Stebbi í Lúdó látinn Agnar Már Másson skrifar 13. september 2025 10:37 Stefán Jónsson söngvari var oft kallaður Stebbi í Lúdó. Stefán Jónsson söngvari er látinn, 82 ára að aldri. Stefán var einn af fyrstu rokksöngvurum Íslands og er þekktastur fyrir að syngja með hljómsveitinni Lúdó, sem hann var iðulega kenndur við. Stefán fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1942. Foreldrar hans voru hjónin Jón B. Stefánsson bifvélavirki og Guðrún Jónsdóttir húsmóðir. Morgunblaðið greinir frá því að Stefán hafi fallið frá 9. september, þriðjudag, á hjúkrunarheimilinu að Sóltúni. Stefán skilur eftir sig eiginkonu, Oddrúnu Gunnarsdóttur kaupmann. Börn þeirra eru Svandís Ósk og Gunnar Bergmann. Barnabörn þeirra eru tvö. SAS og Lúdó Stefán gekk í Austurbæjarskóla og síðar Gagnfræðiskóla verknáms, en þar kom hann fyrst fram og söng á skólaskemmtun árið 1957, að því er fram kemur á vef Glatkistunnar. Eftir gagnfræðiskóla vann hann við leirgerð í Listvinahúsinu við Skólavörðustíg. Á þessum árum söng hann með SAS-tríóinu ásamt Ásbirni Egilssyni og Sigurði Elíassyni. Þeir gáfu út smáskífu árið 1959 með laginu „Jói Jóns“ sem sló rækilega í gegn og gerði Stefán landsþekktan, þá áðeins sautján ára að aldri. Seinna gekk hann til liðs við Plútó-kvintettinn, sem varð síðar Lúdó sextettinn en hljómsveitin þurfti að breyta nafni sínu eftir tap í málaferlum fyrir silfursmiðjunni Plútó. Lúdó, sem Stefán varð síðar kenndur við í áratugi, átti eftir að verða ein vinsælasta hljómsveit landsins á tímum frumrokksins og leika á böllum um allt land. Tvistmeistararnir sendu frá sér tvær smáskífur og þar má finna slagara á borð við Því ekki að taka lífið létt. Lúdó sextettinn hætti störfum haustið 1967 en hann hélt áfram að syngja með Sextetti Jóns Sigurðssonar um tíma. Þetta ár hafði hann einnig hafið störf hjá bifreiðaumboðinu Ræsi, fyrst sem starfsmaður í varahlutaverslun, síðan sem sölumaður bíla. Endurreisnin Árið 1970 fór hann að syngja undir formerkjum Hljómsveitar Elfars Berg, sem breyttist síðar í The Robots, en þá spilaði sveitin nær eingöngu fyrir bandaríska hermenn í Keflavík og því mun hafa þótt hentugra að hafa enskt nafn. Þegar Lúdó var endurreist árið 1976 gaf hann út smáskífu með lögum á borð við Átján rauðar rósir, Ólsen-ólsen, Halló Akureyri og Í bláberjalaut, sem öll urðu afar vinsæl. Minna fór fyrir sveitinni eftir það þó að lögin lifi enn góðu lífi. Stefán vann áfram hjá Ræsi og síðar Öskju til ársins 2009 en hélt þó áfram að spila á dansleikjum. Hann söng inn á plötu með Sniglabandinu árið 2015, sem mun væntanlega hafa verið hans síðasta útgáfa. Andlát Tónlist Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Stefán fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1942. Foreldrar hans voru hjónin Jón B. Stefánsson bifvélavirki og Guðrún Jónsdóttir húsmóðir. Morgunblaðið greinir frá því að Stefán hafi fallið frá 9. september, þriðjudag, á hjúkrunarheimilinu að Sóltúni. Stefán skilur eftir sig eiginkonu, Oddrúnu Gunnarsdóttur kaupmann. Börn þeirra eru Svandís Ósk og Gunnar Bergmann. Barnabörn þeirra eru tvö. SAS og Lúdó Stefán gekk í Austurbæjarskóla og síðar Gagnfræðiskóla verknáms, en þar kom hann fyrst fram og söng á skólaskemmtun árið 1957, að því er fram kemur á vef Glatkistunnar. Eftir gagnfræðiskóla vann hann við leirgerð í Listvinahúsinu við Skólavörðustíg. Á þessum árum söng hann með SAS-tríóinu ásamt Ásbirni Egilssyni og Sigurði Elíassyni. Þeir gáfu út smáskífu árið 1959 með laginu „Jói Jóns“ sem sló rækilega í gegn og gerði Stefán landsþekktan, þá áðeins sautján ára að aldri. Seinna gekk hann til liðs við Plútó-kvintettinn, sem varð síðar Lúdó sextettinn en hljómsveitin þurfti að breyta nafni sínu eftir tap í málaferlum fyrir silfursmiðjunni Plútó. Lúdó, sem Stefán varð síðar kenndur við í áratugi, átti eftir að verða ein vinsælasta hljómsveit landsins á tímum frumrokksins og leika á böllum um allt land. Tvistmeistararnir sendu frá sér tvær smáskífur og þar má finna slagara á borð við Því ekki að taka lífið létt. Lúdó sextettinn hætti störfum haustið 1967 en hann hélt áfram að syngja með Sextetti Jóns Sigurðssonar um tíma. Þetta ár hafði hann einnig hafið störf hjá bifreiðaumboðinu Ræsi, fyrst sem starfsmaður í varahlutaverslun, síðan sem sölumaður bíla. Endurreisnin Árið 1970 fór hann að syngja undir formerkjum Hljómsveitar Elfars Berg, sem breyttist síðar í The Robots, en þá spilaði sveitin nær eingöngu fyrir bandaríska hermenn í Keflavík og því mun hafa þótt hentugra að hafa enskt nafn. Þegar Lúdó var endurreist árið 1976 gaf hann út smáskífu með lögum á borð við Átján rauðar rósir, Ólsen-ólsen, Halló Akureyri og Í bláberjalaut, sem öll urðu afar vinsæl. Minna fór fyrir sveitinni eftir það þó að lögin lifi enn góðu lífi. Stefán vann áfram hjá Ræsi og síðar Öskju til ársins 2009 en hélt þó áfram að spila á dansleikjum. Hann söng inn á plötu með Sniglabandinu árið 2015, sem mun væntanlega hafa verið hans síðasta útgáfa.
Andlát Tónlist Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira