Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. september 2025 08:31 Adrien Rabiot hefur spilað með bæði PSG og Marseille og fékk að heyra hávært baul í Frakklandi í fyrradag. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Adrien Rabiot er óvinsæll í heimalandinu Frakklandi en er nú mættur til Ítalíu þar sem hann verður kynntur sem nýr leikmaður AC Milan. Púað var á Rabiot í hvert skipti sem hann snerti boltann í landsleik Frakklands og Íslands í fyrradag. Leikurinn fór nefnilega fram á Prinsavöllum, Parc des Princes, heimavelli PSG. Rabiot spilaði með PSG í sjö ár en naut aldrei mikilla vinsælda hjá stuðningsmönnum, ókurteis framkoma og slæm hegðun hans utan vallar hafði áhrif á það. Móðir hans var sömuleiðis mjög óvinsæl en hún er einnig umboðsmaður hans og sá um samningaviðræður við félagið. Þá gerði Rabiot sjálfum sér ekki vinsældargreiða með því að ganga til liðs við Marseille, helsta erkifjanda PSG, á síðasta ári. Rabiot er óvinsæll í frönsku höfuðborginni eftir tíma sinn þar og sérstaklega eftir að hafa skrifað undir samning við Marseille í fyrra. Þess á milli spilaði hann fyrir Juventus. Getty/Julien Mattia Tími hans hjá Marseille var þó stormasamur og Rabiot entist aðeins í eitt ár hjá félaginu, hann var látinn fara í síðasta mánuði eftir að hafa lent í áflogum við liðsfélaga sinn Jonathan Rowe. Rabiot hefur því tekist að ergja stuðningsmenn tveggja stærstu félaganna í Frakklandi. AC Milan er hins vegar heillað og hefur boðið honum samning, samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Rabiot sást svo á Malpensa flugvellinum í Mílanó rétt áðan og verður væntanlega kynntur sem nýr leikmaður liðsins á næstunni. Þar var honum vel tekið, eins og sjá má hér fyrir neðan. 🆕🇫🇷 L’arrivo di Adrien #Rabiot a Malpensa Prime. (Via @lollodean_ ) pic.twitter.com/F37H1iaXQN— MilanNews.it (@MilanNewsit) September 11, 2025 Ítalski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Púað var á Rabiot í hvert skipti sem hann snerti boltann í landsleik Frakklands og Íslands í fyrradag. Leikurinn fór nefnilega fram á Prinsavöllum, Parc des Princes, heimavelli PSG. Rabiot spilaði með PSG í sjö ár en naut aldrei mikilla vinsælda hjá stuðningsmönnum, ókurteis framkoma og slæm hegðun hans utan vallar hafði áhrif á það. Móðir hans var sömuleiðis mjög óvinsæl en hún er einnig umboðsmaður hans og sá um samningaviðræður við félagið. Þá gerði Rabiot sjálfum sér ekki vinsældargreiða með því að ganga til liðs við Marseille, helsta erkifjanda PSG, á síðasta ári. Rabiot er óvinsæll í frönsku höfuðborginni eftir tíma sinn þar og sérstaklega eftir að hafa skrifað undir samning við Marseille í fyrra. Þess á milli spilaði hann fyrir Juventus. Getty/Julien Mattia Tími hans hjá Marseille var þó stormasamur og Rabiot entist aðeins í eitt ár hjá félaginu, hann var látinn fara í síðasta mánuði eftir að hafa lent í áflogum við liðsfélaga sinn Jonathan Rowe. Rabiot hefur því tekist að ergja stuðningsmenn tveggja stærstu félaganna í Frakklandi. AC Milan er hins vegar heillað og hefur boðið honum samning, samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Rabiot sást svo á Malpensa flugvellinum í Mílanó rétt áðan og verður væntanlega kynntur sem nýr leikmaður liðsins á næstunni. Þar var honum vel tekið, eins og sjá má hér fyrir neðan. 🆕🇫🇷 L’arrivo di Adrien #Rabiot a Malpensa Prime. (Via @lollodean_ ) pic.twitter.com/F37H1iaXQN— MilanNews.it (@MilanNewsit) September 11, 2025
Ítalski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira