Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. september 2025 08:31 Adrien Rabiot hefur spilað með bæði PSG og Marseille og fékk að heyra hávært baul í Frakklandi í fyrradag. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Adrien Rabiot er óvinsæll í heimalandinu Frakklandi en er nú mættur til Ítalíu þar sem hann verður kynntur sem nýr leikmaður AC Milan. Púað var á Rabiot í hvert skipti sem hann snerti boltann í landsleik Frakklands og Íslands í fyrradag. Leikurinn fór nefnilega fram á Prinsavöllum, Parc des Princes, heimavelli PSG. Rabiot spilaði með PSG í sjö ár en naut aldrei mikilla vinsælda hjá stuðningsmönnum, ókurteis framkoma og slæm hegðun hans utan vallar hafði áhrif á það. Móðir hans var sömuleiðis mjög óvinsæl en hún er einnig umboðsmaður hans og sá um samningaviðræður við félagið. Þá gerði Rabiot sjálfum sér ekki vinsældargreiða með því að ganga til liðs við Marseille, helsta erkifjanda PSG, á síðasta ári. Rabiot er óvinsæll í frönsku höfuðborginni eftir tíma sinn þar og sérstaklega eftir að hafa skrifað undir samning við Marseille í fyrra. Þess á milli spilaði hann fyrir Juventus. Getty/Julien Mattia Tími hans hjá Marseille var þó stormasamur og Rabiot entist aðeins í eitt ár hjá félaginu, hann var látinn fara í síðasta mánuði eftir að hafa lent í áflogum við liðsfélaga sinn Jonathan Rowe. Rabiot hefur því tekist að ergja stuðningsmenn tveggja stærstu félaganna í Frakklandi. AC Milan er hins vegar heillað og hefur boðið honum samning, samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Rabiot sást svo á Malpensa flugvellinum í Mílanó rétt áðan og verður væntanlega kynntur sem nýr leikmaður liðsins á næstunni. Þar var honum vel tekið, eins og sjá má hér fyrir neðan. 🆕🇫🇷 L’arrivo di Adrien #Rabiot a Malpensa Prime. (Via @lollodean_ ) pic.twitter.com/F37H1iaXQN— MilanNews.it (@MilanNewsit) September 11, 2025 Ítalski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira
Púað var á Rabiot í hvert skipti sem hann snerti boltann í landsleik Frakklands og Íslands í fyrradag. Leikurinn fór nefnilega fram á Prinsavöllum, Parc des Princes, heimavelli PSG. Rabiot spilaði með PSG í sjö ár en naut aldrei mikilla vinsælda hjá stuðningsmönnum, ókurteis framkoma og slæm hegðun hans utan vallar hafði áhrif á það. Móðir hans var sömuleiðis mjög óvinsæl en hún er einnig umboðsmaður hans og sá um samningaviðræður við félagið. Þá gerði Rabiot sjálfum sér ekki vinsældargreiða með því að ganga til liðs við Marseille, helsta erkifjanda PSG, á síðasta ári. Rabiot er óvinsæll í frönsku höfuðborginni eftir tíma sinn þar og sérstaklega eftir að hafa skrifað undir samning við Marseille í fyrra. Þess á milli spilaði hann fyrir Juventus. Getty/Julien Mattia Tími hans hjá Marseille var þó stormasamur og Rabiot entist aðeins í eitt ár hjá félaginu, hann var látinn fara í síðasta mánuði eftir að hafa lent í áflogum við liðsfélaga sinn Jonathan Rowe. Rabiot hefur því tekist að ergja stuðningsmenn tveggja stærstu félaganna í Frakklandi. AC Milan er hins vegar heillað og hefur boðið honum samning, samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Rabiot sást svo á Malpensa flugvellinum í Mílanó rétt áðan og verður væntanlega kynntur sem nýr leikmaður liðsins á næstunni. Þar var honum vel tekið, eins og sjá má hér fyrir neðan. 🆕🇫🇷 L’arrivo di Adrien #Rabiot a Malpensa Prime. (Via @lollodean_ ) pic.twitter.com/F37H1iaXQN— MilanNews.it (@MilanNewsit) September 11, 2025
Ítalski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira