Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. september 2025 08:31 Adrien Rabiot hefur spilað með bæði PSG og Marseille og fékk að heyra hávært baul í Frakklandi í fyrradag. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Adrien Rabiot er óvinsæll í heimalandinu Frakklandi en er nú mættur til Ítalíu þar sem hann verður kynntur sem nýr leikmaður AC Milan. Púað var á Rabiot í hvert skipti sem hann snerti boltann í landsleik Frakklands og Íslands í fyrradag. Leikurinn fór nefnilega fram á Prinsavöllum, Parc des Princes, heimavelli PSG. Rabiot spilaði með PSG í sjö ár en naut aldrei mikilla vinsælda hjá stuðningsmönnum, ókurteis framkoma og slæm hegðun hans utan vallar hafði áhrif á það. Móðir hans var sömuleiðis mjög óvinsæl en hún er einnig umboðsmaður hans og sá um samningaviðræður við félagið. Þá gerði Rabiot sjálfum sér ekki vinsældargreiða með því að ganga til liðs við Marseille, helsta erkifjanda PSG, á síðasta ári. Rabiot er óvinsæll í frönsku höfuðborginni eftir tíma sinn þar og sérstaklega eftir að hafa skrifað undir samning við Marseille í fyrra. Þess á milli spilaði hann fyrir Juventus. Getty/Julien Mattia Tími hans hjá Marseille var þó stormasamur og Rabiot entist aðeins í eitt ár hjá félaginu, hann var látinn fara í síðasta mánuði eftir að hafa lent í áflogum við liðsfélaga sinn Jonathan Rowe. Rabiot hefur því tekist að ergja stuðningsmenn tveggja stærstu félaganna í Frakklandi. AC Milan er hins vegar heillað og hefur boðið honum samning, samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Rabiot sást svo á Malpensa flugvellinum í Mílanó rétt áðan og verður væntanlega kynntur sem nýr leikmaður liðsins á næstunni. Þar var honum vel tekið, eins og sjá má hér fyrir neðan. 🆕🇫🇷 L’arrivo di Adrien #Rabiot a Malpensa Prime. (Via @lollodean_ ) pic.twitter.com/F37H1iaXQN— MilanNews.it (@MilanNewsit) September 11, 2025 Ítalski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Sjá meira
Púað var á Rabiot í hvert skipti sem hann snerti boltann í landsleik Frakklands og Íslands í fyrradag. Leikurinn fór nefnilega fram á Prinsavöllum, Parc des Princes, heimavelli PSG. Rabiot spilaði með PSG í sjö ár en naut aldrei mikilla vinsælda hjá stuðningsmönnum, ókurteis framkoma og slæm hegðun hans utan vallar hafði áhrif á það. Móðir hans var sömuleiðis mjög óvinsæl en hún er einnig umboðsmaður hans og sá um samningaviðræður við félagið. Þá gerði Rabiot sjálfum sér ekki vinsældargreiða með því að ganga til liðs við Marseille, helsta erkifjanda PSG, á síðasta ári. Rabiot er óvinsæll í frönsku höfuðborginni eftir tíma sinn þar og sérstaklega eftir að hafa skrifað undir samning við Marseille í fyrra. Þess á milli spilaði hann fyrir Juventus. Getty/Julien Mattia Tími hans hjá Marseille var þó stormasamur og Rabiot entist aðeins í eitt ár hjá félaginu, hann var látinn fara í síðasta mánuði eftir að hafa lent í áflogum við liðsfélaga sinn Jonathan Rowe. Rabiot hefur því tekist að ergja stuðningsmenn tveggja stærstu félaganna í Frakklandi. AC Milan er hins vegar heillað og hefur boðið honum samning, samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Rabiot sást svo á Malpensa flugvellinum í Mílanó rétt áðan og verður væntanlega kynntur sem nýr leikmaður liðsins á næstunni. Þar var honum vel tekið, eins og sjá má hér fyrir neðan. 🆕🇫🇷 L’arrivo di Adrien #Rabiot a Malpensa Prime. (Via @lollodean_ ) pic.twitter.com/F37H1iaXQN— MilanNews.it (@MilanNewsit) September 11, 2025
Ítalski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Sjá meira