Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. september 2025 12:08 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. vísir/anton Utanríkisráðherra mun halda á fund utanríkismálanefndar á morgun til að kynna mögulegar aðgerðir gegn Ísrael vegna ástandsins á Gaza. Meðal þess sem verður rætt er sá möguleiki að slíta fríverslunarsamningi við Ísrael. Fjöldafundir fóru fram í sjö bæjarfélögum um allt land í gær undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði til að krefjast aðgerða frá stjórnvöldum vegna hörmungarástands á Gaza og til að sýna íbúum þar samstöðu. Tæp tvö ár eru síðan Hamas gerði árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaður Ísraelshers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir. 185 félög stóðu fyrir mótmælunum í gær og þúsundir manna lögðu leið sína á fundarstaði víða. Skipuleggjandi mótmælanna sagði ákall þjóðarinnar eftir aðgerðum aldrei hafa verið hærra. Mun kynna „ákveðið skref“ á morgun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist heyra ákallið skýrt og greinilega. „Ég held það sé lítið annað í stöðunni en að meðtaka reiðina og þessa djúpstæðu tilfinningu mótmælanda gegn þessu óréttláta ómanneskjulega ofbeldi sem er verið að beita fólk í Palestínu. Ég mun fara fyrir utanríkismálanefnd á morgun með ákveðið skref sem hægt er að taka og ég vil taka það samtal við utanríkismálanefnd fyrst. Við höfum verið að ræða ýmsa þætti sem ég vil einfaldlega eiga samtal um við fólkið í utanríkismálanefnd,“ sagði Þorgerður í samtali við fréttastofu. Hún gerir ráð fyrir því að tilkynna hvað felst í umræddu skrefi að loknum fundi. „Það verður hugsanlega bara eitt skref af mörgum. Það sem skiptir mestu máli er að fá fleiri þjóðir með til að skapa þrýsting. Margt er að ganga en að mínu mati ekki nægilega mikið og ekki nægilega hratt. Ég sé það á reynslunni að þegar fleiri þjóðir taka skref sem eykur þrýsting að þá skilar það sér í því að aðrar þjóðir hugsa sér hreyfings.“ Ræða að slíta fríverslunarsamningi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, var meðal þeirra sem voru með erindi á fundinum í Reykjavík í gær. Þar kallað hún eftir því að Ísland segir sig úr fríverslunarsamningi EFTA við Ísrael. „Þetta er bara eitt af því sem ég hef verið að skoða og mun ræða við utanríkismálanefnd á morgun. Það er líka rétt að geta þess að strax í vor, að okkar frumkvæði, þegar Ísraelar leituðust eftir uppfærslu á samningnum þá var það Ísland sem stöðvaði þá uppfærslu og Norðmenn styðja.“ „Síðan er hitt að mér finnst skipta mjög miklu máli hvernig við nýtum tímann þegar utanríkisráðherra Palestínu kemur hingað í mínu boði. Hún var alveg skýr úti í New York að við eigum að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera. Auka þrýsting. Skapa þrýsting. fá fleiri þjóðir með okkur í lið en líka styðja mannúðaraðastoð og mannúðarhjálp og það er líka það sem við höfum verið að gera,“ segir Þorgerður en utanríkisráðherra Palestínu kemur hingað til lands í október. Þorgerður Katrín ræddi einnig málin í Sprengisandi í morgun. Samtalið má heyra hér fyrir neðan. „Ætla ekki að dvelja við þennan haus“ Það vakti athygli margra í gær að sjá eftirlíkingu af höfði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sem einn mótmælandi í Reykjavík hafði útbúið og reist á stöng. Áletrað fyrir neðan höfuðið stóð: „Ráðherra sem gaslýsti þjóðarmorð.“ Innt eftir viðbrögðum við þessu líkneski segir Þorgerður: „Ég ætla bara að segja það að ég er ekki fórnarlambið í þessu. Fórnarlömbin eru fyrir botni Miðjarðarhafs. Svo verðum við einfaldlega að lifa með því. Sama hvort það sé ósmekklegt eða ekki að ákveðinn aktívismi er hluti af lýðræðissamfélagi og mitt verkefni er að reyna að gera allt svo að fólkið í Gaza og fólkið í Palestínu geti fengið frið og mannúðaraðstoð strax. Ég ætla ekki að dvelja við þennan haus.“ Munu velta við öllum steinum Þorgerður segir það alveg skýrt að Ísland skipi sér í hóp þeirra ríkja sem eru í forystu þegar það kemur að málefnum og Palestínu. „Ríkja sem hafa verið að tala hvað skýrast í því að koma á mannúðaraðstoð. Reyna að stuðla að vopnahléi og ekki síst halda áfram að reyna að vinna að tveggja ríkja lausninni. Það eru ríki eins og Noregur, Slóvenía, Lúxemborg, Spánn, Írland og sem betur fer eru fleiri ríki að stíga inn í hópinn. Margar af þessum aðgerðum eru auðvitað hluti af því sem sum ríki hafa verið að skoða og sum hafa innleitt. Við verðum að gera það sem hægt er innan okkar ramma og við munum velta öllum steinum.“ Hún segist hafa mikinn skilning á reiði fólks. „Við erum að upplifa það að hungur sé notað sem vopn gegn saklausu fólki. Það er verið að ráðast skipulega gegn lífsnauðsynjum þeirra, þau fá ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu, mat né annarri neyðaraðstoð. Ég skil mjög vel þessa miklu reiði og að fólk vilji að alþjóðasamfélagið geri meira en gert hefur verið.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ísrael Utanríkismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira
Fjöldafundir fóru fram í sjö bæjarfélögum um allt land í gær undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði til að krefjast aðgerða frá stjórnvöldum vegna hörmungarástands á Gaza og til að sýna íbúum þar samstöðu. Tæp tvö ár eru síðan Hamas gerði árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaður Ísraelshers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir. 185 félög stóðu fyrir mótmælunum í gær og þúsundir manna lögðu leið sína á fundarstaði víða. Skipuleggjandi mótmælanna sagði ákall þjóðarinnar eftir aðgerðum aldrei hafa verið hærra. Mun kynna „ákveðið skref“ á morgun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist heyra ákallið skýrt og greinilega. „Ég held það sé lítið annað í stöðunni en að meðtaka reiðina og þessa djúpstæðu tilfinningu mótmælanda gegn þessu óréttláta ómanneskjulega ofbeldi sem er verið að beita fólk í Palestínu. Ég mun fara fyrir utanríkismálanefnd á morgun með ákveðið skref sem hægt er að taka og ég vil taka það samtal við utanríkismálanefnd fyrst. Við höfum verið að ræða ýmsa þætti sem ég vil einfaldlega eiga samtal um við fólkið í utanríkismálanefnd,“ sagði Þorgerður í samtali við fréttastofu. Hún gerir ráð fyrir því að tilkynna hvað felst í umræddu skrefi að loknum fundi. „Það verður hugsanlega bara eitt skref af mörgum. Það sem skiptir mestu máli er að fá fleiri þjóðir með til að skapa þrýsting. Margt er að ganga en að mínu mati ekki nægilega mikið og ekki nægilega hratt. Ég sé það á reynslunni að þegar fleiri þjóðir taka skref sem eykur þrýsting að þá skilar það sér í því að aðrar þjóðir hugsa sér hreyfings.“ Ræða að slíta fríverslunarsamningi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, var meðal þeirra sem voru með erindi á fundinum í Reykjavík í gær. Þar kallað hún eftir því að Ísland segir sig úr fríverslunarsamningi EFTA við Ísrael. „Þetta er bara eitt af því sem ég hef verið að skoða og mun ræða við utanríkismálanefnd á morgun. Það er líka rétt að geta þess að strax í vor, að okkar frumkvæði, þegar Ísraelar leituðust eftir uppfærslu á samningnum þá var það Ísland sem stöðvaði þá uppfærslu og Norðmenn styðja.“ „Síðan er hitt að mér finnst skipta mjög miklu máli hvernig við nýtum tímann þegar utanríkisráðherra Palestínu kemur hingað í mínu boði. Hún var alveg skýr úti í New York að við eigum að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera. Auka þrýsting. Skapa þrýsting. fá fleiri þjóðir með okkur í lið en líka styðja mannúðaraðastoð og mannúðarhjálp og það er líka það sem við höfum verið að gera,“ segir Þorgerður en utanríkisráðherra Palestínu kemur hingað til lands í október. Þorgerður Katrín ræddi einnig málin í Sprengisandi í morgun. Samtalið má heyra hér fyrir neðan. „Ætla ekki að dvelja við þennan haus“ Það vakti athygli margra í gær að sjá eftirlíkingu af höfði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sem einn mótmælandi í Reykjavík hafði útbúið og reist á stöng. Áletrað fyrir neðan höfuðið stóð: „Ráðherra sem gaslýsti þjóðarmorð.“ Innt eftir viðbrögðum við þessu líkneski segir Þorgerður: „Ég ætla bara að segja það að ég er ekki fórnarlambið í þessu. Fórnarlömbin eru fyrir botni Miðjarðarhafs. Svo verðum við einfaldlega að lifa með því. Sama hvort það sé ósmekklegt eða ekki að ákveðinn aktívismi er hluti af lýðræðissamfélagi og mitt verkefni er að reyna að gera allt svo að fólkið í Gaza og fólkið í Palestínu geti fengið frið og mannúðaraðstoð strax. Ég ætla ekki að dvelja við þennan haus.“ Munu velta við öllum steinum Þorgerður segir það alveg skýrt að Ísland skipi sér í hóp þeirra ríkja sem eru í forystu þegar það kemur að málefnum og Palestínu. „Ríkja sem hafa verið að tala hvað skýrast í því að koma á mannúðaraðstoð. Reyna að stuðla að vopnahléi og ekki síst halda áfram að reyna að vinna að tveggja ríkja lausninni. Það eru ríki eins og Noregur, Slóvenía, Lúxemborg, Spánn, Írland og sem betur fer eru fleiri ríki að stíga inn í hópinn. Margar af þessum aðgerðum eru auðvitað hluti af því sem sum ríki hafa verið að skoða og sum hafa innleitt. Við verðum að gera það sem hægt er innan okkar ramma og við munum velta öllum steinum.“ Hún segist hafa mikinn skilning á reiði fólks. „Við erum að upplifa það að hungur sé notað sem vopn gegn saklausu fólki. Það er verið að ráðast skipulega gegn lífsnauðsynjum þeirra, þau fá ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu, mat né annarri neyðaraðstoð. Ég skil mjög vel þessa miklu reiði og að fólk vilji að alþjóðasamfélagið geri meira en gert hefur verið.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ísrael Utanríkismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira