Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Elín Margrét Böðvarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. september 2025 08:21 Jonas Gahr Støre verður að óbreyttu áfram forsætisráðherra Noregs næstu fjögur árin eftir kosningasigur Verkamannaflokksins í þingkosningunum í gær. AP/Ole Berg-Rusten Verkamannaflokkurinn í Noregi bar sigur úr býtum í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Vinstri - miðju blokkin, með Jonas Gahr Störe forsætisráðherra og formanna Verkamannaflokksins í broddi fylkingar fékk fleiri atkvæði en blokk hægri flokka. Vinstri flokkarnir tryggðu sér samanlagt 87 þingsæti og flokkarnir til hægri 82, en til að ná meirihluta þarf 85 þingmenn. Minnihlutastjórnir eru þó ekki óalgengar í Noregi, en slíkar stjórnir þurfa þó að vinna með öðrum flokkum og miðla málum til að ná málum í gegn með stuðningi þingsins. Fátt bendir til annars en að Störe muni áfram leiða minnihlutastjórn Verkamannaflokksins á nýju kjörtímabili, en kosningasigri flokksins var vel fagnað á kosningavöku í gærkvöldi, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Eftir að öll atkvæði höfðu verið talin kom í ljós að Verkamannaflokkurinn bætti nokkuð við sig, en flokkurinn hlaut 28,2% atkvæða og er stærsti flokkur Noregs. Þetta er stærsti kosningasigur flokksins síðan 1927. Framfaraflokkurinn á hægri vængnum, með hina umdeildu Sylvi Listhaug í fararbroddi, varð hins vegar hástökkvari kosninganna. Flokkurinn nær tvöfaldaði fylgi sitt og er nú langstærsti flokkurinn til hægri, með tæplega 24 prósenta fylgi og tryggir sér 48 þingsæti, samanborið við 21 í síðustu kosningum. Flokkur Sylvi Listhaug er nú næststærsti stjórnmálaflokkur Noregs eftir frækinn kosningasigur.AP/ Rodrigo Freitas Hægriflokkur Ernu Solberg beið hins vegar afhroð og tapaði sex prósentum. Þrátt fyrir að vera þriðji stærsti flokkurinn á norska Stórþinginu eru úrslitin þau verstu í sögu flokksins sem nær aðeins tólf þingmönnum inn. Úrslitin þýða að það fer að hitna undir Solberg í hlutverki formanns flokksins. Hún hefur þegar gefið út að hún muni sennilega ekki vera forsætisráðherraefni flokksins í næstu kosningum 2029. Varaformaðurinn Henrik Asheim þykir koma til greina sem næsti leiðtogi og hann hefur sagst reiðubúinn til að taka við, en segir mörg leiðtogaefni vera innan flokksins að því er fram kemur í umfjöllun NRK. Eru dagar Ernu Solberg sem leiðandi afls í norskum stjórnmálum taldir? Solberg hefur lengi leitt íhaldsflokk hægrimanna í Noregi og verið forsætisráðherra. En nú þykir ólíklegt að hún muni leiða flokkinn áfram í næstu kosningum eftir tap gærkvöldsins.AP/Heiko Junge/ Miðflokkurinn, sem sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Verkamannaflokkinn, bar einnig skarðan hlut frá borði og tapaði heilum nítján þingsætum en flokkurinn hlaut 5,6% atkvæða. Síðan ríkisstjórnarsamstarfinu var slitið hefur Verkamannaflokkurinn setið einn í minnihlutastjórn og bendir fátt til annars en að svo verði áfram. Störe og félagar þurfa hins vegar að treysta á stuðning annarra flokka í rauðu-blokkinni til að mál hljóti brautargengi með stuðningi meirihluta þingsins. Í samtali við fjölmiðla í morgun sagði Störe að hann muni vera í sambandi við hina flokkana næstu daga til að ræða praktískar lausnir. „Það er mikilvægast að við höldum örugglega um efnahagsmálin, svo vextir geti haldið áfram að lækka,“ sagði Störe meðal annars. Störe ræddi við fjölmiðla fyrir utan forsætisráðherrabústaðinn í morgun, þar sem hann fær að búa áfram næstu fjögur árin.AP/Gorm Kallestad Flokkur Vinstri-sósíalista tapaði einnig fylgi frá síðustu kosningum en flokkurinn hlaut 5,5% atkvæða. Skammt á þeirra hæla voru Rauðir sem bæta lítillega við sig og fá níu þingmenn. Loks tryggðu Græningjar sér sjö sæti sem er nýtt met fyrir flokkinn, Kristilegi þjóðaflokkurinn sem einnig fá sjö sæti, og Venstre rétt náði rétt svo að krafsa inn þrjá kjördæmakjörna þingmenn, þrátt fyrir að ná ekki 4% lágmarki á landsvísu sem tryggir jöfnunarþingsæti. Aðrir flokkar náðu ekki kjöri. Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira
Minnihlutastjórnir eru þó ekki óalgengar í Noregi, en slíkar stjórnir þurfa þó að vinna með öðrum flokkum og miðla málum til að ná málum í gegn með stuðningi þingsins. Fátt bendir til annars en að Störe muni áfram leiða minnihlutastjórn Verkamannaflokksins á nýju kjörtímabili, en kosningasigri flokksins var vel fagnað á kosningavöku í gærkvöldi, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Eftir að öll atkvæði höfðu verið talin kom í ljós að Verkamannaflokkurinn bætti nokkuð við sig, en flokkurinn hlaut 28,2% atkvæða og er stærsti flokkur Noregs. Þetta er stærsti kosningasigur flokksins síðan 1927. Framfaraflokkurinn á hægri vængnum, með hina umdeildu Sylvi Listhaug í fararbroddi, varð hins vegar hástökkvari kosninganna. Flokkurinn nær tvöfaldaði fylgi sitt og er nú langstærsti flokkurinn til hægri, með tæplega 24 prósenta fylgi og tryggir sér 48 þingsæti, samanborið við 21 í síðustu kosningum. Flokkur Sylvi Listhaug er nú næststærsti stjórnmálaflokkur Noregs eftir frækinn kosningasigur.AP/ Rodrigo Freitas Hægriflokkur Ernu Solberg beið hins vegar afhroð og tapaði sex prósentum. Þrátt fyrir að vera þriðji stærsti flokkurinn á norska Stórþinginu eru úrslitin þau verstu í sögu flokksins sem nær aðeins tólf þingmönnum inn. Úrslitin þýða að það fer að hitna undir Solberg í hlutverki formanns flokksins. Hún hefur þegar gefið út að hún muni sennilega ekki vera forsætisráðherraefni flokksins í næstu kosningum 2029. Varaformaðurinn Henrik Asheim þykir koma til greina sem næsti leiðtogi og hann hefur sagst reiðubúinn til að taka við, en segir mörg leiðtogaefni vera innan flokksins að því er fram kemur í umfjöllun NRK. Eru dagar Ernu Solberg sem leiðandi afls í norskum stjórnmálum taldir? Solberg hefur lengi leitt íhaldsflokk hægrimanna í Noregi og verið forsætisráðherra. En nú þykir ólíklegt að hún muni leiða flokkinn áfram í næstu kosningum eftir tap gærkvöldsins.AP/Heiko Junge/ Miðflokkurinn, sem sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Verkamannaflokkinn, bar einnig skarðan hlut frá borði og tapaði heilum nítján þingsætum en flokkurinn hlaut 5,6% atkvæða. Síðan ríkisstjórnarsamstarfinu var slitið hefur Verkamannaflokkurinn setið einn í minnihlutastjórn og bendir fátt til annars en að svo verði áfram. Störe og félagar þurfa hins vegar að treysta á stuðning annarra flokka í rauðu-blokkinni til að mál hljóti brautargengi með stuðningi meirihluta þingsins. Í samtali við fjölmiðla í morgun sagði Störe að hann muni vera í sambandi við hina flokkana næstu daga til að ræða praktískar lausnir. „Það er mikilvægast að við höldum örugglega um efnahagsmálin, svo vextir geti haldið áfram að lækka,“ sagði Störe meðal annars. Störe ræddi við fjölmiðla fyrir utan forsætisráðherrabústaðinn í morgun, þar sem hann fær að búa áfram næstu fjögur árin.AP/Gorm Kallestad Flokkur Vinstri-sósíalista tapaði einnig fylgi frá síðustu kosningum en flokkurinn hlaut 5,5% atkvæða. Skammt á þeirra hæla voru Rauðir sem bæta lítillega við sig og fá níu þingmenn. Loks tryggðu Græningjar sér sjö sæti sem er nýtt met fyrir flokkinn, Kristilegi þjóðaflokkurinn sem einnig fá sjö sæti, og Venstre rétt náði rétt svo að krafsa inn þrjá kjördæmakjörna þingmenn, þrátt fyrir að ná ekki 4% lágmarki á landsvísu sem tryggir jöfnunarþingsæti. Aðrir flokkar náðu ekki kjöri.
Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira