals þrjár stoðsendingar í 3-0 og 6-0 útisigrum gegn Búlgaríu og Tyrklandi, 4. og 7. september. „Hann [Yamal] spilaði með landsliðinu þrátt fyrir að finna fyrir sársauka og fékk verkjalyf til að geta spilað. Hann spilaði 79 og 73 mínútur með þessi eymsli og án þess að æfa á milli leikja. Þarna er ekki verið að hugsa um hag leikmannanna,“ sagði Flick við blaðamenn. „Mér finnst spænska landsliðið vera með frábæran hóp, bestu leikmenn heims, en þeir passa ekki upp á leikmennina og það hryggir mig,“ sagði Flick. 🚨⚠️ Lamine Yamal will miss tomorrow’s game and can be also out vs Newcastle.Hansi Flick: “Spain gave him painkillers and even when they were winning they made him play. This is not taking care of the players. I'm very sad about this”. pic.twitter.com/MsjsyDOA3J— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 13, 2025 Hann var svo spurður að því hvort hann hefði rætt málið við spænska landsliðsþjálfarann: „Ég hef aldrei talað við hann, bara skipst á skilaboðum. Spænskan mín er ekki mjög góð og ekki heldur enskan hans, en þegar allt kemur til alls þá gætu samskiptin verið betri. Við erum ekki bara með einn leikmann, þeir eru fleiri,“ sagði Flick. „Ég hef verið í þessari stöðu sjálfur og samskiptin við félagsliðin verða að vera góð,“ bætti han við. HM 2026 í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Yamal var ekki með á æfingu Börsunga í dag vegna bakmeiðsla og Flick staðfesti svo á blaðamannafundi að þessi 18 ára stjörnuleikmaður yrði ekki með gegn Valencia á morgun. Mögulega missir hann einnig af fyrsta leiknum í Meistaradeild Evrópu, gegn Newcastle á fimmtudagskvöld. Flick kennir landsliðsþjálfara Spánverja, Luis de la Fuente, um stöðuna. Yamal átti samtals þrjár stoðsendingar í 3-0 og 6-0 útisigrum gegn Búlgaríu og Tyrklandi, 4. og 7. september. „Hann [Yamal] spilaði með landsliðinu þrátt fyrir að finna fyrir sársauka og fékk verkjalyf til að geta spilað. Hann spilaði 79 og 73 mínútur með þessi eymsli og án þess að æfa á milli leikja. Þarna er ekki verið að hugsa um hag leikmannanna,“ sagði Flick við blaðamenn. „Mér finnst spænska landsliðið vera með frábæran hóp, bestu leikmenn heims, en þeir passa ekki upp á leikmennina og það hryggir mig,“ sagði Flick. 🚨⚠️ Lamine Yamal will miss tomorrow’s game and can be also out vs Newcastle.Hansi Flick: “Spain gave him painkillers and even when they were winning they made him play. This is not taking care of the players. I'm very sad about this”. pic.twitter.com/MsjsyDOA3J— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 13, 2025 Hann var svo spurður að því hvort hann hefði rætt málið við spænska landsliðsþjálfarann: „Ég hef aldrei talað við hann, bara skipst á skilaboðum. Spænskan mín er ekki mjög góð og ekki heldur enskan hans, en þegar allt kemur til alls þá gætu samskiptin verið betri. Við erum ekki bara með einn leikmann, þeir eru fleiri,“ sagði Flick. „Ég hef verið í þessari stöðu sjálfur og samskiptin við félagsliðin verða að vera góð,“ bætti han við.
HM 2026 í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira